Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 14. JÚU2005 11 Systir Gísla Þorkelssonar segir Qölskylduna vera að takast á við áfallið vegna morðsins á Gísla. Hún hitti Gísla síðast þegar hann kom til Bandaríkjanna í heimsókn til hennar ásamt syni sínum. Fjölskyldan syrair Gísla Þorkelsson „Þetta er hrikalegt. Öll fjölskyldan er í sjokki," segir Þórkatla Donnely, systir mannsins sem var myrtur á hrottalegan hátt í Suður Afríku. Maðurinn hét Gísh Þorkelsson. Iik hans fannst steypt í öskutunnu á sunnudaginn. Borin voru kennsl á líkið í gær. „Gísli var yngsti bróðir minn. Hann var í heimsókn hjá mér ásamt syni sínum í maí,“ segir Þórkatla, sem býr Pensylvaníu í Bandaríkjunum. Hún segir Gísla hafa geislað af gleði; þeir feðgamir hafi teflt og notið lífsins í faðmi fjölskyldunnar. „Hann fór svo aft- ur til Afríku þann 24. maí. Það síð- asta sem hann sagði var að kunn- ingjafólk hans hefði boðist til að sækja hann út á völl og keyra hann heim." Þetta sama kunningjafólk er nú í gæsluvarðhaidi vegna morðsins. Tefldu í kvöldsólinni Þórkatla segir Gísla alltaf hafa líkað vel við Afríku. Þar hafi hann búið síðustu tíu ár. „Gísli ferðaðist mikið um ævina og ákvað að lok- um að setjast að í Afríku. Hann hefur ekki verið giftur en eignaðist son sinn ungur að árum. Þeir eru líkir feðgarnir; bráðgáfaðir og fróðir og miklir áhugamenn um skák. Þegar Gísli bjó á íslandi keppti hann í skák þegar hann var „Maður hafði heyrt af þessum glæpum í Suður Afríku en þetta er virkilega ógeðfellt. Það gerir þetta svo enn verra hvernig farið varmeð líkið." yngri. Þegar þeir komu hingað til mín í heimsókn tefldu þeir feðgamir á pallinum hjá mér í kvöldsólinni." Örlagaríkt símtal Gísli rak fyrirtæki í Afríku og var nýbúinn að selja hús sitt þegar hann var myrtur. „Hann fékk ágætis verð fyíir raðhúsið og ætl- aði að finna sér annan stað. Pen- ingarnir vom allir í banka. Ætli fólkið hafi ekki verið á eftir þeim,“ segir Þórkatla sem fékk örlagaríkt símtal á þriðjudaginn. „Lögreglan Gisli Þorkelsson og Þórkatla Donnely systir hans LátGísla hefur fengið mikid a fjölskylduna. í Suður-Afríku hringdi í mig og lét mig vita að þetta væri Gísli. Lík- lega hefur hann haft símanúmerið mitt á sér. Ég fékk áfall. Trúði varla því sem hann sagði.“ Eins og í glæpamynd Á tilkynningum frá lögreglunni í Suður-Afríku hefur mátt skilja að Gísli sé frá Vestmannaeyjum. Þetta segir Þórkatla að sé rangt. Hann hafi búið í Kópavogi en son- ur hans í Vestmannaeyjum. Þórkatla segir hræðilegt hvern- ig farið hafi verið með bróður hennar. „Maður hafði heyrt af þessum glæpum í Suður-Afríku en þetta er virkilega ógeðfellt. Það gerir þetta svo enn verra hvemig farið var með líkið. Þetta er líkast einhverri glæpamynd," segir Þór- katla sem tekur einn dag fyrir í einu f sorginni. simon&dv.is TIL SÖLU OG SÝNIS að Auðbrekku 24 Kópavogi Heitir rafkynntir og hitaveitukynntir pottar, með stýrikerfi, nuddi,og hreinsibúnaði. Einnig fáanlegt fullkomið stjórnkerfi frá Kjörorku ehf, fyrir hitaveitukynnta potta. kr. 339.000 kr. 348.000 kr.379.000 kr.384.000 Stöðugur kjörhiti Tölvustýrt kerfi Kjörorku tryggir ávallt stöðugan kjörhita laugarvatns uppá brot úr gráðu. 39. 8löndunarhiti\ 39C Valtn potthft* 37»39 Vaiiö hitastig i potti Start Kveíkir á potti Naeturh Frostv Hítastig potts tO gr. Fvlla/Ta&ma Pott ítthrti pqw^mcT rat »* BtóncKxwwrúU F>**tt**yi Tm? « » StodvaOur Rautt l|ós , /VíOvorun á Grœnt liOs Stýring á Kaltvatn Ál 10-45 mldtur Skoöa ‘ViOvorun á skoOa aöaiskjá 5 sek Nevsiuvatn Tœmt at viO brottfor KJÖRORKA Auðbrekka 24 Kópavovur Slml: 487-8000 - 892-4600 Netfang: kjororka@kjororka.com Heimasíða: WWW.kjororka.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.