Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Blaðsíða 3
W Fyrst og fremst
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ2005 3
Þær Heiðrún og Halldóra koma næstum á hverjum degi á.
leikvöllinn og prfla þar í kastalanum tímum saman. Þær hafa
mikið gaman af kastalanum og hvor annari og er alltaf kátt á
hjalla þegar þær koma saman. Þær segjast helst nota sumarfrí-
ið til þess að leika sér.
Þrátt fyrir að sumarið sé alltaf skemmtilegt geta stelpurnar
ekki annað er hlakkað til vetrarins. Þá munu þær byrja í „stóra
skólanum", en þær stöllur munu fara í 1. bekk i Háteigsskóla.
Þrátt fyrir að nú sé hásumar þarf brátt að huga að innkaupum
fyrir skólann, hvernig skólatösku og pennaveski á að kaupa.
Spurning dagsins
Hefurðu farið á völlinn í sumar?
„Bý erlendis."
„Ég bý erlendis og hefbara
farið á frjálsíþróttavöllinn
þar."
Sandra Birgisdóttir ný-
stúdent.
„Nei, ég hef
engan áhuga á
fótbolta."
Þorgeir Þor-
geirsson
hönnuður.
„Nei, veit ekki
1 , f afhverju. Það r' 1
r*l _ .. WÍ er búið að vera
[jt. ? nóg að gera í
Wk — jy vinnu og [J m W il|
svona, þannig
að ég hefekki
komist."
Sandra Gunnarsdóttir
kjúklingasölukona.
„Eg bý hjá KR- „Nei, ég er
vellinum og því voðalega lítið P|||É
eiginlega alltaf r*- % i fyrir fótbolta,
á vellinum. Mér er ekki fót-
líðurvel þar." Jk \ boltafrík."
Hulda Kr. Jó- Sigurgeir
hannesdóttir Sveinbergs-
KR-ingur. son mat-
reiðslumaður.
Fótboltasumarið er rúmlega hálfnað og hefur aðsókn verið hin
ágætasta. Ekki er eingöngu keppt í knattspyrnu á íþróttavöllum
landsins, því fyrir stuttu var stórmót í frjálsum íþróttum og einnig
bikarkeppnin í sundi. Því hefur verið nóg að gera hjá íþrótta-
áhugamönnum landsins.
Skokkað til friðar
„Já, ég man eftir þessu," segir Einar Vil-
hjálmsson frjálsíþróttagoðsögn. Gamla
myndin er afEinari þar sem hann fer
fyrirhópi fólks í friðarskokki 11. október
Gamla myndin
1986. „Þarna varhlaupið með friðar-
kyndil í tilefni af leiðtogafundinum í
Höfða. Þetta var kaldur og hressandi ís-
lenskur haustdagur. Þarna rigndi
hressilega." Einar segir marga merka
aðila hafa verið á staðnum. „Hemmi
Gunn stjórnaði dagskránni afsinni al-
kunnu snilld. Einnig voru biskupinn og
forsetinn þarna. Svo tók Steingrlmur
Hermannsson, þáverandi forsætisráð-
herra, á móti okkur með kyndilinn. Ég
man sérstaklega eftirgóðri móttöku
hans og frábærri ræðu."
Það lá beint við að Einar leiddi hópinn.
„Á þessum tíma var ég íþróttamaður
ársins. Ég hafði átt mjög gott keppnis-
tímabil árið 1985, þarsem ég vann
fjögur gull á Grand Prix mótinu."
Falla í kaldakol - fara I kaldakol merkir að
verða að engu, eyðast eða deyja út. Hvert
heimili þurfti að hafa logandi eld til að mat-
reiða við og til þess að hita upp
híbýlin. Þá voru ekki til eldspýtur.
Efallt féll í kaldakol var eldlaust
að morgni, og þurti þá að sækja eld á næsta
bæ, en það gat reynst erfitt og stundum
hættulegt, einkum að vetrarlagi.
Málið
...að Boeing -
747 þota flýg- fejEJ
ur á um 85% Y*~S5
afhljóðhraða nT
(0.855 Mach).
Þetta eru um 912
kkílómetrar á klukku
ÞÆR ERU MÆÐGUR
Forstjórinn & fyrrverandi aðstoðarskólastjórinn
Ema Gísladóttir, forstjóri B&L, og Bessý Jóhanns-
dóttir, fyrrverandiO aðstoðarskólastjóri Landa-
kotsskóla, eru mæðgur. Bessý eignaðist Emu
með Gisla Guðmundssyni eiginmanni sfnum
þann 5. maí árið 1968 í Reykjavík. Bessý fæddist
f Reykjavík þann 5. febrúar 1948 og er menntað-
ur sagnfræðingur. Hún hefur unnið sem kennari,
framkvæmdastjóri og aðstoðarskóiastjóri f
Landakotsskóla, þaðan sem hún var rekin f maí á
þessu ári. Erna er menntaður hagfræðingur og
gegnir nú forstjórastöðu f fjölskyldufyrirtækinu.