Freyr - 01.10.1951, Síða 29
FRE YR
315
vissi ég um ástæðuna. Þá stóð mjólkin og
beið lengi í glaða sólskini og hita.
----o----
Það má eflaust gera ráð fyrir, að þó gesti
beri að garði á Melum, þá mundu þeir geta
komið og farið, eins og ég, án þess að verða
þess vísir hver er megin ástæðan til hins
góða árangurs af flokkun mjólkurinnar
þaðan, um áraraðir, og það í þeim mæli,
að hún verður að teljast
BEZTA MJÓLK Á ÍSLANDI.
En hvernig á vegfarandinn að verða þess
vís þegar bóndinn sjálfur kveðst bara við-
hafa venjulegar aðferðir við öll störf? En
þeir, sem bezt þekkja til á Melum, vita, að
þar er hirðusemi og umgengni í öllu miklu
meiri og betri en almennt gerist, en slíkt
er bóndanum svo samgróið, í öllum störf-
um og athöfnum, að það er ekkert sérstakt
um meðferð mjólkur og mj ólkuríláta. Að-
staðan er eins og gengur og gerist. Þess-
vegna hlýtur það að vera árangur af starf-
inu, sem fær því til vegar komið, að mjólk-
in héðan er hænufeti framar í kapphlaup-
inu en sú, sem næst er í röðinni. En bónd-
inn hafði enga hugmynd um að hans mjólk
væri nr. I á öllu landinu og vildi trauðla
trúa því. Og varla mun hann miklast af
slíku meti. Það væri ólíkt Halldóri á Mel-
um. Eigi að síður er hann — í þessum efn-
um — fyrirmynd allra annarra bænda hér
á landi.
Ég kveð, ek frá garði og hugleiði þær
staðreyndir, að gull- og silfurmunum er
heitið að verðlaunum fyrir ýmiss afrek. En
þó að bóndi vinni í kyrrþey og sendi ár eft-
ir ár frá sér beztu mjólkina, sem framleidd
er á landi hér, þá liggur slíkt afrek 1 þagn-
argildi. Og þó — þó er þetta ósegjanlega
mikilsvert fyrir alla þjóðina, að mjólkin sé
fyrsta flokks vara — og helzt alltaf fyrsta
floJcks vara.
Það væri vissulega tilefni fyrir mjólkur-
samlögin að heita árlega verðlaunum fyr-
ir beztu mjólkina, sem þeim berst. Þar
ættu áletraðir gull- og silfurmunir alveg
eins vel við handa methafanum á hverju
mjólkurframleiðslusvæði, eins og slíkum
hlutum er heitið í ýmsum greinum íþrótta.
Það er ,.æði heiðurs vert og gagnlegt að
vera methafi í mjólkurgæðum.
G.
Tvær vænar ær
Þegar ég las frásögnina um Lóu á Hesti
í aprílhefti Freys 1951, rifjaðist upp fyrir
mér um tvær jafnöldrur hennar, sem lóg-
að var, á Grjótnesi á Melrakkasléttu, haust-
ið 1919. Þær hétu Elli og Sléttbaka. Aðra
átti ég sjálfur, en hina húsbóndi minn,
Björn Guðmundsson.
Saga Elli minnar er þessi:
Haustið 1916 var hún lamb og vóg þá
38.5 kg. Veturgömul 55.5. Tvævetur, algeld,
75 kg. — Á þriðja vetri bar hún 2 lömbum
dauðum fyrir sauðburð, og tók þá mjög að
sér.
Á þessum aldri var Sléttbaka aldrei veg-
in. Hún átti aldrei lamb.
Þegar þrevetlur þessar komu af fjalli
haustið 1919, þótti á þeim allmikill munur.
Sléttbaka var fremur stuttvaxin, og öll á
þverveginn. Þetta haust var hún svo þung-
fær, að gát var á höfð að hún ylti ekki um.
Það var með sýnilegum erfiðismunum að
hún hafði sig á fætur, þótt eðlilega lægi.
Elli var aftur á móti langvaxin nokkuð,
sívöl, og að þessu sinni svo tiltakanlega
kviðlaus og léttfær, að með ólíkindum þótti,
að í henni væri nokkurt verulegt niður-
lag.
Nú voru þær báðar vegnar á fæti og síð-
an lógað.
Sléttbaka vóg 85 kg. Fall hennar var
39.5 kg. Mörinn — nýrmör og netja — 11
kg., en ég er ekki viss um að gæra henn-
ar hafi verið vegin sérstaklega, þótt mig
hálfminni að hún hafi verið talin 7 kg.
Elli vóg 82.5 kg. Nú þótti undrum sæta.
Munurinn á henni og Sléttböku aðeins 2.5
kg. — Þegar Elli var rist á kviðinn, kom