Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Blaðsíða 12
72 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ2005 Fréttir DV 14 ára strákur nauðgar 14 ára gamall drengur var handtekinn í Englandi á mánudag og hefur verið kærður fyrir sjö nauðganir á ^órum telpum. Ein telpan er sjö ára, tvær átta ára og sú elsta er tíu ára gömul. Þær voru all- ar að leik á róluvelli í Mandley Park, í Salford. Garðinum hefur verið lokað á meðan verið er að rannsaka vettvanginn. Drengurinn þarf að mæta fyrir rétt í dag. Teikningar eftir Hitler seldar Fjórar teikn- ingar og tvenn skilaboð eftir Adolf Hitler verða boðin upp í Montreal í Kanada síðar í mánuðinum. Mikil reiði hefur gripið um sig í samfélagi gyðinga í Kanada sem minnast nú þess að sextíu ár eru liðin frá því fangabúðirnar í Auschwits voru opnaðar. Talsmaður uppboðsfyrir- tækisins sem annast sölu myndanna segir að eigandi teikninganna vilji ekki láta nafns síns getið og hann vilji ekki tjá sig um hve mikið hann vilji fá fyrir þær. Kannabis nammi Baráttan fyrir banni við sölu á sælgæti með kanna- bisbragði í Bandaríkjun- um jókst á þriðjudaginn þegar að fimmta fylkið bættist í hóp þeirra ijögurra sem fyrir voru. Bragðefhin sem not- uð eru við framleiðslu sæl- gætisins innihalda þó ekki efnið THC sem er virka efn- ið í kannabisplöntunni. Sælgætið heíúr þegar verið bannað í Chicago og Suffolk og virðist vera farið að mæta vaxandi mót- spyrnu víðar, en talað er um að gotteríið upphefji fíkniefni í augum barna. Éx „Heyskapur hófst í gær,“segir Aðalheiöur K. Stefánsdóttir, starfsmaöur á hjúkrunarheim- ilinu Fellsenda. “Þaö hefur rignt megniö afjúllmánuði en það fór aö rofa til í gær og I dag er brak- andi þurrkur. Bóndahjúin eru þessa stundina úti á túni að slá en ég sé um matinn enda ekki hleypt á vélarnar. Þar sem ég er hinsvegar ágætis kokkur eru allir sáttir viö þetta fyrir- komulag. Ég heyröi því fleygt aö hérhafí verið haldin Leifs- hátlö á dögunum en ég var upptekin við vinnu. Þaö eru ekki alltafjólin I sveitinni." Landsíminn í nýrri fjölmiðlakönnun Gallup stendur RÚV algerlega óvænt uppi sem ótvíræður sigurvegari. Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, telur að um augljósa kerf- isvillu sé að ræða. Hafsteinn Már Einarsson hjá Gallup segir hins vegar einstaka þætti geta sett stórt strik í reikninginn og að áhorf sé flöktandi yfir sumartímann, nema hjá þeim elstu. um nyia uonnun „Þetta er út úr korti könnun. Ég er pollrólegur," segir Páll Magn- ússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Nýjasta Gallup-könnunin er ekki gleðiefni fyrir stjórn Stöðvar 2 og ekki heldur Skjá einn ef því er að skipta. Enda velti fréttamaðurinn G. Pétur Matthíasson sér upp úr tíðindunum í kvöldfréttum RÚV þegar hann gerði grein fyrir niður- stöðunum. RÚV telst samkvæmt þeim alger sigurvegari en áhorf hrynur hjá öðrum sjónvarpsstöðv- um. Hafsteinn Már Einarsson hjá Gallup telur engan vafa á leika að ald- hópar sem horfa á Stöð 2 séu meira fljótandi, en áhorfendahópur RÚV samanstandi af eldra fólki sem sé fastara fyrir. Og sumarið er tím- inn - fyrir RÚV. Einstaka þættir geta sett ikn' strik í reikninginn „Ég er í raun sammála Páli - ég held að hann þurfl ekki að hafa neinar stórkostlegar áhyggjur. Ekki er langt síðan við fórum að mæla áhorfyfir sumartímann, en þá virð- ist RUV koma betur út en aðrar stöðvar. Hins vegar kemur svo Stöð 2 verulega til ,baka að Hafsteinn Már Einarsson Páll gagnrýnir könnun Gallup. Páll Magnússon Segirafog frá aö áhorfþróist meö þeim hætti sem könnunin sýnir. Þaö gerist bara ekki aö sjón- varpsstöðvar pompi niöur um tíu prósent. ur- stað an hausti til, til dæmis með Idolinu," segir Hafsteinn. Einstaka þættir geta sett stórt strik reikninginn. Þannig raða landsleikir ís- lands í knatt- spyrnu, sem sýndir voru á RÚV, sér of- arlega. „Svo er inn- lend dagskrárgerð að skila sér. Út og suður Gísla Einarssonar skilar mjög góðu áhorfi og er kannski sá ___ þáttur sem kemur j mest á óvart,“ I gj— -----„----- segir Hafsteinn, sem segir áhorf yfirleitt dragast saman á sumrin. Hins vegar hafi landsleikirnir kannski dregið yngri hópa að skjánum. Kerfisvilla hjá Gallup Páll nefnir reyndar í samtali við DV að fréttastofan etji kappi við Eið Smára að þessu sinni. En kjarninn í máli Páls er sá að hann lítur á könnunina sem dæmi um kerfis- villu. „Það er alveg sama hvar borið er niður hjá Stöð 2 og Skjá einum, allt fer niður um tíu prósent. Þannig þróast ekki áhorf á sjónvarp. Ef bor- ið er saman við niðurstöður úr síð- ustu könnunum, þá er þetta al- gerlega á skjön við þær. Þannig að fyrir mér er þetta augljós kerfis- villa. Þetta gerist bara ekki svona milli kann- ana. Ef hins vegar nið- „Það er alveg sama hvar borið er niður hjá Stöð 2 og Skjá ein- um, allt fer niður um tíu prósent. Þannig þróast ekki áhorfá sjónvarp." ■ . Gafiup Uppsafnað áhorf Ákveð- ið var aö framsetning könnunarinnaryrði sú að sýningar á efni á Stöðvar 2 plús yrðu skoðaðar sem endursýningar -sem má heita umdeilanlegt. verður eitthvað í líkingu við þetta í næstu könnun þá fer ég að hafa áhyggjur. En þetta rænir mig ekki svefni," segir Páll og lætur hvergi slá sig út af laginu. Stöð 2 og Stöö 2 plús - vill- andi framsetning Sé meginmyndin sem Gallup birtir skoðuð fer línan verulega nið- ur hjá Stöð 2 og Skjá einum en hún hækkar hjá RÚV. Ef betur er að gáð má sjá að Stöð 2 plús er á verulegri siglingu upp á við. Ósennilegt má telja að þeir sem notfæri sér Stöð 2 plús horfi jafnframt á Stöð 2. Þetta má því heita villandi mynd. Hafsteinn segir svo geta verið. En þarna er verið að mæla alla þá hópa sem einhvern tíma koma inn á viðkomandi stöð. Og því geti vel verið um skörun hópa að ræða og óvarlegt að leggja tölur Stöðvar 2 og Stöðvar 2 plús saman. „Samanburðurinn á einstökum þáttum miðast svo alltaf við frum- sýningu. Við erum verktakar en svonefnd verkefnisstjórn hefur formlegt ákvörðunarvald og ræður því hvernig framsetningin er." Bush stendur frammi fyrir erfiöri ákvörðun Bush gæti skipað konu „Alls kyns fólk kemur til greina," sagði George Bush Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í gær, þegar hann tjáði sig um skipun á nýjum hæstaréttardómara. Bush sagðist vera opinn fyrir því að skipa konu en það hefur verið ósk forsetafrúarinn- ar Lauru Bush. „Við erum ennþá að fá ráðleggingar frá öldungar- deildarþingmönnum og ég býst við að það haldi áfiram," sagði Bush. f Bandaríkjunum skipar forseti hæstaréttardómara, en skipunin er háð samþykki öldungardeildar Bandaríkjaþings. Spekingar vestanhafs halda því fram að það gæti verið heillaspor að skipa einhvem sem hefur ekki verið dómari á neðri dómstigum. Mörg- um hefur þótt hæstiréttur Banda- „Veldu konu" Laura Bush vonast til þess að bóndi hennar velji konu i starf hæstarétt- ardómara. Kannski er hún þarna að hvlsla: „Veldu konu." ríkjanna úr takti við þjóðina. Bush sagðist vilja skipa einhvern sem væri starfi sínu vaxinn. „Ég vil skipa dóm- ara sem mun túlka stjómarskrána, ekki reyna að setja lög." í fangelsi fyrir að neita að selja pitsur Selur pitsur til jmn kvartaði yfir bragðinu af pitsunum hans Aage Bjerre, en boð- skapur hans varhins- vegar vafasamur. „hinna viljuqu". v . I- Gómsæt Eng, Aage Bjerre, eigandi pitsustaðar í V* , '—‘ " ‘ Danmörku, þarf nú að fara í átta daga hann fangelsi fyrir mismunun eftir kyn- settiupp þætti, en hann neitaði að selja Frökk- með um og Þjóðverjumpitsu. Hann gerði myndum af fólki það í kjölfarið á Iraksstríðinu sem Frakkar og Þjóðverjar neituðu að sfyðja. „Ég geri þetta til að sýna Banda- ríkjunum stuðning," segir Aage. Þessar mótmælaaðgerðir hans hafa vakið mikla athygli. Mikil skemmdarverk vom ítrekað unnin á staðnum og salan dróst gríðarlega saman. Á endanum þurfti Aage að selja staðinn. Eitt af því sem vakti hvað mestu óánægjuna var skilti sem sem var málað í fána- litum Frakklands og Þýskalands og lokað inni í fangaklefa. Éinnig neitaði hann að þýða matseðilinn á þýsku. Hann hefur einnig neitað að borga sekt sem honum var gert að borga en hún hljóðaði upp á rúmlega 50 þús- und krónur. Pitsustaðurinn sem Aage rak var á Fjóni og em þýskir ferðamenn tíðir gestir í bænum en Frakkar em ekki eins algengir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.