Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2005, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ2005
Sport DV
Eggert
þjálfar Val
Eggert Maríuson, fyrrverandi
þjálfari ÍR, iiefur verið ráðinn
þjálfari Vals í meistaraflokki karla
í körfuknattleik til næstu tveggja
ára. Valur hefur næsta haust sitt
þriðja tímabil í röð í næstefstu
deild og stendur til að byggja upp
sterkt lið að Hlíðarenda sem muni
sóma sér vel í slag þeirra bestu.
Eggert
hefur
núverið
fenginn til
aðleiða . - ?’ ■ '
þaðátak. * .
BirgirGuð- * \|*|'|
finnsson hefur
stýrt Valsliöinu V
undanfarin tvö
ár en Eggert hef-
urnáðgóðum
árangri með ÍR
og stýrði liðinu í
undanúrslit í
úrslitakeppni
íslandsmóts-
ins í vor.
Menn leiksins
hjá
áhorfendum
Aiiorfendur völdu menn
leiksins í Landsbankadeildinni
fram á sunnudag með því að
hringja og senda skilaboð til Og
Vodafone. í leik FH og Grinda-
víkur var Tryggvi Guðmundsson
maður leiksins og kom það fáum
á óvart. Frammistaða Kristjáns
Finnbogasonar með KR gegn
Fram féli vel (kramið. Annar
markvörður, Fjalar Þorgeirsson
hjá Þrótti, þótti bestur gegn Fylki
og Pétur Runólfsson hjá IBV var
maður fólksins í leik ÍBV og
Keflavík.
Slæmf gras á
Siglufirði
Leikmenn KS eiga enn eftir að
leika fyrir heimamenn á Siglufirði
í 1. defldinni í knattspymu. Liðið
hefur leikið tvo leiki, gegn Þór og
Víkingi Ólafsvfk og hafa báðir
leikimir tapast en þeir voru báðir
á útivelli. I þriðju umferöinni er
áætlað að KS taki á móti FIK næst-
komandi laugardag en fram kem-
ur á heimasíðu liðsins að heima-
völlurinn verði tæpast tiibúinn í
tæka tíð og því ailar líkur á að
leikurinn verði á heimavelli HK.
Völiurinn mun einfaidlega ekki
vera leikhæfur og er ekki útlit fyrir
hiýindi á næstu dögum norðan
heiða.
Golfarar fá
fersk föt
Atvinnukylfingarnir Birgir Leif-
ur Hafþórsson, Ólafur Már Sig-
urðsson og Ólöf María Jónsdóttir
liafa gert þriggja ára samning við
66‘Norður. Þau munu æfa og
keppa í fatnaði frá fyrirtækinu og
auk þess taka þátt í hönnun á
nýrri línu fatnaðar fyrir golfara
sem iiafin er framleíðsla á. Fyrstu
flíkurnar úr þessari nýju línu hjá
66*Norður koma í verslanir í byrj-
un júní en þær verða bæði seldar
hér heima og erlendis. Birgir,
Ólafur og
Ólöf
munu
takaþáttí
fjölda
mótaá
þessu ári
en þau
eruað
reyna fyrir
sér á at-
vinnu-
manna-
mótumí
Evrópu.
Hinn íslenski rallíheimur missti mikið á dögunum þegar bræðurnir Rúnar og
Baldur Jónssynir ákváðu að taka ekki þátt í mótum sumarsins
Rúnar Jónsson er einn sigur-
sælasti íþróttamaður sem ís-
land hefur alið af sér. Fyrir um
þremur árum greindist hann
með æxli í höfði og þurfti að
ljúka keppni en hann sigraðist
á erfiðleikunum og hélt áfram
að vinna íslandsmeistaratitla.
Nú hefur hann tekið þá
ákvörðun að vera ekki með í
sumar eftir að hafa ráðfært sig
við lækna en segir þá ákvörð-
un hafa verið auðvelda því
nauðsynlegt hungur í titla sé
ekki lengur til staðar - hann
hafi unnið allt sem hægt sé að
vinna.
„Málið er svo sem ekki flókið. Ég
hef ákveðið að vera ekki með í sum-
ar af persónulegum ástæðum. Ég er
ekki alveg í nógu góðu standi til að
keyra rallí núna og þess vegna höf-
um við ákveðið að hvfla þetta alveg
núna bræðurnir, enda orðnir mjög
saddir. Þetta hefur verið ein sam-
felld sigurganga hjá okkur og okkur
þótti bara kominn tími til að hægja
ferðina," sagði Rúnar við DV Sport
en þeir bræður keppa með liði JR
Ragnarsson sem hefttr verið áskrif-
andi af íslandsmeistaratitlinum allar
götur síðan 1975.
Frábær endurkoma
„Það lá strax fyrir í haust hjá okk-
ur að fara jafhvel ekkert af stað í ár
og við vorum í rauninni lítið farnir
að horfa til sumarsins. Svo kemur
það upp að ég er ekki alveg í nógu
góðu standi sjálfur sem ég hef í raun
vitað í nokkra mánuði. Þegar styttist
í fyrstu keppni þá lá ákvörðunin
Nánir feðgar Jón Ragnarsson kyssir hér
Rúnar son sinn á góðri stundu.
endanlega á borðinu.
Ég veiktist árið 2002 og hætti það
árið til að að fara í aðgerð í Svíþjóð.
Síðan kom ég enn aftur 2003 og
vann titilinn bæði þá og í fyrra þegar
við keyrðum hraðasta rallí sem hef-
ur farið fram á íslandi. Eftir þetta var
maður orðinn ansi saddur eiginlega
eftir að koma svona til baka og sýna
að maður gæti þetta enn þá,“ sagði
Rúnar.
Bræðurnir bestir
Engir ökumenn á íslandi hafa
komist með tærnar þar sem þeir
Rúnar og Baldur hafa haft hælana
undanfarin ár og því er kannski ekki
óeðlilegt þó hugur þeirra bræðra
hafi stefnt annað.
„Við erum búnir að vera ansi
lengi í þessu bræðurnir og höfum
unnið allt sem hægt er að
vinna. Við höfum verið í
ákveðnum sér-
flokki hvor í
sinni stöðu á
þessum mót-
um eins og
úrslitin bera
með sér. Við
erum þess
vegna alveg
sáttir við stöðuna
eins og hún er í dag,“ sagði Rúnar
sem hefur unnið þrjá íslandsmeist-
aratitla sem aðstoðarökumaður og
tíu sem aðalökumaður. Blaðamanni
lék forvitni á að vita hvort hann væri
endanlega búinn að leggja stýrið á
hilluna.
Stýrið ekki á hilluna
„Ég er búinn að leggja það á hill-
una þetta árið, það er alveg útséð
með það,“ sagði Rúnar. „Eg hins
vegar ætla ekki að fullyrða neitt
meira um það. Maður tekur bara eitt
ár í einu og ég vil ekki lýsa meiru yfir
en að ég verð ekki
með í
ár.
Svo verður maður bara að sjá til í
framtíðinni hvert hungrið leiðir
mann eða hvort það verður þá til
staðar."
Blaðamaður spurði Rúnar að lok-
um hvað væri eftirminnilegast á ferl-
inum fram að þessu.
„Það er erfitt að segja. Ætli það sé
ekki eftirminnilegast þegar ég vann
fyrsta íslandsmeistaratitilinn minn.
Þá vann ég nokkuð óvæntan sigur á
ekkert mjög aflmiklum bfl man ég.
Annars er síðasti titiilinn alltaf sá
sætasti í minningunni hverju sinni,"
sagði rallkappinn magnaði Rúnar
Jónsson. baidur@dv.is
A hraðferð Olfsbíllinn
verður ekki á ferðinnií
sumar en þessi bfll
hefur unnið ansi mörg
mót sfðustu árin.
irsælir Bræðurnir Baldur og
jr Jónssynir hafa fagnað
an mörgum sigrum. Þeir eru
tir saddir enda hafa þeir
ð allt sem hægt erað vinna.
Leikmenn Chelsea fögnuðu um helgina
Eiðurviðhlið Romans
250 þúsund stuðningsmenn
Chelsea flykktust út á götur Lund-
únaborgar um helgina til þess að
hylla Englandsmeistara Chelsea
sem keyrðu um í vel skreyttum,
tveggja hæða strætó.
í fremstu röð í strætónum var
Eiður Smári lengst til vinstri við hlið
eiganda félagsins, Romans Abram-
ovich, og sonar hans. Einnig voru í
fremstu röð þeir Joe Cole og John
Terry og segir þessi uppröðun ansi
margt um það hver staða Eiðs Smára
er innan Chelsea.
Fyrir aftan í næstu röð voru síðan
Fratflc Lampard, Arjen Robben og
fleiri snillingar. Jose Mourinho,
stjóri félagsins, kaus að láta fara lítið
fyrir sér og sat aftast í strætónum
með varamönnum liðsins sem lítið
fengu að leika í vetur. Allir leikmenn
liðsins nema Ricardo Carvalho,
Paulo Ferreira og Damien Diff tóku
þátt í fagnaðarlátunum.
Gleði, gleði, gleði... Leikmenn Chelsea fögnuðu vel og lengi með stuðningsmönnum sínum
um helgina þegar þeir keyrðu um götur Lundúna í opnum strætó. A þessari mynd má meðal
annars sjá Eið Smára Guðjohnsen, Roman Abramovich, Arjen Robben, John Terry og Frank
Lampard. Reuters