Freyr - 01.02.1951, Síða 28
52
FRE YR
hinn 6. fór að snjóa og hinn 8. að draga
saman í skafla í lágsveitum, en í hásveit-
um gerði mikinn snjó, svo að haglítið varð
fyrir sauðfé á sumum stöðum. Hrakveður
þetta hélzt til veturnótta. En þá gekk til
suðaustlægrar áttar og þíðu, er hélzt til
mánaðarlokanna. Kom þá einn og einn
dagur með þurrablæstri, en helliskúrir á
milli, og föstudaginn 27.', eða viku af vetri,
var eiginlega fyrsti verulegi þurrkdagurinn.
Þessa síðustu daga mánaðarins var miklu
súldrað inn af heyjum; voru þau að von-
um harla léleg, þar sem mikið af þeim
hafði verið slegið í ágúst. Hér á Laxamýri
lukum við hirðingu heyja hinn 31. okt.
Nóvember. Fyrstu dagana héldust hæg-
viðri og litlar úrkomur, en fremur kalt.
Hinn 3. var 6 stiga frost kl. 8 f. h. og hinn
7. var frost allan daginn. Hinn 9. gekk til
norðaustanáttar með snjókomu, sem hélzt
til mánaðarloka. Hinn 12. varð að
hér á hús. Ekki voru þó meiri hríðar en
það, að flesta daga mátti beita fé. Flesta
daga þessa tímabils var 7—8 stiga frost.
Desember. Sama veðurlag hélzt til hins
17., en þá stillti til og voru hæg og úr-
komulaus veður þar til á gamlársdag, en
þá gekk aftur til norðaustanáttar með
hríð. Frost komst í þessum mánuði upp í
18 stig hér á Laxamýri. Síðasta nóvember
og fyrstu daga desember gerði bleytuhríð
og varð þá sumsstaðar haglaust og alls
staðar þröngt á haga og varð lítið beitt fé
í þessum mánuði hér um slóðir.
Veðurlýsing þessi er ófögur, enda mun
þetta vera langversta ár það sem af er öld
þessari, til búsafkomu, hér um norðaust-
urhluta landsins. Hér í sýslu man fólk næst
versta sumar 1893. Þá gekk í norðan rign-
ingar upp úr miðjum júlímánuði og kom
ekki þurrkur fyrr en 15. september, en þá
brá til langvarandi sunnan- og suðvestan-
áttar með hitum og hlákum og varð hey-
skapur furðanlega góður. Hér eru hvergi
hey með verkun nema hjá • þeim, sem
höfðu súgþurrkun. Jafnvel gekk þeim líka
erfiðlega vegna hinna stórfelldu rigninga.
Þetta sumar hefir fært bændum heim
sanninn um það, að þeir hafa of lítið af
súrheysgryfjum og súgþurrkunartæki
þurfa að vera til á hverjum bæ.
Hér um slóðir súldruðu menn inn ögn af
heyjum alla mánuðina, en á norðaustur-
horni landsins munu hafa verið til bæir,
þar sem enginn þurr baggi náðist fyrr en
um veturnætur. Veit ég ekki til að um hlið-
stætt dæmi sé getið í annálum. Frá 9. júlí
og til seint í ágúst voru hlý veður og
spruttu því kartöflur furðu vel, en eru þó
víða linar og vatnsmiklar. Dilkar reyndust
í meðallagi þrátt fyrir vorharðindi og sól-
arlaust sumar frá 9. júlí.
Bændur hér kaupa fóðurbæti í stórum
stíl, því að sumt af heyjum þeirra er eins
og tréspænir til fóðurs. Fóðurbætirinn hefir
hækkað frá haustinu 1949 um allt að 150%.
Ber því margt til þess, að búsafkoma hér
um slóðir verði léleg. Ásetningur lamba
varð hér um slóðir sama og enginn og
fjöldi bænda fækkuðu nautgripum að
mun.
Sundurlausir skamm-
degisþankar
Til er á Vestfjarðakjálkanum, þá votheysgryfjur
bænda rúma ekki allt það heymagn, sem slík verkun
er ætluð, að heyinu er hlaðið í slakka og fergt síðan.
Þykir það vel gefast. Þar finnast dæmi þess að votheys-
gryfjur, sem grafnar eru í þurra og þétta jörð, séu að-
eins múraðar innan. Líta þær vel út, þó að komnar
séu á annan tug ára, og reynast með ágætum.
Vothey er misjafnt að gæðum. Sennilega hafa fáar
efnagreiningar á því verið gerðar. Set ég hér eina frá
Broddanesi í Strandasýslu.
Sýrustig PH 4,7
Hráprótein
Hráfita
Aska
Vatn
Tréni
Önnur lífræn efni
Hreinprótein
Meltanl. þess
4,12%
2,30%
2,08%
78,1%
6,12%
7,28%
1,84%
53,2%