Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 14.JÚLÍ2005 Sport DV I í I I I juruLirmii luj sís ssssr sssií3sr^»“ «*íií Liverpool vill Milito Spænska liðið Real Zaragoza segir að vamarmaðurinn Gabriel Milito sé ekki tii sölu. Rafael Beni- | tez, framkvæmdastjóri Liverpool, kom með tilboð uppá u.þ.b. 7,5 | milljónir punda fyrir þennan 24 ára argentínska landsliðsmann. Evrópumeistarar Liverpool eru i leit að liðsstyrk í vömina hjá sér en Milito var nálægt því að ganga tii liðs við Real Madrid fyrir tveimur ^ m ] ámm. Það strandaði síðan á því að leik- ' maðurinn átti við meiðsli að stríða i hné. „Hann er mjög mikil- vægur fyrir lið- ið og við viijum ekki selja hann. Við erum búnir að bjóða honum nýj- an þriggja ára samning. Ég er bjartsýnn á að samningar náist" sagði Miguel Pardeza, stjómar- maður hjá Real Zaragoza. Milito er sem stendur í heimalandinu, Argentínu, þar sem hann er í sum- arfríi. Ðerfey kemur til Akranesar Hið fomfræga enska knatt- spymulið, Derby County, leikur æfingaleik við Landsbankadeild- arlið ÍA á Akranesvelli næsta þriðjudag klukkan 19. Þessi heim- sókn Derby hingað til lands er hluti af tmdirbún ingstímabili fé- lagsins fyrir enska keppnis- tímabilið sem , hefst í ágúst. Ðer- j by varð Eng- , lands- j meistan 1972 og 1975 en það lék til úrslita um úr- valsdeildarsæti sfðasta vor. Framkvæmdastjóri liðsins er Phil Brown sem er nýtek- inn við liðinu en hann hefur tmd- anfarin ár verið aðstoðarknatt- spymustjóri hjá úrvalsdeildarlið- inu Bolton Wanderers. Vonast er til að heimsókn Derby sé aðeins byijunin og að ensk lið fari f ríkari mæli að heimsækja ísland til að leika æfingaleiki á undirbúnings- tímabili sínu. Nýr þjálfari hjá Parma Mario Beretta hefur verið ráð- inn nýr þjálfari ítalska liðsins Parma. Beretta var rekinn frá Chi- evo seint á síðasta tímabili eftir að liðið var komið niður í fallsvæðið. Það kom þó ekki í veg fyrir áhuga Parma en félagið var sjálft í mikÖli fallbaráttu á síðasta leiktfmabili en náði að bjarga sér með þvf að leggja Bologna í umspili. Beretta er 45 ára og á vandasamt verk fyrir höndum enda er Parma í mjög slæmum málum fjárhagslega og ljóst að haim mun ekki hafa fúllar hendur fjár þegar kemur að leik- mannakaupum. Carmignani sem stýrði Parma seinni hluta sfðasta tímabils mun nú snúa sér að þjálf- un hjá unglingaliði félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.