Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 11

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 11
FRE YR 249 anir um þetta atriði og var hvorki tími né fé sparað vegna þess, enda er árangurinn talinn mjög öruggur. Lengi hafa menn veitt því eftirtekt, aö í sumum fjósum eru kýr mjög ófúsar til þess að liggja, og þegar þær leggjast þá liggja þær aðeins stutta stund í einu. Ýmsir hafa talið að þetta stafaði af því, að þeim yrði kalt, sökum þess að hitinn frá líkamanum leiddist of ört í gegnum gólfið. Þessi skoðun er eflaust rétt undir mörg- um kringumstæðum. Einkum hefir þótt bera á þessu þar, sem haughús er undir fjósi eða þar, sem grunnur er rakur. Á allra síðustu árum hafa sums staðar verið gerðar ráðstafanir til þess að ráða bót á þessum galla, með því að einangra básana. Við nefndar rannsóknir sýndu rafmagns- mælitækin, er notuð voru til þess að á- kveða hitastigið á gólfinu og í því, að í miðju fjósi er hitastigið á gólfi mjög litl- um breytingum háð og alls staðar svipað, en þegar nálgast útveggina lækkar það. Á H/2 m breidd meðfram útveggjum er hiti gólfsins miklu lægri en innar í fjósinu, og leiðsla er örr á þessu sviði út í undir- stöður útveggjanna. í litlum fjósum er hringur af nefndri breidd, meðfram útveggjum, 50—80% af f!atarmáli gólfsins, og hitatapið í þeim hring nemur oft 30—40% af öllum þeim hita, er tapast í gegn um sæmilega góða útveggi. Rannsakað var hve langt í jörðu hita- breytingarnar verka, og sýndi það sig, að í 0,5 dýpi var hitinn stöðugur, nálægt 0 stig um mánuðina jan.—apríl. Af því verð- úr ráðið, að einangrun útveggja þarf að ná allt að 1 m í jörð í norðanverðri Sví- Þjóð. Þá er og bent á nauðsyn þess að einangra undirstöðu veggjanna við yfir- borð jarðar. Miklum tíma og fé var varið til þess að athuga hreyfingu rakans í veggjunum, og voru í þeim tilgangi prófaðar þrjár gerðir veggja, sem sé Nopsa I, Nopsa II og svo timburveggir með einangrunarlagi úr sagi. Athuganir þessar sýndu, að rakinn hreyf- ist að nokkru leyti við dreifingu, og annars með hjálp hárpípuaflsins. Það mundi svo fáum lesendum Freys að gagni verða, þótt skýrt yrði frá rannsókn- araðferðum og einstökum liðum árangurs- ins, að til þess skal hvorki eytt pappír eða prentsvertu. En hins ber að geta, að rann- sóknirnar sýndu og sönnuðu á eftirminni- legan hátt, að aldrei skyldi frá því vikið að nota þau beztu ráð er þekkjast til þess að byggja veggina svo vandlega, að rak- inn komist ekki inn í þá, hvorki að utan eða innan. Hættan er mest að innan frá og fyrst og fremst þegar kalt er úti — þá er hitastigsmismunurinn mestur við ytri og innri flöt útveggjar. Við rakamælingar kom það í ljós, að þéttun gufu á innri fleti fjósveggja er all breytileg, og er hún minnst þegar veggur- inn er gerður úr byggingarefnum, sem hafa svipaða einangrunareiginleika. Sé veggur gerður úr efnum, er hafa misjafna einangrunarhæfni, þá er réttast að bezti einangrarinn liggi utarlega í veggnum, helzt rétt undir vatnsþéttri húð, er þekur ytra borð hans.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.