Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 13
FRE YR 251 engin afsökun til fyrir þann meiri hluta islenzkra bænda,. sem ekki verkar vothey enn þá. 2. Votheysgjöf með sjávarbeit hefir ekki verið reynd á Hvanneyri. Ærnar hafa yfir- leitt veriS fóðraöar þar í innistöðu fram í græn grös, á votheyi eingöngu og oftast einhverju af síldarmjöli. Stundum höfum við gefið frá 50—150 g síldarmjöls pr. á á dag, og ekki komið að sök. 3. í „djúpum“ votheyshlöðum, t. d. 12— 15 m háum (djúpum) þarf ekki að fergja e/ grasið er saxað í þær. Efsta lagið skemm- ist, 30—50 cm lag og verkar sem farg. Vit- anlega er hægt að fergja og þá skemmist ekkert, heldur ekki efst, en erfitt er að koma fargi 12—15 m upp. Heyinu er blásið upp með vél. 4. Auðvitað er ýmislegt, já, eflaust margt, sem er eftir að rannsaka í sambandi við votheysverkun og fóðrun með votheyi hér á landi. Ef bændur landsins ætla að bíða eftir því, að öll kurl komi þar til grafar, frá rannsóknastofnunum, þá þurfa þeir enn lengi að verka heyfenginn sem þurr- hey og verða áfram háðir dutlungum hinnar íslenzku veðráttu. Slíks er ekki þörf, og hefir ekki verið það, og ekki hægt að afsaka tómlæti bændanna í þessu efni með, að ekki hafi verið til staðar og birt þeim innlend reynsla á votheyi. Hvað sem hinum nýju sannindum líður, ætti hver einasti bóndi að verka hluta af heyfeng sínum sem vothey. Engin hætta er að gefa það nautpeningi og hrossum, og ekki sauð- fé ef ekki er gefið myglað þurrhey með. Hitt er svo annað mál, að athugandi er að hætta allri þurrheysverkun á íslandi og verka allt heyið sem vothey. Til þess þarf nýjar votheyshlöður, 12—15 m háa turna, og vélar til þess að skera og blása grasinu nýslegnu upp. Án þess að rökstyðja það nánar aö þessu sinni, tel ég sennilegt að rétt væri að gjör- breyta ræktunaraðferðum okkar hér, t. d. hætta að mestu eða alveg túnrækt og framleiða allt fóður fyrir búpening okkar með hafragrasi, sáð árlega og slegið ný- skriðið, skorið og verkað sem vothey í áð- urnefndum turnum. VOTH EYSGERÐ ERLENDAR OG ÍNNLENDAR TILRAUNIR í tímaritinu Journal of Diary Science birtust nýlega niðurstöður af nokkrum votheysgerðartilraunum, sem gerðar hafa verið við háskólann í Wisconsin í Banda- ríkjunum á árunum 1940—1943. Eru niö- urstöður þessar fróðlegar og sérstaklega athyglisverðar vegna þess, að hér á landi hefur verið unnið að sams konar viðfangs- efnum og gerðar svipaðar tilraunir undan- farin 6 ár. Verður hér gefið stutt yfirlit yfir hvorar tveggja tilraunirnar og niður- stöður þeirra. Erlendar tilraunir. (J. J. Stefaniak, Z. W. Rupel, G Bohe- stedt, and W. H. Peterson: Methods of preserving gjrass silage and vitamin A pontency of milk produced therefrom. Journal of Dairy Science, 30: 103—114 1947.) Gerðar voru tilraunir með votheysgerð í gryfjum, sem voru 8—10 fet í þvermál. Voru gerðar margar tilraunir í sömu gryfj - unni í einu, þannig að eitt lag var fyrir hverja tilraun, en í hverju lagi voru 1—5 tonn af fóðurgrasi. Gerðar voru mismun- andi ráðstafanir til rotvarna, s. s. að láta

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.