Freyr - 01.10.1951, Page 11
FRE YR
297
landi telja að mjólkurframleiðsla væri rek-
in með halla, og nú þyrfti að gera átök til
hagsbóta fyrir bændur, m. a. ætti að ætla
bændum kaup sem faglærðum mönnum og
25 vinnudaga í mánuði. Bjarni taldi og að
nú bæri að skrásetja félagsmenn í Stéttar-
sambandinu með ákveðnu gjaldi eins og
t. d. 10.00 krónum.
Formaður sambandsins, Sverrir Gíslason,
taldi aðalatriði fyrir bændur að auka rækt-
un sína og fá fjármagn til þess. Með því
mætti aukast heyöflun og hagkvæmari
vinnubrögð, búin verða stærri og fram-
leiðslan meiri án aukins tilkostnaðar.
Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri,
svaraði þá ýmsum fyrirspurnum, sem fram
höfðu komið, svo sem um dreifingarkostn-
að og álagningu, verðlagningu og vörusölu.
Hann kvað það rétt, að 1. fl. og 2. fl. dilka-
kjöt væri selt neytendum á sama verði,
enda hefðu allmörg kaupfélög og sláturfé-
lög tekið upp þann hátt að greiða bænd-
um sama verð fyrir þessa flokka báða.
Eggjaverðið kvað hann hafa verið ákveð-
ið í samráði við sölusamband eggjafram-
leiðenda.
Erlendur Árnason taldi mjólkurverð allt
of lágt og kvað nauðsyn að fá meiri og
betri upplýsingar um framleiðslukostnað
frá bændunum sjálfum.
Enn tóku til máls Guðm. Ingi Kristjáns-
son, sr. Gunnar Árnason og Sverrir Gísla-
son.
4. Nefndakosningar.
Kjörnar voru 4 nefndir: Verðlagsnefnd,
framleiðslunefnd, fjárhags- og reikninga-
nefnd og allsherjarnefnd.
Hafði stjórnin gert tillögur um, hvernig
þær yrðu skipaðar, þannig, að starfskraft-
ar notuðust sem bezt og líkur væru til að
sem flest sjónarmið kæmu fram.
Lýsti fundarstjóri þessum tillögum, og
voru þær samþykktar.
Þessar nefndir voru þannig skipaðar:
Verðlagsnefnd:
Jón Hannesson, Bjarni Bjarnason, Er-
lendur Magnússon, Björn Guðnason, Stein-
þór Þórðarson, Erlendur Árnason, Ketill
Guðjónsson, séra Gunnar Árnason, Snæ-
björn Thoroddsen, Ólafur Bjarnason, Jón
Gauti Pétursson.
Framleiðslunefnd:
Guðmundur Jónsson, Eggert Ólafsson,
Garðar Halldórsson, Kristján Benedikts-
son, Þrándur Indriðason, Einar Halldórs-
son, Kristinn Guðmundsson, Sigurður
Snorrason, Gunnar Guðbjartsson, Sigur-
björn Guðjónsson, Sigurður Magnússon.
Fjárhags- og reikninganefnd:
Stefán Diðriksson, Benedikt Líndal, Ól-
afur Einarsson, Bjarni Sigurðsson, Halldór
Sigurðsson, Páll Metúsalemsson, Benedikt
Grímsson, Karl Magnússon, Jón Kristinn
Ólafsson.
Allsherjarnefnd:
Bjarni Halldórsson, Benedikt Kristjáns-
son, Guðjón Jónsson, Ágúst Jónsson, Páll
Jónsson, Jón H. Fjalldal, Ásgeir Bjarnason,
Hannes Sigurðsson, Jóhannes Davíðsson,
Sveinn Einarsson.
5. Ýmiss mál.
Karl Magnússon lagði fram ýmsar til-
lögur og talaði fyrir þeim.
Garðar Halldórsson lagði fram ályktanir
kjörmannafundar Eyjafjarðarsýslu og
ræddi um þær.
Jón Jónsson lagði fram tillögu um fjár-
skiptin og framkvæmd þeirra og rökstuddi
þá tillögu.
Jón H. Fjalldal fór nokkrum orðum um
ýmis atriði í sambandi við vinnu bænda
og tekjur þeirra og lagði fram tillögu um
það.
Þá var komið að kvöldverði og fundi
frestað til næsta dags.
★
Þriðjudaginn 28. ágúst var fundi haldið
áfram kl. 10.30.
Fundarstjóri las upp skeyti, er borizt
hafði frá landbúnaðarráðherra. Það var á
þessa leið: