Freyr - 01.10.1951, Page 15
FREYR
301
Einar Ólafsson — 38 —
Pétur Jónsson — 37 —
Varastjórn var endurkosin samkvæmt
uppástungu:
Jóhannes Davíðsson, Neðri-Hjarðaðrdal,
Sigurður Snorrason, Gilsbakka,
Jón Jónsson, Hofi,
Sveinn Einarsson, Reyni,
Ólafur Bjarnason, Brautarholti.
Endurskoðendur voru sömuleiðis endur-
kosnir:
Einar Halldórsson og Hannes Jónsson.
Fulltrúar í Framleiðsluráði voru kosnir
með þeim hætti, að fundurinn samþykkti
með öllum atkvæðum að stjórnarnefndar-
menn Stéttarsambandsins væru jafnframt
fulltrúar þess í Framleiðsluráði.
13. Ýmis mál.
A) Skipun prestakalla.
Bjarni Bjarnason flutti þessa tillögu:
„Með tilliti til þess, að nú stendur yfir endurskoð-
un prestakallaskipunar l'sir aSalfundur Stéttarsam-
bands bænda, haldinn að Hólum 1951, því yfir, að
hann telur það andstætt hagsmunum sveitanna í
menningarlegu og efnalegu tilliti að fækka þar
prestum."
Undir tillögu þessa höfðu allmargir fund-
armenn ritað nöfn sín. Urðu um hana
nokkrar umræður.
Síðan var tillagan samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum samhljóða.
B) Mótvirðissjóðður.
Pétur Ottesen, alþingismaður, flutti
þessa tillögu:
„Með sérstöku tilliti til þess, hver höfuðnauðsyn
það er fyrir íslendinga að landbúnaðurinn sé efldur
og aukinn með ræktun, byggingum og vélakosti,
skorar fundur Stéttarsambands bænda, haldinn að
Hólum í Hjaltadal, dagana 27. og 28. ágúst 1951, á
alþingi og ríkisstjórn að tryggja með löggjöf, að eigi
minna en helmingi af mótvirðissjóði eins og hann
verður, er Marshallaðstoðinni lýkur, verði varið til
lánastarfsemi í þágu landbúnaðarins, þegar féð er
tiltækt til slíkrar ráðstöfunar."
Samþykkt með samhljóða atkvæðum.
verðar. Að honum loknum var fundarstörf-
um haldið áfram.
C) Skattskylda og jarðrœktarlög.
Jón Gauti Pétursson lagði fram þessa til-
lögu og talaði fyrir henni:
„Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn að
Hólum 1951, lýsir yfir, að hann telur lögfesta orða-
breytingu á jarðræktarlögunum, þar sem í stað
„jarðrækíarstyrkur" kom „framlag ríkisins til jarða-
bóta“, fela í sér staðfestingu á þeirri almennu skoð-
un bænda, að þessa greiðslu beri þeim ekki að telja
til skattskyldra tekna, enda í samsvörun við það, að
þeim er ekki leyft að telja stofnkostnað jarðabóta til
frádráttar."
Samþykkt með samhljóða atkvæðum.
D) Jón Gauti Pétursson ræddi um verk-
fall bifreiðastjóra í vegavinnu s.l. vor og
skaðlegar afleiðingar þess, og lagði fram
tillögu, er ekki kom til atkvæða. Eftir
nokkrar umræður lagði Guðmundur Jóns-
son fram þessa tillögu:
„Fundurinn telur æskilegt, að stjórn sambands-
ins athugi þetta mál betur áður en bindandi
ákvarðanir eru samþykktar og vísar því málinu
til stjórnarinnar til frekari afgreiðslu."
Þessi tillaga var samþykkt með 19:1 at-
kvæðum.
E) Lagabreytingar.
Bjarni Bjarnason vakti máls á því, að
tími væri kominn til að endurskoða lög
sambandsins og taldi rétt, að það yrði gert
á næsta fundi, t. d. yrðu þá sett ákvæði um
það, að stjórnin skyldi ekki öll kosin í einu,
heldur t. d. tveir menn annað árið og þrír
menn hitt.
Samkvæmt 12. grein Stéttarsambands-
laganna lagði hann siðan fram þessa til-
lögu:
„Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1951 sam-
þykkir að leggja á sérstakt stéttargjald kr. 10.00
á hvern félagsmann."
Ýmsir tóku til máls og síðan var sam-
þykkt með 22:2 atkvæðum að vísa tillögu
Bjarna Bjarnasonar til stjórnarinnar.
Þessu næst var gefið fundarhlé til kvöld-