Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 20

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 20
258 FRE YR Að loknum ágætum maímánuði, með óvenju stillta og blíða veðráttu, hófst júní, sem reyndist öllu hryssingslegri aö veðr- áttufari. Blíðviðrin í maí voru lengi að vinna bug á þeim ógnarþykka fannafeldi, sem veturinn hafði klætt jörðina í vestan- lands, norðan og austan, en þegar fönnin var brædd þá kom landið klakalaust und- an henni og gróandinn teygði sig strax móti sól og sumri. Sunnanlands var veðrið öllu stirðara og þar var talsverður klaki í jörð, sem seint þiðnaði, því að hitastigið Sp. 12. Hvernig á ég að útbúa stromp á fjós, sem ég er að byggja, svo að hann reynist hæfur að óskum? Svar: Á fjósinu skal aðeins vera einn strompur, sem næst upp úr því miðju. Op hans sé svo vítt, að flatarmál þverskurðar sé að minnsta kosti 200 cm- á hvern grip, sem fjósið rúmar. Strompur- inn standi 10 cm inn úr þekjunni og nái 30—40 cm yfir mæni, ef hann stendur upp úr þakhrygg, en 50 cm að minnsta kosti yfir þakflöt, ef skúr- myndaö þak er á fjósinu. Sá hluti strompsins, sem nær yfir þak, þarf að vera vatnsvarinn. Hann þarf að vera tvöfaldur með 10 cm tróði (reiðingi) milli þilja. í bæði innri og ytri þiljur má nota plægðan borðvið, mashognite eða asbest. Nauðsynlegt er að hafa í strompinum loku. Með henni skal takmarka loftst'rauminn út úr fjósinu eftir vild, en þörf er eigi á því að hafa hettu yfir. Aðeins verður að vatnsverja tróð og hliðar úti, sem á er minnst. var alltaf fremur lágt og sérkenni veðrátt- unnar var sólskinsleysið. Því hafði verið spáð af veðurfræðingun- um í vor, að mistur úr Heklu mundi valda sólskinsleysi hér á landi um komandi mán- uði. Hvort það eða annað á sök á því sól- skinsleysi, sem ríkjandi hefir verið sunn- anlands á þessu sumri, skal ekki fullyrt neitt um, en hitt er staðreynd, að sólskins- stundirnar hafa verið svo fáar, að blóma- skrúð vors og sumars hefir verið sára tak- markað og jörðin yfirleitt köld, enda heíir rignt allmikið. Þótt snjóa leysti seint nyrðra, svo að vorverk byrjuðu að minnsta kosti mánuði seinna, en verið hefir undanfarin ár, þá hefir það ekki hamlað grassprettunni að að öðru en því, að þar sem síðast leysti spratt að sama skapi seint. Á Akureyri og í grennd hófst sláttur þó 13.—-15. júní og var almennt byrjaður um 20. júní um þær slóðir. En upp úr þvi gerði óþurrka, sem ollu bændum hughvarfi svo að tún urðu víða fullsprottin áður en sláttur hófst. Hröktust töður sums staðar um Eyjafjörð, en í öðrum landshlutum var sláttur hafinn skömmu áður en þessar línur eru prentað- ar, svo að eigi verður hér um það sagt hvort stirðlyndi veðráttunnar veldur einnig heyhrakningum á öðrum slóðum. ★

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.