Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 20

Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 20
306 FRE YR ur landkrabbi kann ekki nöfn á, en bænd- urnir hérna á Mýrinni þekkja þetta allt og kunna að hagnýta það, enda hafa þeir bjargað því undan báru úti við ströndina og flutt hingað heim, í þeim tilgangi að hag- nýta til bygginga eða annarra þarfa, eða gera að verzlunarvöru annars, og er það önnur saga. En hér er verið að vinna að lestun flugvélar og hér fækkar í réttinni að sama skapi og fjölgar í vélinni. En flutn- ingunum er ekki lokið. Þarna sézt til fjár- rekstrar. Sumt af honum á sjálfsagt að fljúga lifandi, en annars er hrútlömbunum slátrað og kjöt og gærur fara einnig með Glófaxa til Reykjavíkur, í sérstökum ferð- um. Hér hefi ég þá verið viðstaddur þar sem lömbin voru flutt í Faxann, en sagan um för þeirra til Borgarfjarðar er ekki löng fremur en förin. Klukkutíma flug, og allt fer fram með ró og spekt „um borð“, ekk- ert óvænt kemur fyrir, vélin er tæmd og flogið er til baka eftir nýjum farmi. En mig fýsir að litast um í þessum sérstaka heimi á landi voru og sjá hvernig umhorfs er þar sem þessi lömb hafa fæðst og alið aldur sinn um nokkra mánuði. Þessvegna ákveð ég að dvelja um stund, skoða skilyrðin og bíða heimfarar einn eða tvo daga. ★ Sigurður Björnsson, Kvískerjum, flutti mig í „Jeppa“ vestur á bóginn, eða réttara sagt norður, þegar talað er um leiðina frá Fagurhólsmýri að Svínafelli, en þar var gisting og góður beini búinn hjá Páli bónda. Árla næsta morgunn vaknaði ég við þrastaklið og þýðan fossanið frá skógi klæddri brekku ofan við bæinn, þar sem lækur fellur í fossum af brún. Mér verður litið yfir umhverfið — yfir hina víðlendu sanda í vestri, þar sem Skeiðará byltist og veltist og þar sem hún hefir orpið land sandi, sitt á hvað, um aldaraðir, svo að grasi gróin lönd í hundraða hektara tali hafa horfið. Þarna var eitt sinn heil kirkju- sókn, að sögn, eða að minnsta kosti marg- ar bújarðir. Og við túnjaðarinn, nokkrum metrum innar en innsti Svínafellsbærinn, er rönd hins bláhvíta, ískalda jökuls, sem þrengir sér hingað niður undan þunga þess jökuls, sem ofan á hleðst. Og í austri veit ég um hið forna prestsetur, Sandfell, þar sem mahogníhurð er sögð fyrir fjósdyrum og aðrar byggingar hafa verið vandaðar að sama skapi, en nú er þar ekkert prestset- ur — engin byggð, en sandhaf á flesta vegu, þegar komið er út yfir landamörk hins gróðursæla túns. Lengra er ferðinni heitið, því að fjár- kaupmenn eru komnir að Skaftafelli og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.