Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 18

Freyr - 01.08.1947, Blaðsíða 18
256 FRE YR inni stóð. Yfirlit yfir þessar tilraunir og niðurstöður þeirra er gefið í töflu III. — Eins og þar kemur í ljós, þá hefir í nokkr- um tilfellum (2a, 2b, 3b, 4,5c) tekizt að koma sýrustiginu í p—H 4,2—4,5. En bæði í þessum tilraunum og öðrum hefir p—H hækkað aftur, og í lok tilraunanna er það alls staðar komið upp yfir 5, nema þar sem notað var maizmjöl til íblönd- unar (2a, 2b). Við allar tilraunirnar varð góður gróð- ur af mjólkursýrugerlum í heyinu, að minnsta kosti fyrst í stað. En er lengra leið urðu smjörsýrugerlar oft áberandi og stundum líka rotnunargerlar. Um leið fór súrinn í heyinu minnkandi. íblöndun mjólkursýrugerla hafði lítil eða engin á- hrif, en maizmjölið var greinilega til bóta. Mysan, sem notuð var, var skyrmysa, sýrð með skyrgerlum. Þegar mysan var þykkt, þá voru settir í hana skyrgerlar á eftir, til þess að sýra hana betur. Til- raun 4, sem gerð var með velktri háartöðu og blandað í mysu, þykktri í y2 af upp- runalegu rúmmáli, tókst vel. Hitinn fór þar upp í 40°. Tilraun 6, sem gerð var einnig með velktri háártöðu og mysu, þykktri í y3, tókst ekki eins vel. Hefir hitinn sennilega ekki orðið nógu hár. Bar talsvert á myglu í heyinu. Samanborið við amerísku tilraunirnar, þá hefir bæði maiz-íblöndunin og mysu- íblöndunin verið of lítil í íslenzku til- raununum. Með því að blanda í meiri maiz eða þykkja mysuna meira má senni- lega gera betra vothey, en fengizt hefir við þessar tilraunir. Þess hefði mátt vænta, að auðveldara mundi að verka töðugras (grös af grasa- ættinn) í vothey, en fóðurgrös þau af ertublómaættinni, sem notuð voru við am- erísku tilraunirnar, vegna þess að þau síðarnefndu eru jafnan miklu ríkari að eggjahvítuefnum. Þessi munur á efna- samsetningu er þó furðu lítill. Er hér settur samanburður á meðalefnasam- setningu á alfalfa, eins og hún er -gefin upp í bókinni Feeds and Feeding eftir Morrison, (146 sýnishorn), og meðalefna- samsetningu á háartöðunni, sem notuð var í íslenzku tilraunirnar (13 sýnishorn). Alfalfa Háartaða Þurrefni 25,4 % 25,0 % Protein 4,6 — 4,17 — Feiti 1,0 — 0,84 — Tréni 7,0 — 5,93 — Aska 2,4 — 3,35 — Önnur efni 10,4 — 10,71 — Eins og hér kemur í ljós, þá er háar- taðan tiltölulega auðug að eggjahvítu- efnum. í henni var þó enginn smári. Það má gera ráð fyrir því, að erfitt reynist að fá mikinn súr í töðu sem þessa, og ekki veiti af sömu íblöndun og notuð var viö verkunina á alfalfa í amerísku tilraun- unum. Sigurður Pétursson. Landbúnaðarsýningin. Landbúnaðarsýningin var opnuð í Reykjavík 28. júní. Er hún opin almenningi til sýnis í 18 daga, og hafa tugþúsundir manna þegar séð hana. Opnunin fór fram tveim dögum siðar en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi, en sú töf stafaði af verkbanni í Reykjavík, sem einnig olli víð- tækum truflunum á fyrirkomulagi sýningarinn- ar. Meðal annars kom fjöldi sýningarhluta aldrei á sýningarstað. Ýmislegt það, er þangað átti að koma, lá í skipum á höfninni og birgðaskemmum. Afgreiðsluvandræði á benzíni ollu einnig nokkrum truflunum á ferðum fólks. — Frásögn, varðandi sýninguna, verður annars að bíða næsta blaðs, þar eð þetta blað er í prentun meðan á sýningu stendur.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.