Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1951, Page 23

Freyr - 01.10.1951, Page 23
FREYR 309 gleggst marka hinn upprunalega norræna stofn. Máske hafa ættmæður og feður þeirra verið útigöngufé í Eystra-Fjalli, í Skaftafellsheiði eða Skaftafellsfjöllum. Þá má og hér sjá glögg einkenni hinna þing- eyzku fjárstofna á síðari árum. Máske er það frá þeim tíma er smalarnir í Skafta- felli og Möðrudal á Fjöllum mættust og heimsóttu hvorir aðra, eða eru það ná- grannarnir Oddur í Skaftafelli og Jón í Möðrudal, sem hafa haft fjárkaup? Svo er mælt að gamlir máldagar greini, að Skafta- fellsbóndinn eigi hagagöngu fyrir hross í Möðrudal, en Möðrudalsbóndinn skógar- högg í Skaftafelli. Hvort þau lög gilda í dag hljóta lögfróðir menn að vita, en hitt er víst, að reglulega munu þessi hlunnindi ekki hagnýtt gagnkvæmt. Eigi fara heldur sög- ur af því að smalinn í Möðrudal hafi þurft að nota rúmið, sem honum skal á hverjum tíma búið í Skaftafelli. En hvað um það. Einhverntíma hljóta Skaftafellsmenn að hafa fengið þingeyzkt fé til kynbóta — eða til gamans. Það geta Mýramenn að minnsta kosti verið vissir um, að bæði er þingeyzkt blóð og annað blóð í æðum lambanna, sem þeir fengu frá Skaftafelli haustið 1950. Og Ólafur og Gunnar merkja lömbin og setja með því innsigli Mýramanna á þau, en skaftfellsku bændurnir aðstoða við sókn og vigtun. Vigt lambanna er skráð, þeim er safnað í hóp og hópurinn er síðan rekinn áleiðis til Fagurhólsmýrar. Fyrir þessum lömbum, eins og hinum, sem keypt hafa verið und- anfarna daga, liggur för um loftin blá, þvert yfir fjöll og firnindi, til Borgarfjarðar. ★ Shaftafell i Örœfum (Bölti). l.jósm.: G. K. október 1950.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.