Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1951, Side 6

Freyr - 01.02.1951, Side 6
30 PRE YR Meðalþyngd Meðalþyngd þyngstra þyngstra Hlutfallstölur tvílembinga einlemb. einlemb. tvílemb. kg kg Hrafnkellsstaðir 94,9 58,2 100 163,1 Grænavatn 95,0 58,4 100 162,7 Þórustaðir 89,5 55,9 100 159,4 Rangá 78,9 50,6 100 155,8 Stafafell 72,3 46,5 100 155,4 Svanshóll (heimafé) . 78,6 50,6 100 155,1 do (þingeyzkt fé) .. 77,3 49,6 100 155,1 Brekka (heimafé) ... 77,1 50,3 100 153,5 Ólafsfjörður 76,4 50,8 100 150,3 Brekka (skaftf. fé) . .. 57,0 39,1 100 145,7 Áætlun um nettóarð tvílembunnar. Frá dregst: Lömb að hausti 80 kg á kr. 4,50 Fóður, 60 f.e. á kr. 1.00= 60.00 hvert kr. 360.00 Hirðing, 18 st. ; á kr. 9.00 = 162.00 — Frá dregst: Fóður, 80 f.e. á kr. 1.00=kr. 80.00 Nettóarður kr. Hirðing, 18 st.á kr.9.00=kr. 162.00 kr. 242.00 ------------- Það eru reyndar fleiri liðir, sem hafa Nettóarður kr. 118.00 áhrif á nettóarðinn, en hér eru sýndir, en þessar tölur ættu þó að gefa nokkra hug- Áœtlun um nettóarð einlembunnar. mynd um mismuninn milli tvílembunnar Lamb að hausti 50 kg á kr. 4.50 kg kr.225.00 og einlembunnar. Guðmundur Jónsson. II. Undir flestum kringumstæðum er hag- kvæmara að ærnar séu tvílembdar. Sem betur fer eru nú flestir bændur, sem stunda sauðfjárrækt, farnir að fóðra ær sínar svo vel, að þær séu færar um að koma upp tveim lömbum í skaplegu ár- ferði. Sé þannig fóðrað, að þær ær, sem kunna að verða tvílembdar, komi lömbunum vel fram, er alltaf eytt nokkru fóðri um of einlemburnar. Því er það markmið flestra bænda, sem fara vel með ær sínar og setja ekki á vogun, hvað fóður snertir, að fá þær sem allra flestar tvílembdar. Að vísu kostar slíkt alltaf nokkuð meira fóður pr. á og nokkra auka fyrirhöfn um sauðburð- inn, einkum þegar ílla vorar. í góðum vorum, þegar ærnar bera á gróðri, er munurinn mjög lítill. Vanhalda- hætta á tvílembingum er nokkru meiri, miðað við fjölda lamba, á meðan lömbin eru ung, en þegar á sumarið líður er sá munur enginn. Margir halda því fram, að ær, sem oft eru tvílembdar, endist mikið skemur en einlemburnar. Mín reynsla er sú, að þessi munur sé mjög lítill. Það þarf færri ær tví- lembdar en einlembdar, til þess að fram- leiða sama verðmæti. Verður því uppeldis- kostnaður minni og opinber gjöld lægri. Ávinningurinn, við að fá ærnar tví- lembdar, er sá, að þá fæst meiri arður eftir hverja á. Ef allt er með feldu, er sá mun- ur svo mikill, að nettóarður búsins veltur mjög á því hversu mörg lömb fást að hausti umfram tölu ánna, sem á fóðrum hafa verið. Að vísu eru tvílembingar jafn- an rýrari á haustin en einlembingar, en sá munur er ekki mjög mikill. Læt ég hér með fylgja tölur, sem sýna þann mun á mínum lömbum nokkur síð- ustu ár. Ég tók upp lifandi vigt á lömbum.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.