Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1951, Page 31

Freyr - 01.10.1951, Page 31
PRE YR 317 K. G. Mikkelsen. menntun á því sviði, sem snerti þessar greinar og ekki mætti láta við svo búið standa að hin faglega fræðsla væri sú sama og þeir öðlast, sem stunda byggingaiðnað eða önnur fjarskyld efni. Slátrun og kjöt- meðferð væri sérgrein sem annars staðar krefðist mikillar sérþekkingar, og svo þyrfti einnig að vera um búið hér, að menn gætu hlotið hana. Kvaðst hann, ásamt fleirum, hafa átt tal við fulltrúa úr land- búnaðarráðuneytinu, um þessi mál og mætti gera ráð fyrir íhlutan um betri menntun manna á þessum sviðum áður langt líður. Þá gat MikJcelsen þess, að hér mundi mega hagnýta, betur en raun er á, vissar sláturafurðir, einkum einstök líffæri skepnanna, svo sem innyfli úr stórgripum, sem menn hér teldu ekki hafa verðgildi og hirtu því eigi. Um innyflin sagði hann, að þegar þau eru rétt með farin geymi þau mjög mikil verðmæti, sem aðrar þjóðir leggja mikið kapp á að hagnýta. Hið sama er að segja um blóð, sem ráðu- nauturinn taldi að engan veginn mætti láta tapast sökum hins mikla verðgildis þess, og því bæri að athuga á hvern hátt það yrði bezt varðveitt og notað. Um kjötiðnaðinn gat ráðunauturinn þess aö vitanlega stæði hann til bóta, enda eðli- legt, því hvernig ættu þeir að vera leiknir kjötiðnaðarmenn, sem ekki öðluðust mennt un á því sviði. Hitt kvaðst hann fullyrða, að þátttakendur í iðnaðarnámskeiðinu hefðu verið bæði ötulir og áhugasamir og því væri enginn efi á að þeir gerðu sitt bezta t'l þess að efla þessa grein. Kjötiðn- aðarnámskeiðið var sótt af 22 mönnum. Um slátrunina kvaðst hann annars fátt hafa að segja, svo og um kjötið almennt, nema svínakjötið, er væri það lélegasta sem hann hefði nokkurntíma og nokkurs staðar séð, en það mundi eiga sínar ástæð- ur í því tvennu, að fóðrun svínanna væri allt önnur en vera ber og ef til vill ætti skyldleikarækt stofnsins sinn þátt í því. Nautgripakjötið taldi hann nokkuð betra en útlit skepnanna benti á. Um árangur námskeiðanna verður auð- vitað ekkert sagt strax, en reynslan verð- ur að leiða hann í ljós. Hinsvegar kvaðst ráðunauturinn fara héðan öruggur í þeirri trú, að þessi námskeið yrðu upphaf að örri þróun þessara efna hér á landi, og með þeirri ósk bað hann Frey að bera kveðju sína öllum þátttakendum í námskeiðun- um og öðrum þeim, sem þessum málum væru velviljaðir. Friedrich Mörtzch heitir þýzkur ritstjóri við stórblaöið Die Welt, í Hamborg. Hann dvaldi hér á landi um tíma í sumar, ásamt teiknara blaðsins, í þeim tilgangi að kynna sér land og þjóð með tilliti til skilyrða fyrir ferðatólk, og með þeirri ætlan að skrifa bók um ísland. Maður þessi hefir áhuga fyrir hrossarækt, og til þess að kynnast henni hér á landi ferðaðist hann ríðandi um landið, ásamt Gunnari Bjarnasyni, hrossaræktarráðunaut. Atti ritstjórinn tal við fréttamenn áður en hann hvarf héðan og sagði þá, að sér litist vel á íslenzka hesta, taldi þá mjiig við hæfi þýzkra smábænda og vildi stuðla að ræktun íslenzkra hrossa, með tiiliti til þessa. Ef þetta kæini til framkvæmda mætti búast við að markaður opnaðizt fyrir nokkur íslenzk hross til kyn- bóta og viðhalds stofni þar, en ólíklegt hinsvegar að slxk framkvæmd opnaði almennan markað fyrir is- lenzk hross, því að hver þjóð vill jafnan búa að sínu. En miðað við, að efnt yrði til ræktunar íslenzkra hrossa í Þýzkalandi, ætti það að vera kappsmál okkar íslendinga, að eiga nokkra úrvalsstofna, hreinræktaða og langræktaða, svo vænta mætti þess, að héðan yrði hægt að selja óbrigðular kynbótaskepnur.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.