Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 19

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 19
FREYR 257 H eiðursverðlaun Búnaðarþing 1941 ákvað, að stoínaður skyldi sjóður, er varið yrði til þess að verðlauna „frábær afrek í þágu landbún- aðarins, hvort heldur sem er á sviði jarð- ræktar, búfjárræktar eða nýjar uppgötv- anir á vélum, verkfærum eða vinnuað- ferðum, sem létta vinnu við landbúnaðar- framleiðsluna. í fyrirrúmi skal sitja að verðlauna bænd- ur, sem með löngu æfistarfi hafa verið frábærir brautryðjendur, varðandi ein- hverja þætti íslenzks búnaðar“. Þannig segir í skiplagsskrá Heiðursverðlaunasjóðs Búnaðarfélags íslands, sem er í vörzlum þess og ráðstafað er af stjórn félagsins. Verðlaunaveitingar úr sjóðnum eru ekki auglýstar til umsóknar og eru þeir sem sjálfir sækja á engan hátt rétthærri, til þess að hljóta verðlaun, en aðrir. Tillögur stjórnar Búnaðarfélagsins, um verðlaunaveitingu, skulu lagðar fyrir Bún- aðarþing, sem samþykkir þær eða hafnar þeim. Á Búnaðarþingi síðastl. vetur athugaði fjárhagsnefnd hverjir mundu þess verð- ugir að hljóta verðlaun úr sjóði þessum nú, þegar úthlutað yrði af honum í fyrsta sinn, á þessu ári. Að fengnum tillögum Qefndarinnar var ákveðið að sæma heið- ursverðlaunum, peningaupphæð ásamt skrautrituðu skjali, eftirtalda bændur: 1. Gísli Jónsson, Hofi, Svarfaðardal, Eyjafirði. Heiðursverðlaun fyrir for- göngu um þegnskylduvinnu við vega- gerð og viðgerðir alls konar véia. 2. Hjörleifur Sigfússon, Álfgeirsvöllum, Skagafirði. Heiðursverðlaun fyrir fyrirgreiðslu á fénaði milli Blöndu og Héraðsvatna um langt skeið. Manna markfróðastur. 3. Hjálmar Þorgilsson, Kambi, Skaga- firði. Heiðursverðlaun fyrir forgöngu um tilraunir með heyþurrkun í húsi. Bjargmaður með ágætum. 4. Stefán Jónsson, Öndólfsstöðum, Suð- ur-Þingeyj arsýslu. Heiðursverðlaun fyrir forgöngu í félagsmálum í hér- aði. Fjárræktarbóndi ágætur og hestamaður. 5. Hannes Jónsson, Núpsstað, A-Skafta- fellssýslu. Heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi dugnað sem fylgd- armaður fólks og fénaðar á vatna- svæði héraðsins. Auk þeirra starfa, sem menn þessir hafa hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir, hafa þeir verið góðir bændur hver í sinni sveit. Spurningar og svör Sp. 11. Er það rétt aðferð við mat á kartöfl- um til sölu að hella úr hverjum poka, handfjalla því nær hverja kartöflu og eyða til þess tíma, sem fulls tímakaups er krafist fyrir og getur numið nokkrum krónum á tunnu, þótt ekkert sé við kart- öflurnar að athuga? Svar: Reglugerð um mat á kartöflum mælir svo fyrir að skoða beri að minnsta kosfi tíunda hvern poka af hverri tegund, séu þeir 50 eða fleiri. Þegar metið er minna magn en 50 pokar sömu tegundar frá framleiðanda, ber að skoða fimmta hvern þeirra. Matsgjaldið var síðastliðið ár ákveðið kr. 2.00 á hver hundrað kg. af kartöfium. Þegar fram- leiðandi aðstoðar ekki við matið, þarf að greiða aukahjálp við það. Var það síðastliðið ár ákveðið 50 aurar á tunnu (100 kg.).. Samtals gat kostnað- ur því orðið kr. 2.50 á tunnu á síðasta ári vegna matsins og má ætla að um svipaðan kostnað verði að ræða á þessu ári. Ef út af þessu er brugðið er framleiðendum leyfilegt að kæra til yfirmatsnefndar í Reykjavík. Að öðru leyti vísast til reglugerðar um mat á kartöflum í bókinni: KARTAFLAN, sem út er komin á vegum Búnaðarfélags íslands.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.