Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.1951, Side 33

Freyr - 01.10.1951, Side 33
FRE YR 319 Eyjafjarðarsýslu varð hann 1928, og einnig við síðasta fasteignamat. Við stofnun hús- mæðraskólans á Laugalandi 1937 var hann skipaður formaður skólanefndar og hélt því starfi til dauðadags. Öllum öðrum störfum var hann búinn að skila af sér, en þetta starf, ásamt öllum málefnum húsmæðra- skólans, var honum svo kært, að því vildi hann sinna meðan líf og kraftar leyfðu. Af framansögðu má ljóst vera hvílík feikna orka og timi gengið hefir til að sinna öllum þessum margvíslegu störfum, þegar þess er jafnframt gætt, að Davíð gekk jafn- an heill og með brennandi áhuga að hverju því starfi og málefni, sem honum var til trúað. Sparaði hann þá hvorki tíma né fyr- irhöfn til framgangs því máli, er að var unnið hverju sinni. Er vert, í því sambandi, að geta ótrauðrar baráttu hans fyrir stofn- un húsmæðraskóla á Laugalandi, sem var hans hjartans mál. Vandvirkni, smekkvísi og samvizkusemi var honum svo ríkt í blóð borið, að út af gat ekki brugðið. Þótti sum- um, er lítt þekktu Davíð, að þar kenndi, á stundum, nokkurrar smámunasemi. En hinir, sem nánar höfðu kynnzt honum, vissu að hér var hann að þjóna sínu innsta eðli, því í engu vildi hann vamm sitt vita. Eins og nærri má geta hlutu störfin út á við að vera að meira eða minna leyti unnin á kostnað bústarfanna heima. Davíð var stórhuga framkvæmdamaður og því ærin verkefni heima fyrir, auk daglegra anna. En það var lífsnautn Davíðs að vinna í víð- um verkahring og neyta allra krafta, ekki sízt ef um hugsjónamál var að ræða. Heim- ilisstörfin ein fullnægðu honum því ekki. En því aðeins gat hann veitt sér þessa nautn, að fyrir heimilisstörfunum væri samt séð. Þessvegna viðurkenndi hann og mat fyllilega, og taldi lífshamingju sína, að þegar hann var langdvölum að heiman við störf, er honum voru falin, sem oft kom fyrir, að þá tók húsfreyjan alla stjórn heimilisins, úti og inni, í sínar styrku hend- ur af mikilli röggsemi. Var Sigurlína Jón- asdóttir búkona mikil, stjórnsöm og ein- örð. En eins og títt er um mikla stjórnend- ur, sem þekkja mátt sinn og hæfni, var hún ógjörn að láta mikið af bústjórninni af höndum sér, enda þótt bóndi hennar væri heima. Varð þess aldrei vart, að Davíð kynni því öðruvísi en vel. Um allar stærri framkvæmdir heima fyrir voru bau sam- hend, enda latti Sigurlína aldrei stórræða, er til framfara horfðu. Á Kroppi var mikið um ýmiskonar fram- kvæmdir í jarðrækt og húsabótum. Davíð var með allra fyrstu bændum, hér um slóð- ir, að afgirða tún sitt með gaddavírsgirð- ingu. 1929 gerði hann stórvirki í landslétt- un og framræzlu. Naut hann þar að vinnslu hins fíleflda þúfnabana, er þá var lang stórvirkast jarðræktartæki hér á landi. Auk þess vann hann nær árlega að túnrækt með hestverkfærum. Árið 1920 byggði hann vandað íbúðarhús og nokkru síðar 30 kúa fjós og tilsvarandi heyhlöðu. Var hér í stór- virki ráðist, þegar þess er gætt, að efna- hagurinn var aldrei traustur. Þrívegis varð Davið fyrirr stórtapi vegna ábyrgðarskulda, er féllu á hann, og eitt sinn svo stórfellt, að honum lá við gjaldþroti. Notuðu ýmsir sér það að hann var greiðasamur og vildi hvers manns vandræði leysa, ef unnt var. Öllum síðari tíma nýjungum, sem honum virtist til heilla horfa, tók hann opnum örmum og veitti þeim lið og brautargengi hvar og hvenær sem hann gat komið því við. Hann var hvergi hálfvolgur í skoðun á mönnum og málefnum og lá ekki á skoðun sinni. Hann kunni lítt að tala tungum tveim og varð því, á stundum, æskilegri skotspónn andstæðinganna en ella, eins og verða vill um þá, er þora að segja hug sinn allan. Þau hjónin, Davíð og Sigurlína, voru gest- risin heim að sækja og glaðir veitendur svo að af bar, enda var oft gestkvæmt á Kroppi og glatt á hjalla. Sama var að segja, er menn sátu með Davíð á fundum eða við nefndarstörf. Hann hafði sífellt á reiðum höndum gamansemi og glaðværð, sem oft auðveldaði samstarfsmönnunum að finna það, sem bezt var og sannast í hverju máli. Eins og að líkum lætur, eftir svo langan og viðburðaríkan starfsdag, átti Davíð fjölmarga samstarfsmenn víðsvegar að á landinu, frá hinum ýmsu fundum og nefndum, er hann var kvaddur til að vinna að. Féll það þá ósjaldan í hans hlut að bera

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.