Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 7

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 7
FREYR 245 veiðitíma. En vitað er, að veiðarfærin hafa verið stórum bætt og þeim fjölgað mjög á síðustu áratugum, og hefir því veiðisóknin aukist verulega. Sagt er til öæmis, að netaveiðiútbúnaður í ákveðinni góðri veiðiá, sé nú tuttugu sinnum meiri, en hann var fyrir 25 árum. Eins og áður er sagt, þá á veiðimagnið að vaxa hlutfallslega, þegar veiðarfærum fjölgar og afköst aukast, vegna breytinga til fullkomnunar, á meðan fiskstofnarnir þola veiðarnar. Við athugun á meðfylgj- andi línuritum, sem sýna árlegan fjölda lax og silunga, sem veiddir eru á árunum 1904—1945, kemur það í ljós, að árlegt lax- og silungsveiðimagn vex með aukinni veiðisókn fram til 1921 hvað laxinn snertir, og fram til 1924 hvað viðkemur silungn- um, en eftir það dregur heldur úr veiðinni, þó að veiðisóknin haldi áfram að aukast. Girðingaveiðin í Ölfusá hófst t. d. á árun- um eftir 1921 og nokkrum árum síðar í Hvítá í Borgarfirði, en eins og fyrr getur, jók þetta veiðarfæri veiðimagnið í þessum ám að verulegu leyti. Á nefndum línuritum hafa verið settar brotnar línu, sem sýna meðalársveiði á fimm ára tímabilum. Lín- ur þessar 'gefa greinilega hugmynd um, nvert stefnir með veiðarnar. Um veiðihorfurnar í framtíðinni er þetta helzt að segja. Á síðustu tveimur áratug- um hefir veiðisóknin aukizt og þar með tilkostnaðurinn við veiðarnar, en hin aukna fyrirhöfn hefir ekki skilað tilsvar- andi auknum veiðihlut. Á undanfarandi árum hefir veiðin minnkað áberandi mik- ið, en síhækkandi verðlag á laxi og silungi hefir þó verið nokkur raunabót. Það er sýnt hvert stefnir í veiðiskapnum, ef ekki verða gerðar einhverjar þær ráðstafanir, Fjöldi veiddra laxa á íslandi á árunurn 1904—1945. — Heila línan sýnir veiðina frá ári til árs. og örotna línan meðalveiðina á 5 ára tímabilum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.