Freyr - 01.02.1951, Qupperneq 8
32
FRE YR
IV.
í flestum tilfellum er heppilegra að ær
séu tvílembdar en einlembdar, því að tví-
lemburnar skila meiri arði víðast hvar, sér-
staklega þó í þeim sveitum, sem sumar-
hagar eru góðir og meðferð einnig í lagi.
Aftur á móti, í rýrum sveitum, og þar
sem meðferð er ekki svo góð sem skyldi, er
enginn hagur í því að ærnar séu tvílembd-
ar. Mun ég nú leitast við að skýra þetta
með dæmum. Geng ég út frá því verði, sem
Sláturfélag Suðurlands greiddi bændum á
síðastliðnu hausti, en hefi áætlað gæru-
verð á 5 krónur kg og flutningskostnað á
slátrunarstað á 5 krónur á lamb, en það
dreg ég frá ásamt sjóðatillagi 1.5% af
verði sláturfjárins. Kjöt af I. og II. flokki
reikna ég á 9.35, kjöt af III. flokki á 7.30,
slátur kr. 12.00 úr vænum lömbum, en kr.
7.50 úr hinum rýrari og mörverð kr. 7.50
kílógram.
Á þessum forsendum byggt verður yfir-
litið þannig:
Gott fé:
Eitt lamb Tvö lömb
á á á á
kg kr. kg kr.
Kjöt 17 158.95 28 261.80
Mör 1.5 11.25 2.0 15.00
Gæra 3.5 17.50 6.0 30.00
Slátur 12.00 24.00
Samtals kr. 199.70 330.80
Frá dregst sjóð-
tillag og flutn. 8.00 15.00
Nettó kr. 191.70 315.80
Rýrt fé:
Kjöt 13 121.55 18 131.40
Mör 0.8 6.00 1.0 7.50
Gæra 2.8 14.00 4.0 20.00
Slátur 12.00 15.00
Samtals kr. 153.55 173.90
Frá dregst sjóð-
tillag og flutn. 7.30 12.60
Þessi dæmi eiga að skýra sig sjálf. Með-
alær, á allgóðu landi, skilar einu lambi
með 17 kg falli og bóndinn fær fyrir það
kr. 191.70 en hefði sama ær gengið með
tveim lömbum, þá fengi bóndinn 124.10
umfram, og er það góður hagnaður.
Svo er það rýra féð, sem gengur á slæmu
landi. Þar getur ærin komið fram einu
lambi, sem ætti alltaf að komast í I. eða
II. flokk með 13 kg kjötþunga, sem gæfi
bóndanum kr. 146.25 í aðra hönd, en ef að
sama ær væri með tveim lömbum má al-
veg ganga út frá að þau lentu ekki ofar
en í III. flokki, með 18 kg kjötþunga til
samans og gæfu aðeins kr. 15.05 framyfir
það eina.
Nú er vitað mál, að tvílemban er fóður-
frekari en einlemban, eða að öðrum kosti
verður hún rýrari og þar af leiðandi hætt-
ara við vanhöldum. Þegar tillit er tekið til
þess, er enginn hagur að því að hafa rýrt
fé tvílembt, nema síður sé.
Sigurður Loftsson.
V.
Það er áreiðanlega hagkvæmara að ærn-
ar séu tvílembdar, þegar miðað er við af-
urðamagn og verðmæti þess.
Tvílembdar ær virðast mér skila þriðj-
ungi meira afurðamagni eða um það bil,
stundum meira — stundum tæplega það.
Eitt tölulegt dæmi vil ég nefna. N. N. lagði
inn, haustið 1944, 30 dilka undan 20 ám.
Einlembingarnir 10 skiluðu til jafnaðar
18 kg kjötþunga en tvílembingarnir um
13 kg.
Þarna skilaði hver ær um 8 kg. meira af
kjöti og getur hver maður reiknað það til
verðs. Eftir er svo að athuga slátur, gær-
ur o. fl. og er það vel í lagt að reikna
þann mismun er fram kemur milli ein-
lembinga og tvílembinga fyrir mismun á
fóðurkostnaði og fyrirhöfn við tvílemb-
una fram yfir einlembuna.
Jón P. Buch.
Nettó kr.
146.25
161.30