Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1951, Side 14

Freyr - 01.02.1951, Side 14
38 PRE YR að þetta furðu vel, og hafi hann aldrei átt eins vænt fé og þetta haust. Síðan 1944 hef- ir Guðmann endurræktað það af túninu, er verst fór af stað, og á hverju ári hefir hann hvílt bletti af því, ýmist með því að beita kúnum þangað eða taka þá til garð- ræktar. Garðrækt hefir hann alltaf haft mikla og arðgæfa jafnframt túnræktinni, en allra mesta meðan hann var að brjóta landið til ræktunar. Árið 1939 varð upp- skeran af garðávöxtum mest, 654 tunnur af kartöflum og 160 tunnur af gulrófum, auk mikils annars grænmetis. Síðan hefir kartöfluuppskeran oft skipt hundruðum tunna. Fyrstu búskaparárin varð Guðmann að notast við hestavinnu og hestaverkfæri við búskapinn, þegar mannshöndina þraut. En að loknum ófriðnum 1945 varð hann bænda fyrstur til þess að útvega sér nýtízku vél- ar og valdi þær með mikilli forsjá. Nú á hann heimilistraktor, sláttuvél, rakstrar- vél, múgavél, heyhleðsluvél, heyvagn, áburðardreifara, mykjudreifara, þvag- dreifara, vélar til sáningar og upptöku á kartöflum, og beitir hann traktornum fyr- ir allar þær vélar. Hann hefir og hinn bezta útbúnað til þess að taka inn heyið, sem hann súgþurrkar í ágætri hlöðu. Hann kann vel með allar sínar vélar að fara, get- ur gert við allar minni háttar bilanir og hefir til þess góð áhöld og verkstæði heima. Mest hefir mér fundizt til um fjósið hans, ef til vill einkum vegna þess, að það hefi ég oftast séð og skoðað. En líkt hefir fleirum farið. Ég minnist þess t. d., að þeg- ar ég skoðaði ágætt fjós hjá Jóhannesi Árnasyni bónda á Þórisstöðum á SvalbariSs- strönd, sagði hann við mig brosandi: „Ég var dálítið montinn af mínu fjósi, þangað til ég skoðaði fjósið hans Jóns Guðmanns á Akureyri." í fjósi Guðmanns finnst mér allt fara saman, það er hentugt til hirðing- ar, bjart, loftræsting prýðileg, og stendur það þó oft opið, ef veður er sæmilegt, því að Guðmann telur fjósylinn kúnum ekki eins nauðsynlegan og flestir aðrir. Mest er þó um vert, hve kýrnar eru fallegar og vandlega hirtar, því að aldrei sést á þeim óhreinka. Við hvern bás er tilfærileg jata, og er því hver bás hæfilega stór þeirri kú, sem þar er valinn staður. Vandlega er fyr- ir það girt, að kýrnar gangi ekki aftur í flórinn, ef þær hafa freistingu til þess. Á haustin, er þær setjast að inni í fjóshitan- um, eru þær allar snöggklipptar með klipp- um, er ganga fyrir sogkrafti mjaltavélar- innar. Þær hafa vel verkað hey í jötunni allan sólarhringinn til að grípa í, þegar þær lystir, en leifar þeirra eru bornar til geld- neyta, rétt áður en inn er borin ný gjöf, en hinsvegar er þeim ekki gefinn mikill fóðurbætir. Gætt er fyllstu stundvísi við fjósverkin, og hefir Guðmann unnið þau að

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.