Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Síða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 27. APRlL 2005 11 Tveggja millj- óna síma- reikningur Meðlimir króatísks kirkjusafaaðar styður prest sinn og neitar nú að sækja messu fyrr en presturinn, sem var settur af fyrir að hringja í símavændislínu, fær hempuna sína til baka. Presturinn heldur fram sak- leysi sínu og segist hafa ver- ið gabbaður til að hringja af starfskonu símavændisins, starfsemi sem hann vissi ekki að væri til. Hún hafi gefið sig út fyrir að vera ný- frelsuð eftir erfiðan skilnað. Reikningurinn vegna þjón- ustunnar nemur tæpum tveimur milljónum króna. Springandi froskar Gestir útivistargarða í þýsku borginni Hamborg eru þessa dagana beðnir um að vara sig á froskum sem springa óforvarend- is. Að sögn starfs- manna borgarinnar hafa þúsundir froska drepist undanfarnar vikur. Sjónarvottar segja að frosk- amir byrji skyndilega að tútna út og springa svo, með meðfylgjandi innyfla- slettum og líkamspörtum. Engar ástæður hafa fundist fyrir þessum undarlegu at- burðum en giskað hefur verið á veiru- eða sveppa- sýkingu eða vamarkerfi gegn krákum sem nýlega hafa sest að í Hamborg. Stingandi hausverkur Rússanum Artur Dzhavanyan varð bylt við þegar hann áttaði sig á að það sem hann hélt vera þynnkuhausverk var vegna þess að hnífur stóð í andlitinu á honum. Artur hafði verið að drekka með fé- laga sínum en skriðið í bælið eftir að hafa gefistuppá 0 sjálfsvor- kunn félagans, og sagt hon- um til syndanna vegna þess. Læknar segja Artur hafa sloppið ótrúlega vel þar sem hnífurinn stakkst í kinnbeinið en gekk ekki á mýkri stað. Artur neitar að kæra félaga sinn. Hann er bara feginn að vera á lífi. Kennari í klámblaði Hollenskur kennari hef- ur verið sendur í viku frí eft- ir að hafa setið fyrir á nektarmyndum í klámblaðinu Foxy. Kennarinn vinnur í þorpinu Harkema. Skólayfirvöld ætla sér ekki að reka kennarann sem er kona, enda brotið ekki nógu alvarlegt, en vildu gefa henni frí meðan umtalið hjá þorpsbúum deyr út. Tölublaðið með myndunum seldist upp í matvöruverslun Hark- ema. Ritstjórn Foxy er yfir sig hlessa á umrótinu í kringum málið og lýsti því yfir að fleiri myndir birtust af kennaranum í næsta tölublaði. Debbie Rowe, fyrrverandi eiginkona Michaeis Jackson, fær aö bera vitni fyrir sak- sóknara. Vitnaleiðslum saksóknara lýkur í þessari viku. Úrskuröir dómara hafa oftar en ekki fallið verjendum Jacksons í hag. Með pabba Jackson hefur verið vel studdur afforeldr- um sínum sem mæta ávallt I réttarsalinn með honum. -fgjpg@ voru auglvsinnabrella Dómarinn í réttarhöldunum yfir Michael Jackson hefur leyft saksóknara að kalla fyrrverandi eiginkonu poppstjörnunnar, Debbie Rowe, í vitnastúkuna í þessari viku. Úrskurðurinn er sá fyrsti sem fellur saksóknara í hag í nokkurn tíma. Aðstoðarsaksóknarinn Ron Zonen segir að ætlunin sé að sýna fram á að Jackson og starfsfólk hans hafi beitt öllum ráðum til að bæta ímynd hans. Debbie kom fram á myndbandsupptöku eftir útkomu heimildarmyndar þar sem gefið var í skyn að Jackson ætti óeðlilegt sam- band við böm. Forræðisdeila Á upptökunni mærir Debbie Jackson sem frábæran föður og heilsteyptan mann. Saksóknarar segja að upptakan sé eftir handriti, líkt og myndband með fjölskyldu Gavins Arvizo, sem Jackson er ákærður fyrir að misnota. Þeir halda því einnig fram að Debbie hafi verið mútað með umgengis- rétti við börn hennar og Jacksons í staðinn. Rétti sem hún hafði áður gefið frá sér. Rowe og Jackson eiga nú í forræðisdeilu. Þá vonast saksóknarar til að fá Rowe til að viðurkenna að brúð- kaup þeirra og barneignir hafi ein- ungis verið almannatengslabragð af hálfu starfsfólks Jacksons. Vaselínvitni Úrskurðurinn um vitnisburðinn er sá fýrsti sem fellur saksóknurum í hag í nokkurn tíma. Undanfarið hef- ur dómarinn úrskurðað verjendum í hag. Til dæmis mátti fyrrverandi ör- yggisvörður Jacksons, Kassim Ab- dool, ekki segja frá að hann hefði sótt vaselíndollu fyrir söngvarann þegar hann var með ungan dreng í svefnherbergi sínu. Abdool var hins vegar fenginn til að renna stoðum undir framburð annars fyrrverandi öryggisvarðar, Ralphs Cachon, sem sagðist hafa séð Jackson nakinn í sturtu með ungum dreng. Verjendur Jacksons bentu hins vegar á að Abdool hefði skrifað undir skýrslu árið 1994 þar sem hann staðfesti að hann hefði aldrei séð neitt misjafnt á búgarði popp- stjörnunnar. Verjendur Jacksons bentu á að Abdool hefði skrifað undir skýrslu árið 1994 þar sem hann staðfesti að hafa aldrei séð neitt misjafnt á búgarði poppstjörnunnar. Rekinn Thomas Mesereau, aðalverjandi Jacksons, rak í gær lögmann úr liði sínu. Sá heitir Brian Oxman. Hann mtm hafa staðið sig einstaklega illa í réttarhöldunum og til dæmis sofið þegar mikilvægir vitnisburðir voru í gangi. Heimildir herma að Meser- eau hafi verið búinn að segja Oxman að hans væri ekki þörf í gær, eftir viku fjarveru. Oxman mætti eigi að síður en Mesereau rak hann í al- menningssætin. Eftir réttarhöldin sáust þeir í há- vaðarifrildi úti á bílastæði. Þá segja heimildir að Mesereau hafi líkað ein- staklega illa að komast að því að Kassim Abdool Mátti ekki bera vitni um aö hafa færtJackson vaselin þegar hann var með ungum dreng inni I svefnherbergi sínu. Oxman hafði í eldra máli gegn Jackson lagt fram gögn sem gengu þvert gegn því sem Mesereau hefur haldið fram í núverandi réttarhöld- um. Týnd systkini í Georgíu fundust látin Bandarískum matvælaiðnaöi nóg boðiö Hulin slími í skólptjörn Offita er ekkert vandamál Leitin að systkinunum Jonah, 3 ára, og Nicole, 2 ára, hlaut sorglegan endi á mánudaginn þegar þau fund- ust látin nálægt heimili sínu. Þeirra hafði verið saknað frá því á laugar- dagskvöldið þegar þau hurfu af heimili sínu. Lík barnanna fannst í lítilli frá- rennslistjörn úr skólplagnakerfi ná- lægt heimili þeirra í bænum Warrenton í Georgíu fylki á mánu- deginum. Lögregla hafði þá þegar leitað á þeim stað. Hins vegar var tjörnin þakin slími sem talið er að hafi getað hulið líkama þeirra í fyrri leitinni. Að sögn talsmanns rannsóknar- lögreglu Georgíu, Johns Bankhead, er ekki hægt að segja til um hvort um slys eða glæp var að ræða. Þó er búið að útiloka að bamaníðingur hafi verið að verki. Strax var athugað hvort slíkur væri í nágrenninu enda Sorgaratburður Ibúar heimabæjar Nicole og Jonah eru flemtri slegnir vegna harm- leiksins. nokkur tilvik um að börnum hefði verið rænt og þau myrt undanfarið í Georgíu og nálægum fylkjum. Krufn- ing á líkum barnanna fór fram í gær. Auglýsingaherferð sem gerir lítið úr offituvanda Banda- ríkjamanna hefur verið sett af stað í öllum stærstu dag- blöðum Bandaríkj- anna. Samtökin Mið- stöð fyrir frelsi neyt- enda er pólitískur þrýstihópur í höfuð- borginni Washington sem studdur er af bandaríska matvæla- og veitingaiðnaðin- um. Auglýsingaherferðin byggir á nýrri rannsókn stofnunar banda- rískra heilbrigðisyfirvalda sem segir að offituvandinn sé ekki eins slæmur og haldið hafi verið fram. Undanfar- in ár hefur offita verið sett í sama flokk og reykingar og hjartaáföll hvað varðar dauðsföll. Þetta hefur vakið upp harða gagnrýni á skyndibitastaði og veitingastaði í ódýr- ari kantinum. Þeir eru ásakaðir um að dæla eitri í Banda- ríkjamenn. Talsmaður sam- takanna sem standa á bak við auglýsing- arnar vill ekki gefa upp nákvæmlega hverjir styrkja þau og sömu sögu er að segja um fyrirtæki sem spurð hafa verið. Svar talsmanna þeirra er yfir- leitt á þá leið að þeir viti það ekki. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa ekki samþykkt nýju rannsóknina og segjast standa við fyrri yfirlýsingar um skaðsemi offitunnar. Vandamál eða ekki Flestir vilja meina að offita sé vandamál I Bandarikjunum nema þeir sem sjá fyrir matnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.