Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 36

Freyr - 01.10.1951, Blaðsíða 36
322 FRE YR á ýmsum þeirra bæja gerir garnaveikin feikilegt tjón. Ef allir, sem að þeirri til- raun standa, sýna fullan þegnskap og sam- vizkusemi í eítirliti með tilrauninni, ætti að megn vænta mjög veigamikilla upplýs- inga til eða frá um gagnsemi þessarar bólu- setningar á næsta ári eða tveimur. Þetta er hinsvegar talsvert vandasamt og flókið mál, og þótt allir starfi að því í beztu sam- vinnu og með góðum vilja, geta mistök orð- ið. Á miklu veltur, að engin keppni eða deilur séu um svona tilraunir, meðan þær standa. Þvert á móti þarf hver og einn að reyna að beita hlutlausri skynsemi sinni og gagnrýni til hins ýtrasta allan tímann. Ég endurtek þá skoðun mína, að ég álít, að blaðaumræður um málið á þessu stigi geti gert verulegt tjón í því efni, og sannarlega ekki orðið til hjálpar. Eins og allir bændur vita, er meðgöngu- tími garnaveikinnar mjög langur — skipt- ir oft árum — og sjálfur sjúkdómurinn stendur einnig lengi. Móðir náttúra svar- ar þessvegna hægt og seinlega, þegar hún er cpurð um ónæmislögmál slíks sjúkdóms, jafnvel þótt engin mistök verði af hendi spyrjandans. Við skulum reyna að taka á þolinmæðinni enn um stund til að spilla ekki þeim árangri, sem annars gæti feng- izt. Bændum er óhætt að treysta því, að við mundum ekki halda í við þá bóluefni, sem við héldum, að kæmi þeim að haldi í þeirra erfiðu raun. Tilraunastöð háskólans á Keldum. Björn Sigurðsson. Það bar við suður í Krísuvík þann 13. ágúst í sumar, að klukk- an 23 að kvoldi eignaðizt kvíga, frá Setbergi við Hafn- arfjörð, kálf. Var hún þar syðra, ásamt öðrum kvíg- um, í hagagöngu. Þegar komið var á staðinn næsta morgunn kl. 6 var kálfurinn horfinn og fannst hann ekki þó að leit- að væri af tveimur allan daginn og fram á nótt. Liðu svo 13 dagar, en þann 26. ágúst fannst kálfur- inn á Nýjabæjartúni í Krísuvík, örskammt frá þeim stað, sem hann fæddist. Var hann þá sprækur og við bezta gengi, en kviðdreginn og magur. Gat hann þó slaðið á bíl heim til Setbergs. Þar fékk hann aðhlynn- ingu á viðeigandi hátt og lifir enn við bezta gengi. A kálfinum var ekkert að sjá, nema granir hans voru hrúðraðar og því líkast sem hann hefði skafið húð- ina af. Er sennilegast, að hann hafi sogið gras og lif- að af því, en um leið skafið þunna húð og veika af grönunum. Einar Halldórsson, á Setbergi, telur engar líkur til að nokkur hafi líknað kálfinum á þeim 13 dögum frá því hann fæddist unz hann fannst. Fosfórmagnið í fóðri kúnna, og þarfir þeirra fyrir fosfór, er nú umræðuefni meðal danskra tilraunamanna og verk- efni til meðferðar á tilraunastöðvum. Við blóðrann- sóknir hefir komið í ljós, að fosfórmagnið t blóði kúnna er einatt aðeins þriðjungur þess sem vera skal. Er tal- ið að ófrjósemi og ýmsir aðrir kvillar sigli í kjölfar fosfórskorts og því þurfi að blanda hæfilegu fosfór- magni í fóðrið, einkum nú, þegar magn kraftfóðurs, sem kýrnar fá, er miklu minna en áður gerðist. Útgefendur: Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. — Útgáfunefnd: Einar Ölafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. — Ritstjóri: Gisli Kristjánsson. — Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 1023. Sími 1957. BÚNAÐARBLAÐ Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.