Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 21
FREYR
259
Landbúnaðarsýningin í Reykjavík mun
sá atburður, sem markverðastur hlýtur að
teljast hér á landi á þessu ári. Var unnið
af kappi að undirbúningi hennar um
marga mánuði og öllu var vel á veg komið
þegar verkbann skall á í Reykjavík, en
það truflaði mjög síðustu athafnir undir-
búningsins og girti fyrir möguleika á þvi
að nálgast ýmsa sýningarmuni, sem voru
að koma eða þegar komnir frá útlöndum,
en ekki hafði tekizt að ná úr skipum eða
birgðaskemmum við höfnina.
En þrátt fyrir annmarkana varð sýning-
in þó svo vel úr garði gerð, að sýningar-
gestir luku upp einum munni um það, að
sýning þessi væri merkisviðburður og full-
komnari og meiri en nokkur önnur sýn-
ing, sem stofnað hefir verið til hér á landi.
Það var vel, að meiri hluti sýningarinnar
var undir húsþaki, því að veðráttan var
óhagstæð mjög svo að segja allan þann
tíma sem hún stóð yfir. Regn og rok olli
þar skemmdum, og í byrjun var veður svo
stirt og kalt, að búfénu var þar varla vært,
enda var það flutt burt fyrr en skyldi og
var það illt, því að mörgum var það mikil
ánægja að sjá hinar fríðu og föngulegu
skepnur, sem þarna voru saman komnar.
Sýningin hófst 28. júní — var opnuð af
forseta íslands, hr. Sveini Björnssyni —
og stóð til 15. júlí eða 18 daga samtals.
Sýninguna heimsóttu 60 þúsundir manna.
Mun slík aðsókn einsdæmi í sambandi við
sýningu hér á landi. Fólk kom um lang-
vegu, með skipum, bílum og flugvélum, til
þess að skoða sýninguna, en flestir sýn-
ingargestir voru að sjálfsögðu úr Reykja-
vík og nágrenni.
Frekari frásögn um sýninguna mun birt-
ast síðar í Frey og í ráði er að út verði gef-
ið sérstakt rit um hana, þar sem greint
verður frá því helzta, er þar var að sjá
og skoða. ★
Úr Þistilfirði
er skrifað um hina óvenjulega blíðu
veðráttu 1 janúar, er bauð skilyrði til þess,
að í þorrabyrjun var unnið að plægingu
með dráttarvél þar í sveit. Segir frétta-
ritarinn og frá hrútasýningum þar á síð-
ast liðnu hausti Af 33 hrútum fullorðnum,
sem komu á sýningu, fengu 20 fyrstu verö-
laun. Fjárræktarfélag starfar þar í sveit
og er sterkasti stofn þess talinn vera hjá
Þorsteini Þórarinssyni í Holti. Á síðustu
árum hefir þetta fé verið blandað með
hrútum frá Grænavatni í Mývatnssveit.
í sambandi við frásögn fréttaritarans
um fjárræktarfélagið, er vert að geta
þess, að Halldór Pálsson, sauðfjárræktar-
ráðunautur, telur sauðfé í Þistilfirði standa
í fremstu fylkingu íslenzkra stofna, enda
sé það vel ræktað.
★
Úr Loðmundarfirði
er skriíað, að þar, sem annars staðar,
fari fólk fækkandi og jarðir leggist í auön.
Um skeið hefir lítið verið unnið að jarða-
bótum, en sumarið 1945 var keypt hingað
dráttarvél og er þegar búið að vinna all-
mikið með henni og er þess ekki langt að
bíða, að meginhluti túnanna sé greiðfær,
en skortur á áburði torveldar mjög aukna
ræktun.
í september var tíð lengi óhagstæð og
tafði það mjög hirðingu síðustu heyja, en
svo breyttist allt til batnaðar og einmuna
blíða hélzt fram um miðjan nóvember, en
þá fór að snjóa með hægð. Var sauðfé þá
óvenju hátt til fjalla og sumt tepptizt í
klettum en náðizt þó með mikilli fyrirhöfn
að undanskildum þremur eða fjórum kind-
um, sem töpuðuzt í klettunum. í desember
leysti snjóa aftur og í janúar voru hin
mestu stórviðri, sem hér koma, með regni,
og var síðan auð jörð fram í febrúar, eða
til þorraloka".