Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Blaðsíða 26
MAGASIN
26 FIMMTUDAGUR 14.JÚLÍ2005
»V
THELMA & LOUISE
Brad leikur þrjótinn J.D. sem fær
far meðThelmu & Louise. Hann
sefur hjá annarri en rænir báðar.
FIGHT CLUB
Regla númer eitt, tvö og þrjú.
Maður talar aldrei um Fight club.
OCEAN'S ELEVEN
Brad Pitt leikur ofurtöffarann
Rusty Ryan í Ocean's Eleven.
Hann og tíu aðrir leggjast í spila-
vítarán. Gerð hefur verið fram-
haldsmyndin Ocean's twelve.
SNATCH
Hér leikur Brad sígaunann
Mickey. Mállýskuna hans skilja
sárafáir en hann er harðskeyttur
hnefaleikakappi.
SEVEN
Pitt leikur David Mills rannsókn-
arlögreglumann. Hann starfar
með kempunni Morgan Free-
man og saman elta þeir geðsjúk-
an morðinga.
LEGENDS OFTHEFALL
Brad leikur Tristan sem er sexí
og flottur. Hann er strfðsmaður
og pabbastrákur sem hefur siði
Indíana að fyrirmynd.
Leikarinn Brad Pitt er algjör töffari. Hann hefur átt farsælan leiklistarferil og
þykir góður leikari. Hann er eini maðurinn sem tvisvar hefur verið kjörinn kyn-
þokkafyllstur núlifandi karlmanna af tímaritinu People. Hann hefur verið í tygjum
við fallegustu konur í heimi, leggur stund á arkitektúr og spilar á gítar.
Svaðalegur
ráðinn í því að verða leikari. Áður en
hann landaði sínu fyrsta hlutverki
vann hann sem bflstjóri og flutn-
ingamaður.
Má ekki koma til Kína
Brad Pitt vakti mikla athygli sem
þjófurinn J.D. í kvikmyndinni
Thelma and Louise. Hann þótti
bæði ótrúlega myndarlegur og
sterkur leikari. Hann fór því fljótlega
að fá stærri hlutverk og lék í mynd-
um á borð við A river runs through
it, True romance og svo með Tom
Cruise í Interview with a vampire.
Eftir það hreppti hann hlutverk í
stórmyndum eins og Seven,
Legends of the fall, Twelve mon-
keys, Sleepers, Seven years in Tibet
og Fight club. Eftir kvikmyndina
Legends of the fall var hann kjörinn
kynþokkafyllsti karlmaður í heimi af
tímaritinu People. Aftur á móti var
honum bannað að ferðast til Kína
eftir leik hans í Seven years in Tibet,
en hún deildi á kommúnistastjórn
Kína.
Nóg að gerast hjá Brad
Brad er metnaðarfullur leikari og
sem dæmi má nefna að hann lærði
fluguveiði til þess að geta leikið í A
river runs through it. Hann bætti svo
á sig tæpum tíu kílóum af vöðvum til
þess að leika í Troy. Eftir að hafa séð
kvilonyndina Lock, stock, and two
smoking barrels hringdi hann per-
sónulega í leikstjóra myndarinnar
Guy Ritchie og bað hann um að hafa
sig í huga fyrir næstu mynd. Það var
kvikmyndin Snatch og var Brad Pitt
frábær í henni. Brad hefur marga
fjöruna sopið í kvennamálum og
hefur hann átt hverja kærustuna á
fætur annarri. Nú nýlega skildi hann
við eiginkonu sína til fimm ára,
Jennifer Aniston, og hefúr verið orð-
aður við Angelinu Jolie síðan. Brad
spilar á gítar og leggur stund á ar-
kitektúr þegar hann er ekki að leika.
Brad sem Kapteinn Ameríka?
Nú þykir móðins og hagkvæmt að gera kvik-
myndir eftir ofurhetjusögum. Batman, Superman,
Spiderman, Fantastic 4, Daredevil, og Electra eru
bara nokkur dæmi. Nú stendur til að gera kvik-
mynd um Marvel-hetjuna Kaptein Ameríka
og hafa framleiöendur kvikmyndarinnar
verið í sambandi við Brad Pitt um að leika
hann. Er Brad Kapteinn Ameríka?
Brad Pitt fæddist í Oklahoma 18.
desember árið 1963. Hann var alinn
upp í Springfield í Missouri. Móðir
hans heitir Jane en faðir hans Bill.
Brad gekk í Kickapoo-menntaskól-
ann og var mikið í íþróttum, lagði
stund á ræðumennsku og auk þess
sat hann í nemendaráði og svo var
hann auðvitað mildð í leiklist. Brad
fór svo í háskóla og lærði blaða-
mennsku. Brad átti aðeins tvær ein-
ingar eftir í háskólanum þegar hann
fluttist búferlum til Kaliforníu stað-
Helstu
kvikmyndir
Brads
JENNIFER ANISTON
Brad Pitt var kvæntur leikkonunni
Jennifer Aniston í fimm ár. Hann
skildi svo við hana og er sagt að
það hafi verið vegna Angelinu
Joiie. Jennifer er í rusli út af Brad.
ANGELINA JOLIE
Eins og allir vita sem fyigjast með
slúðurfréttum hefur orðrómur ver-
ið á sveimi um að Brad Pitt og Ang-
elina Jolie séu saman. Þau léku
saman i Mr. and mrs. Smith og eiga
að hafa byrjað að slá sér upp þá.
Ekkert er þó vitað með vissu. En
vfst er að þau eyða miklum tíma
saman.
\
k
W
GWYNETH PALTROW
Brad og Gwyneth
kynntust er þau
léku f Seven og in
trúlofuðust
árið 1996 en
hættu að vera
saman árið 1997. (
framhaldi af því
fór Brad að
hitta Jennifer
Aniston.
1
i
V#
GEENA DAVIS
Geena Davis lék
með Brad íThelmu
and Louise. Þau
hittust eftir mynd-
en samband
varð ekki
langlfft.
JULIETTE LEWIS
Juiiette lék ásamt Brad f kvikmynd-
inni Kalifornía. Þau áttu í sambandi
og stóð það yfir f
skamman
tfma.