Freyr - 01.02.1951, Side 22
46
FREYR
PÁLL A. PÁLSSON:
Lambablóðsótt
Lambablóðsótt er næmur, bráður sjúk-
dómur, sem veldur garnabólgu með eitrun,
er oftast dregur sjúklinginn til dauða á
skömmum tíma. Veikin gerir oftast vart
við sig í fyrstu vikunni eftir fæðingu, en
þó kemur fyrir, að lömb veikjast á annarri
viku eftir burð.
Lambablóðsótt er þekkt í flestum héruð-
um landsins og gengur undir ýmsum nöfn-
um, svo sem: hjartveiki, mænusótt,
krampi, blóðkreppusótt, blóðsótt o. s. frv.
Veldur veikin víða miklu tjóni, ef eigi er
beitt viðeigandi varnaraðgerðum. Mest ber
alltaf á þessari veiki, þegar iila vorar og
ær bera í húsi eða í þröngum girðingum.
Eigi er vitað með v.issu hve lengi sjúk-
dóms þessa hefir orðið vart hér á landi. Á-
reiðanlegar lýsingar eru til á honum frá
því um síðustu aldamót, en sennilega er
sjúkdómurinn mun eldri hér á landi.
1936 sýndi Guðmundur Gíslason, læknir,
fyrstur fram á, með fullri vissu, að hér
væri um lambablóðsótt að ræða, en
skömmu síðar byrjaði prófessor Níels Dun-
gal að framleiða bóluefni gegn þessum
sjúkdómi.
Orsök þessa sjúkdóms er stór sýkill, er
nefnist Clostridium Welchii. Þar sem veik-
in er landlæg, finnst sýkill þessi í saur og
jarðvegi; er hann mjög lífseigur, getur lif-
að árum saman í saur, ef skilyrði eru hag-
stæð.
Fullorðnar kindur eru smitberar; í saur
þeirra finnst sýkillinn, og með saurnum
sóttmengast hús og hagar. Þegar ær bera
inni, oft í þröngum og votum húsum, get-
ur smitmagnið orðið mjög mikið. Lömbin
smitast með því að sjúga óhreina spena
móðurinnar, snuðra utan í henni eða
sjúkum lömbum, japla á sóttmenguðu heyi,
ull o. s. frv.
í saur sjúkra lamba er urmull af lamba-
blóðsóttarsýklum, enda má sýkja heilbrigð
unglömb með því að fóðra þau á garna-
innihaldi úr lömbum, sem drepizt hafa úr
lambablóðsótt. í görnum lambanna mynda
sýklarnir eiturefni (toxin), er berast með
blóðinu út um líkamann og valda dauða.
Þegar lömbin eru orðin tveggja til þriggja
vikna gömul, er viðnámsþróttur þeirra
gegn blóðsóttinni orðinn miklu meiri, svo
sjaldgæft er að svo gömul lömb drepist,
þótt þau verði fyrir mikilli smitun.
Einkenni: Flest lömb veikjast af blóðsótt
á öðrum og þriðja sólarhring, en geta, eins
og áður segir, veikzt síðar.
Oft ber lítið á lambablóðsótt fyrstu viku
sauðburðar, en eftir því sem fleiri lömb
fæðast, ber meir á veikinni, og að óbreytt-
um aðstæðum ber mest á henni í lok sauð-
burðar.
Fyrstu einkenni eru þau, að lömbin fylgj a
móðurinni illa, eru dauf, híma og hætta
smátt og smátt að sjúga. Jafnframt fer að
bera á daunillri skitu, stundum sézt á skit-
unni blóðlitur. Þá kemur og fyrir, að lömb-
in þembast upp, en þá gengur oft lítill eða
enginn saur frá þeim.
Veikin ágerist mjög fljótt, lömbin verða
máttfarin, leggjast fyrir þungt haldin, fá
þá oft krampa og reigja hausinn aftur á
bak (mænusótt). Er þess þá vanalega
skammt að bíða, að yfir ljúki, enda veikin
þá orðin svo svæsin, að lömbin stynja og
emja af kvölum.
Frá því að fer að sjá sjúkdómseinkenni
á lömbunum og þangað til þau drepast líða
oft ekki nema fáir klukkutímar, en þó get-
ur líf stundum treinst með lambi á annan
sólarhring eða lengur eftir að það tók
veikina.
Þegar lömb, sem drepist hafa úr lamba-
blóðsótt, eru krufin, ber vanalega mest á
blóðfylli og bólgueinkennum í görnum.
Innihald mjógarnanna er oft blóðblandað,
sérstaklega framantil, og stundum sjást
smá sár með rauðum röndum á garna-
slímhimnunni.
Ekki ósjaldan sjást smáblæðingar utan á
hjartanu og í gollurshúsinu tær vökvi.
Hafi veikin leitt lambið mjög fljótt til
dauða, eru einkenni á líffærum ógreinileg
eða jafnvel engin.
Varnir og lækning: Síðan lambablóðsótt