Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2005, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2005 Sálin DV Leyfðu eldra systkini að fylgjast með Þegar þau gleðitíðindi berast fjölskyldunni að nýtt barn sé á leiðinni í heiminn skaltu ekki gleyma þeim börnum sem komu á undan. Leyfðu barninu að fylgjast með á meðgöngunni og búa það sem allra best undir komu litla bróður síns eða systur. Taktu til dæmis barnið með í sónarskoðunina og gefðu því eitt eintak af sónarmyndinni til að sýna vinunum í skólanum. Spyrjið hvort því líkar við nöfnin sem þið foreldrar veltið fyrir ykkur. Allt slíkt dregur úr afbrýðisemi sem kann að myndast hjá barninu gagnvart ófæddu yngra systkini. Feng shui í hvelii Samkvæmt Feng shui hef- ur skipulagn- ing heimilis okkar inikil áhrifálíðan okkar og lffs- viðhorf. Ef heimiliö er í óreiðu er mjög lfk- legt aö fjármál þín og sálarlíf séu þaö Ifka. Hér eru nokkur ráö sem hjálpa þér aö koma Feng shui inn í líf þitt þér til hags- bóta. Byrjaðu á því að þrffa og taka til á heimifi þínu og vinnustað, losaðu þig við alft sem þú notar ekki lengur. Ef eitthvað þarfnast viðhalds skaltu strax gera við það eða losa þig við það. Farðu í gegnum alla litlu hlutina sem hafa hrannast upp í kringum þig, til dæmis bréf, blöð og reikninga. Losaðu þig við allt sem þú mátt missa og byrjaðu á því að koma skipulagi á hlutina og losa þig við þá jafn- harðan og þeir hafa lokið sínu hlutverki. Skreyttu heimili þitt með plöntum og haltu þeim við góða r heilsu. Gættu f þess að lýsingin sé ekki skerandi en einnig að engin dimm skúmaskot leynist í húsinu. Reyndu að velja þér húsgögn sem ekki hafa skarpar eða odd- hvassar brúnir. Takmarkað siálfsálit skaðar heilsu Margir læknar hafa látið í ljós áhyggjur yfir því að aukin ímyndardýrkun vestræns samfé- lags leiði til fjölda heilsufars- vanda. Alls staðar blasa við tákn- myndir fullkomnunar og segja margir að þær verði sífellt óraun- verulegri og fjarlægari hinum venjulega meðaljóni og -jónu. Læknar hafa því séð aukna ástæðu til þess að hvetja fólk til að læra að meta sjálft sig út frá eigin forsendum, líta til kosta sinna fremur en galla og fyrir alla muni borða á skynsamlegan máta. Vert sé að hafa í huga að gott sjálfsálit gerir þá kosti sem fólk býr yfir enn sýnilegri. Andrés Guðmundsson kraftajötunn og framkvæmdastjóri Icefitness-keppnanna fyr- ir fullorðna, hefur nú fært út kvíarnar og stendur fyrir fitness-móti meðal grunn- skólakrakka. Hann segir keppnina henta krökkunum vel og til þess fallna að vekja áhuga þeirra á heilsusamlegu líferni og hreyfingu. „Það er frábært að vinna með þessum krökkum og greinilegt að hér eru efnilegir keppendur á ferð,“ segir Andrés Guðmundsson fram- kvæmdarstjóri Icefitness og skipu- leggjandi UMSK-grunnskólamóts- ins í fitness, sem haldið verður næst- komandi föstudag í Varmá í Mos- fellsbæ, meðal nema í 10. bekk í átta grunnskólum. Andrés segir hugmyndina hafa kviknað fyrir um það bil tveimur mánuðum. Hann hafi áttað sig á því að afar h'tið hefði verið um íþrótta- keppnir milli skóla í langan tíma jafnvel þótt keppt sé í söng, mælsku- list og mörgu fleiru. Hann ákvað að láta reyna á áhuga skóla innan um- dæmis UMSK og fann fljótlega að þetta mæltist vel fyrir. Næstum eins og hjá þeim fullorðnu Andrés hefur skipulagt Icefit- ness-keppnir fýrir fullorðna síðustu ár og hefiir því talverða reynslu af umstangi í kringum slíkar keppnir. Hann segist verða var við mikinn áhuga meðal yngri keppenda eins og þeirra sem eldri eru enda sé þetta íþrótt sem allir geta haft gam- an af. „Fitness-íþróttin hentar krökkum mjög vel því það er ekki verið að keppa með þyngdir heldur með sjálfan sig. Mikið hefur verið rætt um hreyfingarskort meðal barna og unglinga og teljum við að svona keppni geti gert mikið til að vekja athygli og áhuga krakka á því að hugsa vel um líkama sinn. Þau fara eftir nákvæmlega sömu braut- um og eldri keppendur en það er vitanlega ekki keppt í samanburði á líkömum þeirra, það passar ekki strax," segir Andrés og hlær. Krakkarnir þekkja þetta „Krökkunum þykir þetta mjög spennandi, þau þekkja brautirnar úr sjónvarpinu og finnst spennandi að reyna sig. íþróttakennararnir hafa einnig tekið mjög vel í þetta en þeir velja tvær stelpur og tvo stráka til að keppa fýrir hönd síns skóla. Sumir skólar hafa jafnvel haft svona fitness-þema í skólatímanum en ég veit að af því hafa krakkar mjög gaman enda brýtur það upp hefðbundna kennslu hjá þeim en fræðir þau um leið.“ Allir hafa gaman af Andrés segir að enn sem komið er sé þetta prufuverkefhi en hug- myndir eru um að leita að keppend- um í öllum skólum á landinu á næsta ári, halda undankeppnir og gera þetta að árlegum viðburði. „Það er alveg rosalega gaman að sjá alla þessa efriilegu krakka spreyta sig og hálfótrúlegt að sjá hvað þau eru góð. Við gefum svo áhorfendum færi á að spreyta sig eftir að keppninni hjá krökkunum lýkur," segir Andrés glettnislega. „Egheld að það sé mjög lfldegt að einhver finni sig í þessari íþrótt við að prófa hana. Þetta minn- ir einna helst á gamla Tarzanleikinn sem allir hafa svo gaman af." þeir sem vilja kynna sér keppnina frekar er bent á vefsíðuna icefit- Eldri kepp- endur að leik Hérsjásteldri keppendur spreyta sig en þeirra keppni verðurhaldin 30. april. karen@dv.is Flottir krakkar í formi Andrés segir krakkana mjög áhugasama. Ráð til að takast á við prófkvíða Nú líður að prófum og talað er um að fdlk uppskeri eins og það sáði yfir veturinn. Margt getur þd spilað inn í og er prdfkvíði einn þeirra þátta sem helst er talinn spilla fyrir árangri á prdfum. Þegar þú kemur inn í prdfio skaltu: 1. Koma þér vel fyrir í stólnum. 2. Teygja vel úr stirðum vöðvum og slaka á. 3. Andaðu djúpt að þér og byrjaðu. Þegar kvíðinn sækir að 1. Einbeittu þér að því að anda djúpt og rólega. 2. Fólk sem kvíðir prófum á til að brjóta sig niður með neikvæðni. 3. Hugsaðu á uppbyggilegan hátt, viðurkenndu að prófið er erfitt en þú munir gera þitt besta. í prdfinu 1. Lestu fyrirmælin vandlega yfir. 2. Áætlaðu tíma fýrir hverja spurn- ingu eða verkefhi. 3. Skiptu um stellingar til að hjálpa þér að slaka á. 4. Ef ekkert svar kemur upp í hug- ann skaltu fara í næstu spurningu og snúa þér að hinni síðar. 5. Ef prófið er með ritgerðarspum- ingu sem þú veist ekki alveg svarið við skaltu engu að síður byrja að svara einhveiju í tengslum við svarið - það gæti leitt þig áfram. 6. Ekki fara í kerfi þegar einhverjir nemendur standa upp og skila prófunum. Það em ekki veitt verð- laun fýrir að vera fýrstur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.