Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 22

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 22
260 FRE YR Ný verksvið. Páll Hafstað, búfræðikandídat, frá Vík í Skaga- firði, hefir tekið við starfi hjá Búnaðarfélagi ís- lands, sem jarðræktarráðunautur. Páli lauk námi almennum búfræðum við Búnaðarháskólann á Ási í Noregi 1943 og stundaði síðan nám í búnaðar- hagfræðum í Oslo og Stockhólmi. Síðan hann kom heim 1945, hefir hann starfað hjá Búnaðarráði og sölunefnd setuliðseigna. Friðrik Þorvaldsson, mjólkurfræðingur, frá Borg- arnesi, sem hefir lokið skólanámi vestanhafs fyrir skömmu, hefir fengið starf sem eftirlitsmaður mjólkurmeðferð'ar um land allt. Áður hafði Sig- urður Pétursson starf þetta á mjólkursamlagssvæði Reykjavíkur, ásamt • starfi sínu við Atvinnudei’d Háskólans, en nú er verksviðið víkkað svo, að eigi verður haft í hjáverkum. ★ Vinnuþörf landbúnaðarins. Nýlega öðlaðizt Finni nokkur doktorsnafnbót fyrir vísindaritgerð um vinnuafl landbúnaðarins. Hann hafði rannsakað hversu mikil vinna var lögð af mörkum á búum af ýmsum stærðum, og hve mikla vinnu ákveðnar greinar búanna kröfðuzt. Rannsóknir voru gerðar á 60 búum mismunandi stórum. Vinnustundirnar skiptust þannig á hinar ýmsu búgreinar að meðaltali: Framleiðsla jarðargróða .. 24,9 % af allri vinnu Búfjárræktin ............. 30,8------— — Viðhald ..... Skógarvinna Innanhússtörf Aukastörf ... Ýmislegt 3,9 — — — — 5,5------------— — 19,2-----------— — 14,8-----------— — 0,9------------— — ★ Þægindi á bændabýlum Bandaríkjanna. Af því hafa löngum farið sögur, að landbúnað- ur í Bandaríkjum Ameríku væri rekinn með framúrskarandi dugnaði og hagsýni. Því hafa FRE YR — búnaðarblað — gefið út af Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsambandi bænda. Ritstjórn, afgreiðsla og innlieimta: Lækjargötu 14, Reykjavík. Pósthólf 1023 Sími 3110. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson. Ritnefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingrímur Steinþórsson. F R E Y R er blað landbúnaðarins. Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Prentsmiðjan Edda h.f. menn álitið að þægindi af öllu tagi mundu og vera algeng á sömu slóðum. Um þetta segja opinberar skýrslur, að aðeins helmingur bændabýlanna hafi raforku, rúmlega fjórða hvert býli hefir vatnsleiðslu í húsum, á sjötta hverju býli er baðherbergi og ennþá færri hafa miðstöðvarhita. ★ Sænska mánaðarritið. SL Kontakt, segir frá því, að um breiðar byggðir Svíþjóðar sé mikill áhugi fyrir því að reisa „Hús bændanna“ á ýmsum stöðum og komið hefir til orða að reisa stórbyggingu til afnota fyrir mið- stöðvar alls búnaðarfélagsskapar í landinu. Þess er getið að fyrirhugað sé að byggja stórhýsi í Jönköping, en því fer fjarri að allar miðstöðvar búnaðarfélagsskaparins eignist húsrúm þar. Vissar viöskiptastofnanir landbúnaðarins hljóta framvegis að hafa aðsetur í höfuðstaðnum svo sem veriö hefir. Teikning hefir verið gerð af nefndu stór- hýsi, sem er ráðgert að verði 4 hæðir, með gólf- flöt er nemur 1266 m2 auk ganga og trappa, en byggingarkostnaður er áætlaður 756 þúsund kr. ★ Vísitala framfærslukostnaðar var 310 stig i júní og júlí. ★ Leiðrétting. í 12—14 blaði Freys, bls. 190, í kvæðinu „Söngur sáðmannsins", stendur: „Gólf hins græna vallar" á að vera „Gólf hins gróna vallar". — Lesendur eru beðnir að leiðrétta misprentun þessa.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.