Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1951, Qupperneq 21

Freyr - 01.10.1951, Qupperneq 21
FREYR 307 þangað skal stefnt. Bíllinn er illu vanur, en lætur vel að stjórn hins æfða bílstjóra, jafnvel í Skaftafellsá, sem sjaldan er ann- ars bílfær. Og á leiðarenda er komið í sama mund og Skaftafellsbændur eru að koma með féð úr heiðinni; það þokast nið- ur skógi vaxna hlíðina og safnazt í hóp á sandinum neðan við brekkurnar, þar sem Skaftafellsbærinn eitt sinn stóð á grasi vöxnum grundum. En bæinn varð að færa upp í heiðarbrekkuna sökum ágangs Skeið- arár, sem nú hefir breitt sand yfir grund- ir neðra. Fjárhópurinn streymir framhjá og nú er rekið til réttar. Áður en störfin hefjast er sannreynd gestrisnin í Skaftafelli. Hafði ég áður um hana heyrt, en reyndi nú eigi lak- ari en af var látið. Sú saga hefir oft verið sögð og skal eigi endurtekin hér, en víst má á lofti halda höfðingsskap þeirra hjóna, Ingigerðar og Odds, ekki sízt þegar þau eru þaðan horfin, og aðrir verða að taka við þar sem þau hafa sleppt. Fyrir vegfarandann kemur ýmislegt hér einkennilega fyrir sjónir, m. a. að sjá þil öll þakin strengdum selskinnum, hér uppi við jökla ,en 30 km eru til strandar. Skýr- ingin er sú, að Skaftafellsbóndinn á sel- fjöru og getur farið í látur eða hreppt þar rekahnyðju ef svo ber undir. Og hvar á ís- landi hefir bóndi fullt í fangi með að veria túnið fyrir „ágangi skógarins“ annarsstað- ar en í Skaftafelli? Eða hvar á íslandi er annað eins Bæjargil og hér í Skaítafelli? Er þá aðeins fátt nefnt, en ekki skal hjá líða að minnast á gulrótaræktina og blómkáls- ræktina hjá Ragnari bónda og konu hans, en þar er upp^kera eins og í Hollandi væri. Hér er veðursæld og hér er jarðvegur með afbrigðum djúpur og frjór og hér hefir um alla tíð verið auðvelt að framfleyta sauðfé. Gauðirnir hafa alárei verið gjafafrekir í Svinafell i Örcefum. Ljósm.: G. K., október 1950.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.