Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2005 Fréttir DV Hópflug vesturídag Flugmenn á suðvestur- homi landsins hyggjast reyna að fjölmenna til fsa- fjarðar um eftirmiðdaginn í dag. Otto Tynes flugmaður er einn skipuleggjenda ævin- týrisins. Hann segir að þetta verði að fá að ráðast eftir að- stæðum. Menn muni mæta út á völl um hádegisbilið og ráða ráðum sínum. Ef af verði megi búast við fylking- unni vestur um kaffileytið. Spáin er norðaustan 5-10 m/s og skýað með köflum. Barnaperri gengurlaus Barnaperrinn í Reykja- nesbæ er enn ófundinn þrátt fyrir mikla leit. Eng- in ný tilvik hafa borist lög- reglunni í Reykjanesbæ um að perrinn hafi verið að leita á böm, en skóla- yfirvöld ög.foreldrar hafa verið mjög á varðbergi gagnvart manninum. Fréttir herma að hann keyri um á rauðum pallbfl og lokki böm til sín með nammi. Lögreglan segist enn vinna að rannsókn málsins og leitar enn að perranum sem lætur nú fara lítið fyrir sér. Hennannaveiki á íslandi? Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Hermannaveiki tengist ákveð- inni tækni við kælingu húsa og annars staðar þar sem vatn stendurog má líkja við húsa- sótt. Það er skrítið hversu lítið hefur frést aftilfellum sem hafa komið upp hér á landi, sem virðast hlutfallslega miklu stærri I sniðum en svipaðirat- burðirsem fréttir berast af frá útlöndum. Það vekur upp spurningar hvort sé verið að þegja yfir sjúkdómnum hér." Hann segir / Hún segir „Þetta er sjúkdómur sem hefur verið við lýði nokkuð lengi og erfítt virðist að koma í veg fyrir. Hún kemur alltafupp öðru hvoru og við þurfum að vera með öflugar rannsóknir hér og forvarnarstarfsemi. Þegar svona kemur upp hlýtur það að vekja athygli og umræðu og þá þurfum við að spyrja okkur hvort við erum að standa okk- ur í þeirri rannsóknar og for- varnar vinnu sem þarfað vera tilstaðaren til þess að svo verði þarfað efla landlæknis- embættið og sóttvarnir." Margrét Frfmannsdóttir, þingmaöur Samfylkingarinnar. Hermóður Héðinsson, brottrekinn stóriðjugreinir í álveri ísal í Straumsvík, segir starfsmenn ekki fá sína veikindadaga og að slysalaust ár standist engan veginn. Hermóði var sagt upp 1. apríl, þegar hann var í endurhæfingu eftir slys i álverinu. Tveir aðrir fengu að fjúka með honum. IIMSIISÍ W1 l'Ill V- - -- ■, ij*Uíov&ni Hermóði Héðinssyni Var sagt upp störfum þegar hann var I endur- hæfingu. Hrannar Pétursson Upplýsingafulltrúinn segir ásakanir ósmekklega tilraun til að vega að Isal. „Mér og tveimur öðrum var sagt upp í gegnum síma 1. apríl. Okkur var tjáð að við samræmdust ekki starfsmannastefnu fyrir- tækisins og við fengum uppsagnarbréf sent í pósti. Annars var engin ástæða gefin fyrir uppsögninni," segir Hermðður Héðins- son, fyrrum starfsmaður álversins í Straumsvík. Hermóður segist sjálfur ekki hafa fengið aðvörun, eins og í venjulegum fyrirtækjum, og segist jafnframt hafa lent í þremur óhöppum í álverinu eftir starf í sjö ár. Hann vill ásamt öðrum meina að illúðleg vinnubrögð séu við lýði í starfsmannastefnu ísal og að starfs- mönnum sé haldið þar í heljar- greipum. Vinnufélagar söfnuðu fyrir meðferð „Ég fór í áfengismeðferð á síð- asta ári og þeir buðu mér sex daga af 40. Ég neitaði því og starfsmenn á vakt 5 og bekkur 7 í Stóriðjuskóla álversins söfnuðu fyrir mig svo að fjölskyldan gæti haft það af. Ég var alveg launalaus," segir Hermóður og segist ekki hafa viljað fórna sumarfríinu í meðferð eins og hon- um var boðið af forsvarsmönnum ísal. „Hann fékk greidd laun meðan hann var á Vogi í tíu daga,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafull- trúi ísal. „Dóttir mín veiktist svo al- varlega í september á síðasta ári. Hún fékk rauða úlfa og kom upp al- varleg nýrnabilun út af sjúkdómn- um,“ segir Hermóður og kveðst hafa látið yfirmenn sína vita af veik- indum en fengið slæm viðbrögð frá þeim, þrátt fyrir alvarleg veikindi í fjölskyldu sinni. Slysaskýrsla fölsuð „Ég datt þegar ég fór út úr bað- hreinsitæki og slasaði mig alvar- lega. Slysið var skráð en skýrslan hverfur svo. Ég fékk verk í bak, mjöðm og hægri fót. Skýrsla var svo gerð af sjálfum öryggisstjóranum og ég var sagður hoppa niður og að ég haíi jafnað mig. Það er ekki rétt. Ég er enn frá vinnu," segir hann. ísal setti sér það markmið að fækka vinnuslysum á síðasta ári en athygli vekur að einnig átti að fækka veik- indadögum starfsfólks. „Annað hvort eru menn veikir eða ekki. Þetta er bara sýndarmennska hjá þeim,“ segir Hermóður. „Þetta er einungis ósmekkleg tilraun til þess að gera lítið úr frábærum árangri sem starfsfólk hefur náð í öryggis- málum," segir Hrannar Pétursson upplýsingarfulltrúi. Uppsagnarbréf í endurhæf- ingu „Eftir að ég var lagður inn í endurhæfingu út af bakinu í Stykk- ishólmi hringir starfsmannastjóri í mig og boðaði mig í létt störf. Þeir trúðu ekki að ég væri veikur og boð- uðu mig í skoðun hjá trúnaðar- lækni ísal, þrátt fyrir að ég væri í endurhæfingu hjá mínum lækni. Ég neitaði því að koma, eftir ráð frá lækninum mínum," segir Hermóð- ur. „Viðkomandi naut sem starfs- maður allra eðlilegra réttinda, hvort sem þau vörðuðu langvar- andi fjarvistir frá vinnu eða önnur mál. Ásakanir um að illa sé farið með starfsmenn eru fráleitar, enda héldist okkur ekki á fólki ef sú væri raunin," segir Hrannar. Talinn hættulegur Jafnframt segir Hermóður að ekki væri hægt að fá slysabætur, fyrirtækið vildi það ekki. „Vottorð- in mín hafa svo verið dregin í efa af yfirmönnum." „Það er búið að hengja A4-mynd af okkur í hliðinu og okkur er meinaður aðgangur að svæðinu. Það eina sem við höfum til saka unnið var að vinna hjá ísal,“ segir Hermóður. „Þeir sem eiga ekki erindi inn á svæðið fá ekki að fara þangað. Hins vegar er öryggis- gæslu tilkynnt með tölvupósti ef viðkomandi er af einhverjum ástæðum talinn hættulegur," segir Hrannar. gudmundur@dv.is Poppstjarnan mætti ekki fyrir dóm Sterkur orðrómur um breytingar Einar Ágúst er á landsbyggðinni Karl Georg Sigurbjörnsson, lög- maður popparans Einars Ágústs Víðissonar, segir það af og frá að Einar Ágúst sé týndur en eins og greint var ffá í DV á fimmtudag hefur lögreglan gefið út handtökuskipan í hendur honum þar sem hann mætti ekki við aðal- meðferð Dettifossmálsins. „Ég talaði við Einar Ágúst í gær og hann tjáði mér að hann væri úti á landi,“ sagði Karl Georg í samtali við DV í gær. Karl Georg sagði að lögreglan hefði ekki náð að af- henda Einari Ágústi stefnu og því hefði hún gripið til þess ráðs að gefa út handtökuskipun á hann. getur verið erfitt að ná sambandi við Einar Ágúst. Hann er nýbúinn að skipta um símanúmer og er mikið á ferðinni. Mér finnst þetta heldur fljót- færnislegt af lögreglunni," sagði Karl Georg. Að hans sögn er Einar Ágúst vænt- anlegur í bæinn á mánudag. Vilhjálmur segist ekki verða útvarpsstjóri „Þetta er auðvitað algjör fjarstæða," segir Viljálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, þegar hann er spurður að því hvort hann muni taka við stöðu útvarpsstjóra. Sögur þess efnis hafa gengið fjöll- um hærra síðustu vikur en ætlunin er sögð vera að rýma til fyrir Gísla Marteini Baldurssyni í og hann muni svo leiða lista flokksins í næstu kosn- ingum. Markús Örn Ant- onsson, núverandi útvarps- stjóri, átti samkvæmt sögunni að fá sendiherrastöðu. „Ég hef margoft lýst því yfir að ég ætla aftur í framboð í borginni og , Vilhjálmur Þ. Vil borgarstjóm hiálJmsson , hjálmsson Ætlarað leiða Sjálfstæðis- flokkinn til sigurs I borginni. vinna að því að Sjálsfstæðis- flokkurinn komist til valda í Reykjavík á nýjan leik,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann hafi verið orðaður við alls kyns embætti í gegnum tíðina. „Þetta er einfaldlega fjar- stæðukenndur spuni sem gárungarnir em afitaf að búa til um mig og fleiri og ein- hver embætti. Af hverju ekki bara forseti Frakklands, það er alveg eins hægt að segja það," segir Viljhálmur og hlær. Gísh Marteinn Baldursson tók undir með VUhjálmi og sagði ekkert hæft í þessari sögu, hún væri í raun fáránleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.