Freyr - 01.02.1951, Blaðsíða 15
FRE YR
39
„Þó heíði mér þótt verra að missa þessa
eina en þeer allar," sagði Guðmann. —
LJÓMA LIND, það er þessi brandrauða
kýr, bezta kýrin sem uppi hefir verið
á Islandi.
mestu sjálfur. Gaman er áð koma til hans
í fjósið um mjaltir, varpa til hans orði, þar
sem hann er við vinnu sína, og taka við
► frásögnum hans, þegar hann getur gefið
gesti sínum gaum. En truflað getur það um-
ræður, að hann hefir þar oftast útvarpið
í' gángi. Kúnum virðist þykj a sönglistin
þægilegur hávaði, en fréttir og ræðuhöld
meta þær ekki.
Einu sinni þótti mér þó sviplegt að koma
þarna í fjósið. Mig minnir að það væri
haustið 1946 og gæti þó hafa verið um vet-
urinn eftir. „Hvað er nú orðið af fallegu
kúnum þínum rauðu?“ spurði ég og fannst
vanta þrjár kýrnar, er gengið höfðu mér
mest í augu. Þá hafði Guðmann misst 5
eða 6 kýr úr bráðadauða, svo að kalla í einu,
og það einmitt beztu kýrnar, er náð höfðu
fullum þroska. „Þó hefði mér þótt verra að
missa þessa eina en þær allar,“ sagði Guð-
mann, er hann hafði skýrt frá atvikum,
og benti á brandrauða kú að öðrum kálfi,
er þá hafði þegar að fyrsta kálfi mjólkaö
nærri 5000 lítra. Það er líka hinn bezti
gripur, sem nokkur íslenzkur bóndi hefir
átt í fjósi sínu fram til þessa dags, hraust,
falleg og mannelsk kýr, sem alltaf hefir síð-
an fyrsta mjólkurárið mjólkað yfir 5000
lítra á ári og sum árin yfir 6000 lítra. Kú
þessa hefir Guðmann alið upp, en móður
hennar keypti hann vestan úr Dýrafirði,
ættaða af Rauðasandi, en þar er kúakyn
gott. Um bráðadauðann er það að segja, að
hans hefir ekki orðið vart í fjósi Guðmanns
eftir þetta, enda mun hann eitthvað hafa
breytt um fóður kúnna og varast að láta
þær verða eins feitar og var um tírna. Ann-
ars kveðst hann ekki vita, hvaða orsakir
séu til kúafárs þessa og með hverjum hætti
hann hefir losnað við það og hvort það er
fyrir fullt og allt eða aðeins um nokkur ár.
Guðmann gengur að hverju verki i fjósi
og utan húss og hefir þar forgöngu. En
ekki er hann einn í leik. Konu hans, Guð-
laugu Jensínu ísaksdóttur, heíi ég miklu
minna kynnzt en honum, en séð hefi ég,
að hún er ágæt húsmóðir og búsýslukona,
og orðið hefi ég þess vís, að henni er ekk-
ert ókunnugt eða óviðkomandi í búskapn-
um, og mér hefir virzt hún óvenjulega
glögg og gáfuð kona. Börn þeirra hjóna,
tveir synir, tvíburar, og dóttir, hafa og tek-
ið fullan þátt í bústörfunum, þegar þau
eru eigi við nám, en það hafa þau verið
flesta vetur til þessa. Annað fólk er sjald-
an til verka kvatt á Skarði.
Ekki hefi ég hnýst eftir fjárhagslegri af-
komu búsins, en það hygg ég, að hún sé
mjög góð. Jörðin og byggingarnar sýna þess
glögg merki, og ekkert hefir Gúðmann