Freyr - 01.02.1951, Side 29
FREYR
53
Sýnishornið, sem tekið var í mai s.l., er úr gryfju
eins og gerist og gengur þar um slóðir. Heyið, sem
greint var, er taða úr Broddey.
Margur bóndinn hefir kostað miklu til, en vart feng-
ið betra fóður en þarna reyndist, verkað eins og al-
mennt gerist á Vestfjarðakjálkanum. Það er svo oft,
að menn leita langt yfir skammt, og svo leynist lausn-
in við bæjarvegginn, en er of hversdagsleg til þess að
henni sé veitt athygli.
Nú virðist svo komið, að ýmsir einblína á háreista
votheysturna. Gryfjur eins og sú, sem Stefán á Brodda-
nesi verkar votheyið í, eru taldar úreltar. Menn sjá
hraðþurrkun heysins í hillingum. Súgþurrkun, sem
ásamt eðlilegri votheysverkun gerir heyskapinn í venju-
legu árferði leik einn, er jafnvel talin úrelt. Leitin
að öðru fullkomnara má ekki standa eðlilegum fram-
förum í atvinnuháttum fyrir þrifum. Biðin eftir því
fullkomna getur orðið það löng, að um kyrrstöðu verði
að ræða eða jafnvel afturför.
Landbúnaðurinn er í eðli sínu hin öruggásta at-
vinnugrein, sem nokkur getur stundað á landi hér og
veitir í flestum tilfellum, er til lengdar lætur, örugg-
ari og betri lífsafkomu en nokkur önnur atvinna. Ef
bóndinn er forsjáll þarf hann ekki að kvíða, en svo
lengi má allt „danka“ i von um einhverja ævintýra-
lega framþróunarbyltingu, að til vandræða komi.
í gegnum aldirnar hefir skipzt á skin og skúrir, góð-
æri og illt árferði, oft nokkur ár saman. Þessu hafa
náttúruöflin valdið. Þau eru enn að verki, þrátt fyrir
alla tæknina. Það hafa áður komið fiskleysisár, snjóa-
vetur og óþurrkasumur. Við það ráðum við ekki, en
það er nauðsynlegt að draga sem rnest úr þeim vand-
ræðum, sem slíkt getur valdið. Fiskiskipaflotinn er ekki
staðbundinn. Skipunum er hægt að beina á þessi eða
hin míð, eftir því hvar mest aflavon er í það skiptið.
Hinir hraðskreiðu botnvörpungar geta afsett afla sinn
við þessa eða hina höfnina, svo að þeir, sem atvinnu
hafa við að breyta því, sem dregið er vir djúpi hafs-
ins, í verðmætari og seljanlegri vöru, fari ekki alls á
mis, þó að afli bregðist á heimamiðum. En bændur
verða að brynja sig gegn náttúruöflunum. Þeirra lífs-
afkoma er staðbundin. Hún er bundin jörðinni sem
þeir sitja. Þar verða þeir að skapa sér öryggi, svo að
landbúnaðurinn skipi það öndvegi, sem honum fylli-
lega ber í atvinnulífi þjóðarinnar. En bændurnir mega
aldrei leggja allt á eitt spil. Þeir mega ekki blindast
af von um skjótfenginn gróða eins og því miður sum-
um varð á viðkomandi karakulfénu og loðdýrarækt-
inni. Slíkt samrýmist í rauninni aldrei hinum raun-
verulega landbúnaði.
Erfiðleikarnir, sem steðja að unv stundarsakir, mega
ekki draga kjark úr svcitafólkinu. Það verður í raun-
veruleikanum að taka undir með Guðmundi Inga:
„hertu þig þá“. Erfið lífsbarátta þroskar einstakling-
inn, og allir erfiðleikarnir eru undanfari nýrra úrræða.
Óáran steðjar að á ýmsa lund, en það, sem gerir fjár-
hagslega afkomu þjóðarinnar tvísýnasta, er hvorki afla-
leysi né óþurrkar, heldur það, hve margir lifa raun-
verulega á hinum fáu framleiðendum.
Jóh. Kristmundsson.
Alþingi
hefir nýlega lögfest þau fyrirmæli, að framvegis skuli
allar dráttarvélar skrásettar og á þær skuli fest spjald
með einkennisstöfum þeirra. Að þessu leyti erum
vér íslendingar jafnfljótir og aðrar þjóðir til þess að
taka nauðsynlega ákvörðun. A síðasta sumri var þetta
fyrirkomulag lögfest í Danmörku um leið og sam-
þykkt var reglugerð um akstur dráttarvéla á almenn-
um vegum. Á síðari hluta ársins staðfestu Svíar á-
kvæði uni þessi efni. Með auknum dráttarvélafjölda
hefir brýn nauðsyn þótt bera til lögbundinna fyrir-
mæla um ferðir þessara ökutækja, því umferð þeirra
um þjóðvegi, og aðra vcgi, er óumflýjanleg þó að
dráttarvélar séu ekki nolaðar sem samgöngutæki.
fóðurblöndur. Belgía hefir keypt þurrmjólk í allmikl-
haf kyns þessa er Merínófé og Southdownfé. Þetta
Landbúnaðarráðuneytið
í U. S. A. hefir tilkynnt, að samkvæmt talningu á
síðasta surnri hefir það sýnt sig, að í fyrsta sinni í
sögu landsins hafi bændur haft fleiri bíla en hesta.
Bílarnir voru 5,8 milljónir, en hestarnir 5,3 milljónir.
Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar
^ / ^ Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. — Ritstjóri: Gisli Kristjánsson. —
BÚN AÐARBLAÐ
Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sími 1957.
Prentsmiðjan Edda h.f.