Freyr - 01.02.1951, Page 10
34
FREYR
heimkynni álfa í þá daga, er þær verur
voru fjölmennar hér á landi. í landnámi
Helga magra er þetta ekki stór skiki, en
tilbreytingasnautt er það ekki og enginn
mun sá staður í landareigninni, sem gefi
útsýn yfir það allt, svo öldótt er það.
Land þetta er nú gjörbreytt frá því, sem
fyrr var. Borgirnar gnæfa að vísu yfir sund,
brekkur og bala, en þær hafa minnkað —
og minnkað stórum, því að Jón hefir ekið
jarðvegi á þær og gert þar víða sléttar
grundir, og grasi vafðar, sem áður voru
berar klappir markaðar innsigli jökulald-
ar. Og hann hefir gert meira — miklu
meira.
★
Það var árið 1936 sem Jón keypti þetta
land. Þá var hér hús eitt lítið, en aðeins
3—4 dagsláttur ræktað land. Landareign-
in á Skarði er nú: nálægt 70 dagsláttur
ræktað land, sem notað er til fóðuröflun-
ar, um 10 dagsláttur garðland og hússtæði,
um 20 dagsláttur bithagi og svo nokkrar
gráar og harðar klappir ásamt lítilli, botn-
lausri tjörn, sem girt er stórvaxinni stör.
Þetta er þá ríkið hans Jóns.
Þegar hann keypti landið var tilgang-
urinn að dvelja hér í frístundum og rækta
sér til gamans. Og þannig var af stað far-
ið. En ræktunaráhuginn gréri og óx, eins
og gróandi á vordegi, og framkvæmdirnar
á sviði ræktunarinnar urðu meiri og meiri
og tóku að gerast tímafrekar. Jafnframt
hófust byggingaframkvæmdir. Þarna vann
fjölskyldan ekki bara í tómstundum, held-
ur „fóru tómstundirnar að verða annars-
staöar“ og þar að kom að árið 1940 var
verzlunin seld og kaupmaðurinn gerðist
bóndi — nokkuð, sem mun sjaldgæft hér
á landi og jafnvel þó að víðar sé leitað.
Eiginlegur búskapur hófst árið 1939, en
búskapur hefir verið einasta atvinna fjöl-
skyldunnar síðan verzlunin var seld.
★
Mig fýsir að vita um ræktunaraðferðirn-
ar og fæ þar greið og góð svör, enda kemst
ég fljótt að raun um, að hér er ekki kom-
ið að tómum kofum að því er snertir fyrir-
hyggju og umhyggju í hverju starfi.
Ræktun landsins hefir að mestu verið
framkvæmd á þann hátt, að hver land-
spilda hefir verið brotin 2—3 ár í röð og
á henni ræktað garðávextir eða grænfóð-
ur, áður en breytt var í tún. Mikið af land-
inu varð að þurrka — sumt með voldug-
um skurðum, og hvert handtak við gröft-
inn, og svo ræktunina, var unnið af þeim
feðgum, en Jón á tvo sonu, sem hyggja að
feta í fótspor föður síns í ræktunarstarfi.
Og ekki er mér grunlaust að bæði kona og
dóttir eigi ýmiss handtök í hinu umfangs-
mikla ræktunarstarfi, sem hér hefir verið
af hendi leyst. Trjágarðurinn og blómin,
Trjágarðurínn, íbúðarhúsið,
fjósið og lilaðan á Skarði.