Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Blaðsíða 10
1 0 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Steingpp"1 J. Sigfússon
Mikill ræðuskörungur og
traustur maður.
Getur verið smámunasam-
ur og hefur litla tilfinningu
fyrir fatasmekk. Stjórn-
málaskoðanir hans eru um-
deildar. Hann er þrátt fyrir
allt traustur vinur og góður
fjölskyldufaðir.
„Hann Steingrímur er
mikill ræðumaður, fylginn
sér og er mjög þægilegur í
návist. Það er hægt að
treysta Steingrími vel.
Hann á það samt til að vera
með barnalegan hégóma á
köflum og eiga smáatriðin tilað
rugla aðeins eðli hans."
Lúövík Bergvinsson, þingmaður Sam-
fylkingarinnar.
„Steingrímur er heiðarlegur
keppninautur og drengur
góður. Mikill mælskusnill-
ingur og rökfastur. Hann
er traustur vinur sem gott
er að eiga að og góður
fjölskyldufaðir. Stærsti galli
hans eru pólitísku skoöanir
hans, sem er stórkostlegur galli.
Einnig ersmekkleysi í fatavali
hans galli, hann mætti vera
betri á þvl sviöi."
Ingi Björn Albertsson, starfsmaöurá fast-
eignasölu.
„Hann er þrælduglegur, klár,
mikill vinnuþjarkur.
Hann er með mætustu
mönnum sem nú sitja á
Alþingi. Málefnalegur
og undirbýrsln mál vel.
Hann talar ágæta Islensku og
það er mikill kostur. Ég þekki
hann ekki nógu vel til að vita
hvað hann er gallaður en mér
hefurstundum ekkifundist
hann nógu einlægur I afstöðu
sinni til sjávarútvegsfyrirtækja á
Norðurlandi."
Guörún Helgadóttir, rithöfundur.
Steingrímur Jóhann Sigfússon fæddist
þann 4.8. árið 2005. Hann er formaður
Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboös
og situr á Alþingi fyrir flokkinn. Hann er BS í
jarðfræÖi frá HÍ og hefurprófí uppeldis- og
kennslufræðum frá HÍ. Steingrímur var mik-
ill frjálslþróttakappi á sínum yngri árum.
Steingrímur er giftur Bergnýju Marvinsdótt-
ur lækni og eiga þau saman þrjá syni, þá
Sigfús, Brynjólfog Bjart.
Nú má heita
Ljósálfur
Mannanafnanefnd
komst aö þeirri niðurstöðu
á fundi sínum 30. maí sl. að
nokkur ný nöfn skuli færð á
mannanafnaskrá, þar á
meðal karlmannsnöfnin
Ljósálfur og Spartakus.
Nefndin komst einnig að
því að kvenmannsnöfnin
Janetta og Diljan uppfylli
öll nauðsynleg skilyrði.
Meðal þeirra nafna sem
nefndin hafnaði voru nöfn-
in Annarósa, Elínheiður og
Eleonóra. Hafnað var karl-
mannsnafninu Hnikarr, á
þeirri forsendu að -rr end-
ingin hafi ekki áunnið sér
hefð í íslensku máli.
Lögfræðingar luku sínum þætti í réttarhöldunum yfir Michael Jackson þegar þeir
fluttu lokaræður sínar frammi fyrir kviðdóminum. Saksóknarar deildu hart á
Jackson á meðan verjendur hans deildu á ákærendur söngvarans.
Síöasti dagur Jacksons
fyrir réttlætið
„Líðurykkur vel með að vita að
miðaldra maður leggst upp
irúm með unglingspiltum?"
Michael Jackson er síbrota barnaníðingur sem á við áfengis-
vandamál að stríða og kominn tími til að hann fái að svara til
saka vegna allra þeirra ungu drengja sem hann hefur misnotað.
Þetta var megininntakið í loka-
ræðu Ron Zonen, eins saksóknar-
anna sem sækja málið gegn Jackson.
Þessi hörðu lokaorð komu á föstu-
daginn. Þegar saksóknarar og verj-
endur í máli Michael Jacksons luku
sínum hlutverkum í málinu eftir erf-
iða flóra mánuði. Nú tekur kvið-
dómurinn við.
Jackson mætti á lokadegi réttar-
haldanna með þrjá bræður og systur
sínar Latoyu og Janet sér við Uið.
Hann er ákærður fyrir að hafa
tvisvar misnotað Gavin Arvizo árið
2003, þegar Arvizo var 13 ára, hellt
hann fullan þó nokkrum sinnum og
reynt að halda fjölskyldu Gavins i
gíslingu svo þau tækju þátt í að taka
upp myndband, sem sýndi söngvar-
ann í betra ljósi en birtist í heimild-
armynd sem gerð var um hann.
Verði Jackson dæmdur sekur má
hann búast við 21 ári í fangelsi.
Miðaldra klámhundur
„Líður ykkur vel með að vita að
miðaldra maður leggst upp í rúm
með unglingspiltum, þegar hann á
svona efni sem æsir hann upp?“
spurði Zonen kviðdómendur á með-
an hann sýndi þeim klámblöð sem
gerð voru upptæk á búgarði
Jacksons, sum þeirra ætluð homm-
um. Hann notaði einnig vitnisburð
fyrrverandi öryggisvarðar Jacksons.
Sá sagðist eitt sinn hafa sótt vasel-
índollu fyrir Jackson þegar Arvizo
var inni í herbergi með poppstjöm-
unni. Vitnisburður sem ekki mátti
nota í vitnaleiðslum réttarhaldanna.
Svikull lygari
Thomas Mesereau, verjandi
Michaels Jackson, eyddi fyrstu 25
mínútmn lokaræðu sinnar í að rakka
móður Gavins niður. Hann kallaði
hana lygara sem lifði á að svindla á
félagslega kerfinu. Svikahrapp sem
ekki hefði vflað fyrir sér að nýta sér
veikindi Gavins, sem var að jafna sig
af krabbameini árið 2003, til að ná
Vel studdur Aödáendur Jacksons hafa all-
an tímann fjölmennt fyrir framan dómshúsiö
þarsemmál Jacksons fer fram.
peningum af Jackson. Hann sagði
einnig að neysla áfengis og lestur á
klámblöðum væm ekki glæpir.
Mesereau sagði að lokum: „Sum-
ir segja að hann [Jackson] sé betur
þekktur um heim allan en Elvis."
Gjaldið sem hann greiddi fyrir það
væri einmanaleiki og vandkvæði við
að vita hverjir væm hans sönnu vin-
Um tvö þúsund fréttamenn hafa
fylgst náið með framgangi málsins
og var búist við því í gær að þeir
myndu tjalda fyrir utan dómhúsið og
bíða niðurstöðunnar.
Verði Jackson dæmdur fyrir að
níðast á börnum fer hann í fangelsi í
meira en tvo áratugi.
Með pabba Foreldrar Jacksons hafa verið óþreytandi við að styðja við bak sonar síns sem
margir telja að eigi góðar llkur áað vera sýknaður.
Forvitnilegar niðurstöður rannsóknar
Reiði í garð bresks farsímafyrirtækis
Þrýstnar konur lifa lengur
Konur með ávalar línur em lík-
legri til að Ufa lengur heldur en kyn-
sysmr þeirra sem skarta mjórri
mjöðmum. Þetta em niðurstöður
rannsóknar sem dönsk rannsóknar-
stöð í fyrirbyggjandi lækningum
sem staðsett er í Kaupmannahöfh
framkvæmdi og kynnti í síðustu
viku.
önnur niðurstaða sem fékkst var
sú að vel þrýstnar mjaðmir virtust
gegna því hlutverki að verja konur
gegn kvillum í hjarta. Það lítur út
fyrir að konur sem eru með
mjaðmamál undir einum metra hafi
eldd þessa vernd. Ástæðan ku vera,
að mati vísindamannanna sem
framkvæmdu rannsóknina, sú að
fitan sem sest utan á mjaðmir
kvenna inniheldur náttúruleg
bólgueyðandi efni. Þessi efni koma í
veg fyrir að slagæðar bólgni upp og
stíflist.
Stundaglasið Mariiyn Monroe er holdgerv-
ingur kvenmannsvaxtar sem oft er líkt við
stundaglas.
Vísindamennirnir rannsökuðu
frá árinu 1987 til 1988 um 3000
menn og konur. Undanfarin ár hafa
þeir síðan farið yfir heilsufarsskýrsl-
ur upp að 1998 til að sjá hversu
margir þjáðust af hjartasjúkdómum,
fram að 2001 til að sjá hversu margir
væru látnir.
02 græðir á
góðgerðatónleikum
Breska farsímafyrirtæk-
ið 02 þvertekur fyrir það að
gefa frá sér þá peninga sem
koma munu inn vegna
SMS-happdrættis sem
haldið verður í sambandi
við Live 8 tónleika Bob
Geldofs, styrkartónleika í
ætt við Live Aid tónleikana
sem hann hélt á síðustu
öld. 02 ætlar því ekki að
feta í fótspor Gordons
Brown, fjármálaráðherra
Bretlands, sem ætlar að af-
Bob Geldof Engin við-
brögð hafa heyrst frá
honum vegna þeirrar
græðgi sem 02 er ásak-
að um.
skrifa 500 þúsunda punda (um 60
milljónir króna) skatt sem átti að
leggja á uppákomuna.
Talið er að um 70 milljónir SMS-
skilaboða verði send vegna happ-
drættisins sem hefst í dag, og þar
sem fólk getur unnið sér
inn miða á Live 8 tónleik-
ana. Talið er að 02 muni
raka inn um 7 mflljónum
punda (rúmum átta millj-
örðum króna) vegna
þessa. Breskir stjómmála-
menn eru æfir vegna
þessa og segja þetta
ósmekklega hegðun af
hálfu fyrirtækisins. Einn
þeirra sagði að svo virtist
að þegar von væri á ein-
hverjum peningum ein-
hvers staðar væru farsímafyrirtækin
ávallt boðin og búin til að taka þátt.
Hann segist ekki skilja hvernig þau
geta ekki bara leyft frí afnot af far-
símakerfum sínum fyrir góðgerða-
starfsemi.