Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1951, Side 30

Freyr - 01.10.1951, Side 30
316 FREYR annað undrið í ljós. Vömbin var eins og úr lambi. Fall hennar var 39.5 kg., og þó litlu betur, því að á jöfnu stóð hvort telja skyldi 39.5 eða 40 kg. Mörinn var 9.5 kg. og gæran 8 kg. Lóa frá Hesti ber af um lifandi þungann, en lýtur í lægra haldi fyrir hinum báðum, þegar til afurðanna kemur á blóðvelli. Samanburður, á þessum þremur ám, er að því leyti ekki réttur, að forsagan er önn- ur, einkum Sléttböku, sem var tvígeld. Aft- ur á móti eru þær Elli og Lóa báðar lamb- gotur þegar þær eru felldar. Og Lóa er stríðalin á hverjum vetri eins og vorvigt- in sýnir. — Hinar bjuggu við harðrétti. Grímsey 25.6. 1951. Kristján Eggertsson. Vænn buröur Sagður var hann afburða kind, en dó úr bráðapest ungur. Móðurfaðir hennar Fleygur, I. verðlaun hér 1934. Móðurönnmi hennar, Blökk, -keypti ég lamb 1926 frá Ingimundi Magnússyni á Osi í Strandasýslu. Var hún kollótt, af Kleifakyni, af hinum fræga Ós- stofni þess. Móður Fleygs, er var hyrnd, útvegaði Ingim. ntér sama ár frá Magnúsi Lýðssyni í Kálfanesi, sömu sveit. Faðir I'lcygs hét Spakur, frá Magnúsi Sigurðssyni á Kinnarstöðum í Austur-Barðastrandarsýslu. Þessir merku nalnar áttu báðir afburða gott fé, að ég ætla. Þór, faðir Fleygs, átti Gunnlaugur Þorsteinsson, læknir á Þingeyri. Kom hann ekki á sýningu, en var afburða niikil og góð kind. Var hann ættaður úr Suð- ur-Þingeyjarsýslu, því Gunnlaugur fékk kinddur það- an, frá Stóru-Völlum í Bárðardal(?) Brotinhyrna er þannig ættuð úr 5 sýslum, því nokk- uð er af vestur-ísfirzku blóði í henni líka. Vona ég að dæturnar Búlda og Bletta verði góðar ær, ef þeim verður lífs auðið, því settar verða þær á vetur, ef heimtast. Neðri-Hjarðardal 3. ág. 1951. Jóhannes Daviðsson. Brotinhyrna bar 10. júní s.l. Gekk með 149 daga. Atti 2 gimbrar, fagrar og bústnar. Vógu þær nýfæddar 5 og 4.8 kg. Móðirin vóg sjálf um sumarmál 67 kg og var þá alllangt til burðar hjá henni. Brotinhyrna er fædd 1942 og hefir átt 11 lömb. Einu hrútlambi undan henni hefir verið fargað að haustlagi, hin öll sett á vetur, og lifa enn, nema einn hrúturinn. Allar gimbrarnar lifa heima, ásamt þrem dótturdætrum. 1946 var hrútur undan hcnni seldur í Fnjóskadal. Vóg hann 51 kg um haustið. Sigurður Davíðsson á Hróarsstöðum fékk hann og hlaut hrúturinn I. verðl. á hrútasýningu þar 2ja vetra. En þar eð Sigurður fékk einnig gimbrarlömbin héð- an þetta haust, vildi hann ekki leiða hrútinn lengi til hálfsystra sinna og dætra og lét Arnór Sigurjónsson á Þverá fá hrútinn 1948, og þar var hann lifandi er ég síðast vissi. Annar hrútur undan Brotinhyrnu er hér á næsta bæ, 3ja vetra. Arnór Sigurjónsson, er keypti hér lömb- in 1946, sá Brotinhyrnu þá og þótti hún fögur og fönguleg. Ætt Brotinhyrnu er góð og stendur víða fótum und- ir. Faðir hennar hét Gutti, 1. verðl. hér 1940, undan hrúti frá Hjöllum í Skötufirði í N.-ísafjarðarsýslu. Námskeið í kjötiðnaði í ágústmánuði s.l. hófust, í Reykjavík, námskeið í slátrun og kjötiðnaði, er Fram- leiðsluráð landbúnaðarins gekkst fyrir. Til þess að veita námskeiðum þessum forstöðu og leiðbeina þeim, er námskeiðin sóttu, voru fengnir tveir Danir, þeir: K. G. Mikkelsen, ráðunautur, frá Teknologisk Institut, í Kaupmannahöfn, og Henry Han- sen, slátrarameistari. Námskeiðin voru haldin hjá Sláturfélagi Suðurlands, en bókleg fræðsla í skóla við Lindargötu í Reykjavík. Stóðu þau tæplega mánaðartíma. Að þeim loknum ræddi Mikk- elsen ráðunautur við blaðamenn, gerði grein fyrir hvernig starfsháttum hafði ver- ið hagað og hvernig honum virtust viðhorf í málum kjötiðnaðarins hér og ennfremur hvað gera bæri. Má þá fyrst geta þess, að ráðunauturinn taldi höfuðnauðsyn að menn öðluðust sér-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.