Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 10

Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 10
296 FRZTR að stóraukast. Veitti ekki af að áróðurs- maður færi um sveitir landsins til að brýna fyrir bændum að auka ræktunina. Að lok- inni skýrslu formannsins voru bornar fram ýmsar fyrirspurnir, en síðan gefið fundar- hlé. Fundur hófst að nýju kl. 1.30. Formaður tók síðan til máls og svaraði fyrirspurnum og gerði m. a. nánari grein fyrir viðhorfi stjórnarinnar til verðlags- grundvallarins. 2. Reikningar sambandsins og skýrsla framkvœmdastjóra. Sæmundur Friðriksson, framkvæmda- stjóri, lagði fram reikninga Stéttarsam- bandsins fyrir árið 1950 og gerði grein fyr- ir einstökum liðum í tekjum og gjöldum. Tekjur sambandsins frá Búnaðarmálasjóði á árinu urðu rúml. 185 þúsund, en tekju- afgangur 57 þús. Ennfremur lagði fram- kvæmdastjórinn fram fjárhagsáætlun fyrir sambandið árið 1952 og skýrði hana. Fengu fundarmenn afrit af reikningum og fjárhagsáætlun. Framkvæmdastjóri gaf m. a. yfirlit um þátttöku Stéttarsambandsins í útgáfu Freys, kostnað og skiptingu efnis. Síðan gaf hann glögga skýrslu um að- stoð þá, sem sambandið veitti bændum við öflun heys og fóðurbætis vegna óþurrka og harðinda. Kvað hann það mikils virði, að Stéttarsambandið hefði reynzt fært um að framkvæma þessa aðstoð. Ólafur Bjarnason ræddi um sama efni og þakkaði framkvæmdastjórunum, Sveini Tryggvasyni og Sæmundi Friðrikssyni, ó- metanleg störf í þessum efnum. Páll Metúsalemsson bar fram þakklæti af hálfu austfirzkra bænda fyrir þá hjálp, er þeir urðu aðnjótandi vegna ills árferðis. Eggert Ólafsson þakkaði af hálfu Norður- Þingeyinga og kvað þessa hj álparstarfsemi hafa sýnt félagslegan þroska bændastétt- arinnar. 3. Skýrsla framleiðsluráðs. Framkvæmdastjóri þess, Sveinn Tryggva- son, skýrði frá starfsemi ráðsins og fyrst og fremst verðlagningunni, sem er mesta og tímafrekasta verkefni þess. Rakti hann verðlagsbreytingar frá því á síðasta sumri og til þessa tíma. Gerði hann grein fyrir rökstuðningi hverrar verðlagsbreytingar á hverri tegund framleiðslunnar. Um milliliðakostnað sagði framkvæmda- stjórinn það, að hlutverk framleiðsluráðs væri fyrst og fremst að sjá um, að bænd- ur fengju fyrir vörur sínar það verð, sem gert væri ráð fyrir í verðlagsgrundvellin- um. Álagningin væri ekki tekin af tekj- um bænda. Framleiðsluráð hafði þó lagt mikið kapp á að halda niðri álagningu eftir því sem unnt hefði verið og t. d. margsinn- is látið vigta sundur kjötskrokka til þess að finna sem bezt, hvað væri hæfilegt í þessum efnum. Framkvæmdastjóri gaf ít- arlega skýrslu um framleiðslumagn land- búnaðarins árið 1950 og sölu þess. Að lok- um ræddi hann um fjárhagsafkomu fram- leiðsluráðs og reikninga þess. Skýrði hann þá einnig frá skiptingu á verðjöfnunar- gjaldi mjólkurinnar, útgáfu Árbókarinnar og ýmsum skýrslugerðum, innheimtu bún- aðarmálasjóðsgjalda og útborgana úr hon- um og fleiri málum, er framleiðsluráð hafði með höndum eða beitti sér fyrir. Því næst talaði Benedikt Kristjánsson aðallega um milliliðakostnað, er legðist á landbúnaðarvörur og nauðsyn þess að lækka hann. Garðar Halldórsson spurðist fyrir um út- borgunarverð einstakra mjólkurbúa og deildi á breytingu á verðlagningu eggja, sem hann taldi hafa komið á óheppilegum tíma. Páll Metúsalemsson spurði hvers vegna kjötverð hefði ekki verið hækkað um leið og mjólkurverð. Bjarni Sigurðsson taldi nauðsyn að flokka vörur t. d. kjöt til neytenda á sama hátt og það væri flokkað eftir slátrun. Ólafur Bjarnason kvað bændur yfirleitt fá of lágt verð fyrir sína vöru og taldi verð- lagsdóm eiga að hverfa af vörum bænda. Jón Gauti Pétursson spurðist fyrir um það, hvað hefði veriö gert til þess að fá framkvæmdar tillögur síðasta fundar í verðlagsmálum. Bjarni Bjarnason kvað bændur á Suður-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.