Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1951, Side 21

Freyr - 01.02.1951, Side 21
FREYR 45 Bréfaskóti S./.S. Landbúnaðarvélar. Bréfaskóli S. í. S. hefir nú nýlega hafið kennslu í námsgreininni „Landbúnaðar- vélar og verkfæri". Er námskeið þetta að nokkru sniðið eftir erlendum fyrirmynd- um, einkum sænskum. Hin gífurlega aukning véla og verkfæra við landbúnaðarstörf, sem hér hefir orðið á síðari árum, kallar að sjálfsögðu á stór- aukna tækniþekkingu bænda og annarra, er við störf þessi fást. Vélaþekkingin á því að gefa margfaldan ávöxt. Hún hefir í för með sér aukin afköst vélp.nna og minna viðhald þeirra. Það er því stórkostlegt fjár- hagslegt atriði fyrir hvern bónda að þeir, sem á búi hans vinna með vélum, hafi til að bera nokkra þekkingu í þessu efni. Bréfaskólanámsgreinin um landbúnaðar- vélar og verkfæri fjallar bæði um almenn undirstöðuatriði þessara véla og um sér- stakar vélar og verkfæri, svo sem sláttu- vélar, plógi, herfi o. s. frv. Kennari í þessari grein er Hjalti Páls- son, framkv.stj. Mótorfræði. Mótorfræði er einnig kennd i bréfaskól- anum. Kennslubréfin eru samin af Þor- steini Loftssyni, vélfræðing. Kennd eru undirstöðu-atriði mótorsins, um tvígengis- og fjórgengisvélar, um lágþrýsti- og mið- þrýstivélar, um rafkveikjuvélar o. s. frv. Aðsókn að mótorfræði hefir verið mjög mikil. Á rúml. einu ári hafa stundað nám í bréfaskólanum í þessari grein 130 nem- endur. Meðal þessara nemenda eru marg- ir bændur og aðrir, er í sveit vinna og reyndar fólk úr öllum stéttum, úr bæjum og byggðum. En á þessu er hér vakin sér- stök athygli vegna þess að fjöldi bænda á, og rekur ýmiskonar mótorvélar, t. d. í bif- reiðum, dráttarvélum, ljósavélar o. fl. o. fl. Það eru því margir bændur, sem og aðrar stéttir manna, sem hafa hagsmuna að gæta í sambandi við aukna þekkingu á afl- vélum og ættu þeir að athuga, að í bréfa- skólanum er kostur á tilsögn hinna fær- ustu kennara. Búreikníngar. Þá er enn ein námsgrein í Bréfaskóla S. í. S., sem sérstaklega snertir bændur og búskap. Þetta eru búreikningar. Kennslubréfin eru samin af Guðmundi Jónssyni, skólastjóra. Kennari er Eyvindur Jónsson, cand. agro. Færsla búreikninga á að vera áhugamál sem flestra bænda. Búreikningarnir gera bóndanum kleyft að fylgjast með rekstri sínum. Hverjum atvinnurekanda er það nauðsynlegt til þess að geta hagað rekstri og framkvæmdum á hinn fjárhagslega hagstæðasta hátt. Margt fleira mætti upp telja um hagfræðilega og uppeldislega þýðingu búreikninga, ef rúm væri til nú i þessu blaði. Orðsendíng til bænda. Vegna rannsókna á listerellosis (súrheyseitrun, Hvann- ej'rarveiki), eru það vinsamleg tilmæli vor, að bændur sendi okkur líffæri (haus, Iungu, hjarta, lifur, milta og nýru) úr kindum ,sem drepast með þeim hætti, að iík- ur séu tii að um áðurnefndan sjúkdóm sé að ræða. Sjúk- dómur þessi lýsir sér oftast á eftirfarandi hátt: Kindin verður dauf, fær hita og missir lyst, gangurinn verður óstyrkur og reikandi, stundum gengur kindin út á hlið eða í hringi, oft „hallar hún á“ og annað eyrað eða bæði hanga máttlaus. Aðrar lamanir koma brátt í ljós, svo að kindin liggur að lokum ósjálfbjarga og drepst þá vana- iega á fáum dögum. Samfara þessu sjást einatt melting- artruflanir og stundum gula. Þar sem oft virðist bera á sjúkdómi þessum í sambandi við gjöf á skemmdu vot- heyi, er einnig nauðsynlegt að fá send sýnishorn af hinu skemmda heyi. Hraða skal sendingu líffæra, svo sem unnt er, séu þau send með skipi, skal geyma þau í frystiklefa. Vothev skal sent í þéttum umbúðum. Tilraunastöð Háskólans í meinafrceði, Keldum.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.