Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ2005 Sport DV 'Kluivert valdi Valencia Sóknarmaðurinn Patrick Klui- vert hefur ákveðið að ganga til liðs við spænska liðið Valencia en hann fer til liðsins á frjálsri sölu frá Newcastle. Kluivert fann sig aldrei ahnennilega í svart/hvftum búningi Newcastle og skoraði sex mörk í ensku úr- valsdeildinni. Hann mun gangast undir læknisskoðun í vikunni og efhann stenst .1 1. 1%-:: := hann ^r' f I f / II skrifa ’ ? £ W § | undir | II I /gtek þriggja ára ® fl samning .»■ við félagið. Quique Sanchez Flores mun stýra Val- encia á næstu leiktíð en hann þjálfaði Getafe. Kluivert er annar leikmaðurinn sem Valencia fær á innan við viku en hinn brasilíski Edu gerði fimm ára samning við félagið á miðvikudag og kemur frá Arsenal. Del Horno og Kaladze tll Chelsea Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Chelsea sé ná- lægt því að kaupa spænska lands- liðsmanninn Asier Del Homo frá Athletic Bilbao og hann er einnig á höttunum eftir Georgíumannin- um Kakha Kaladze sem spilar með AC Milan. Báðir eru þeir varnarmenn en Del Homo er ívið dýrari en hann er metinn á 12 milljónir punda. „Við erum að ræða við hann og við ætlum einnig að kaupa miðju- og sókn- armann," sagði Mourinhoe en Kaladze getur ekki beðið eftir að ganga í raðir félagsins. „Það er allt klárt milli mín og Chelsea og nú er vonandi að félögin nái saman. Ég er ekki búinn að pakka niður en verð fljótur að því þegar kallið kemur," sagði Kaladze. Chelsea að missa sig? Michael Essien er ekki eini leikmaðurinn hjá Lyon sem Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, vill fá fyrir næsta tímabil. Hann hefur einnig áhuga á liðsfé- laga hans, Mahamadou Diarra, sem er miðjumaður. Diarra spil- aði stórt hlutverk hjá Lyon sem varð franskur meistari á leiktíð- inni en hann er landsliðsmaður frá Malí. Jean-Michel Aulas stjórnarformaður franska liðsins hefur sagst ekki ætla að selja lykil- menn liðsins en ekki er ólfldegt að honum snúist hugur þegar Rom- an Abramovich leyfir honum að skoða í budduna sína. Emre til Newcastle? Þær sögusagnir eru nú orðnar ansi háværar að tyrkneski miðju- maðurinn Emre sé á Ieið til Newcastle United. Hann yrði þá fyrstu sumarkaup Graeme Sou- ness. Ernre sló í gegn á Heíms- meistaramótinu 2002 en hefur ekki orðið sú stjarna hjá ftalska liðinu Inter Milan sem vonast var eftir. Talið er að kaupverðið á leikmanninum verði fjórar millj- ónir punda en Everton var einnig að reyna að fá hann í sínar raðir. Souness veit af því að töluverð pressa er á honum að gera mun betur á næsta tímabili en á því sem nú er nýliðið. Þjálfari ungverska landsliðsins var valinn besti knattspyrnumaður heims 1991, ári eftir að hann varð heimsmeistari með Þýskalandi þar sem hann tók við bikarnum sem fyrirliði. Atli Eðvaldsson þekkir vel til kappans og rýnir hér í hans stíl. Meiddur Meiðsli Dwayne Wade gætu sett strik Ireikninginn fyrir Miami Úrslitakeppni NBA í fyrrinótt Miami ívænlegri stöðu Miami Heat lagði Detroit 88-76 í fimmta leik liðanna í fyrrinótt og þarf því aðeins einn sigur íviðbót til að tryggja sig í úrslitaleikina gegn San Antonio Spurs, sem sigruðu Phoenix örugglega 4-1 á dögunum. Það var ekki síst fyrir frábæran leik minni spámanna liðsins sem þeir náðu að leggja meistarana í fimmta leiknum, því Shaquille O’Neal er enn aðeins hálfdrættingur vegna meiðsla, þótt hann hafi að vísu verið stigahæstur hjá Miami með 20 stig. Liðið varð fyrir nokkru áfalli í byrjun síðari hálfleiks, þegar Dway- ne Wade, oft kallaður Hvell-Geiri, tognaði á vöðva og varð að fara af leikvelli. Wade gat lítið beitt sér eftir það og hafa meiðsli hans sett nokk- urt strik í reikninginn fyrir Flór- Liðið varð fyrir nokkru áfalli í byrjun síðari hálfleiks, þegar Dwayne Wade, oft kallaður Hvell-Geiri, tognaði á vöðva og varð að fara afvelli. ídaliðið, sem stefnir nú á að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögunni. Meistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi í leiknum og eru nú komnir með bakið upp að vegg í einvíginu. Líklegt verður þó að telj- ast að þessi sería fari alla leið í sjö leiki eins og margir hafa spáð, því liðin eru mjög jöfn. baidur@dv.is „Þegar Lothar Matthaus var að koma upp, 16-17 ára gamall, var það mál manna að þarna væri eitt mesta efni sem sem sést hafði í þýska boltanum. Hann hafði eiginlega allt sem þarf til að prýða toppleik- mann, mikinn hraða, tækni og frábæra skottækni. Hann var duglegur að vinna boltann og fara síðan fram völlinn af miklum krafti og endaði oft á skoti. Hann skoraði mörg glæsileg mörk af 20-30 metra færi.“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari, spurður út í Lothar Matthaus, þjálfara Ungverjalands. Lothar Matthaus hefur tekið þátt í fimm Heimsmeistarakeppnum með Þýskalandi sem leikmaður, þar á meðal 1990 þegar liðið vann heimsmeistaratitilinn með hann sem fyrirliða. „Þetta er maður sem býr yfir miklum tilfinningum varð- andi fótboltann og hefur oftar en ekki lent í útistöðum vegna þeirra. Hann er rosalega umdeildur og má eiginlega segja að annaðhvort líkar manni mjög vel við hann eða gjör- samlega þolir hann ekki." Matthaus þjálfaði áður Partizan Belgrade en lenti í útistöðum við lið- „Það eru mjög skiptar skoðanir á honum sem þjálfara í Ung- verjalandi. Hann hef- ur þurft að takast á við harða gagnrýni en staðið ágætlega eftir hana." ið og sagði upp. „Það eru mjög skipt- ar skoðanir á honum sem þjálfara í Ungverjalandi, hann hefur fram- væmt margar umdeildar ákvarðanir, til að mynda tekið ýmsa yngri leik- menn framyfir eldri og reyndari menn. Hann hefur þurft að taíkast á við harða gagnrýni en staðið ágæt- lega eftir hana.“ Vel spilandi lið Atli reiknar með að Matthaus láti Ungverjaland spila 3-5-1-1 í leikn- um gegn íslandi. „Ég sá þá spila gegn Frakklandi og þar léku þeir þetta kerfi. Þetta er vel spilandi lið, eru fastir fyrir og hafa mjög fljóta menn. Lothar legg- ur áherslu á að menn séu óhræddir við að skjóta og að sóknirnar endi allar með skoti. Þeirra mesta hætta skapast þegar þeir stinga sér inn í gegnum miðsvæðið enda eru snögg- ir leikmenn í þeirra röðum. Imre hættulegur Þeir hafa Imre Szabics í ffemstu víglínu og þar fer mjög hættulegur leikmaður, hann spilar með Stutt- gart og er einn skemmtilegasti leik- maður þýsku deildarinnar. Þetta er leikmaður sem þarf að stöðva, sömuleiðis er Zoltan Gera stór- hættulegur en hann verður líklegast þarna rétt fyrir aftan. Ég býst við því að þeir leiki með þriggja manna vörn og tveir detti þá niður. Varnar- mennirnir eru ekki menn sem við þekkjum en eru þó góðir. Við eigum alveg ágætis möguleika gegn þeim en þá þarf flest að ganga upp. Pressan er ávallt mikil á íslenska landsliðinu en áhorfendur þurfa að sýna þolinmæði í þessum leik. Leik- menn þurfa að koma ákveðnir til leiks og þurfa að gæta þess vel að tapa boltanum ekki á miðsvæðinu því þá gætu þeir verið fljótir að refsa." sagði Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsþjálfari. elvar@dv.is Lothar Matthaus Þessi stórkostlegi knattspyrnumaður hefur ekki átt eins farsæian feril sem knattspyrnuþjálfari, en hann hefur verið mjög umdeildur frá því hann byrjaði að þjálfa. Hann sést hérá æfingu Ungverja I Laugardalnum ígær. Lothar Matthaus Mjög umdeildur bjálíari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.