Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. JÚLl2005 Fréttir DV Peningar virðast ástæðan fyrir morðinu á Gísla Þorkelssyni. Hann var skotinn í höfuðið af stuttu færi og líkið falið í öskutunnu fullri af steypu. Vinkona Gisla, Louise Oberhozler, játaði fyrir dómara í gær hlut- deild sína að morðinu. Hún og meintur ástmaður hennar, Willie Theron, voru færð fyrir dómara í járnum Réttarhöld hófust vegna morðsins á Gísla Þorkelssyni í héraðs- dómshúsinu í Boksburg í gær. Fjölmiðlar í Jóhannesarborg tala um morð í mafíustíl. Gísli var skotinn í höfuðið af stuttu færi. Lfkinu var komið fyrir í ösjcutunnu og hún fyllt af steypu. Tveir nánir vinir Gísla voru ákærðir fyrir morðið á honum í réttarsalnum í gær. Kona að nafni Louise Oberhozler, 43 ára, og maður sem heitir Willie Theron, 28 ára. Louise játaði frammi fyrir dómaranum. Bæði voru þau í fótajárnum. Hvorugt þeirra hefur farið fram á að vera sleppt gegn tryggingu. Vildu peningana Saksóknarinn í málinu, Henk Strydom, sagði fyrir réttinum í gær að um sex ákæruatriði væri að ræða vegna morðs og fjársvika. „Þau hafa gert alvarlegar tilraunir til að komast yflr peninga hins látna, en án árangurs," sagði Henk. Blaðakonan Anna Louw sat í réttarsalnum í gær. í grein hennar í The Star Tribune f dag lýsir hún réttarhöldunum á þennan veg: „Louise Oberholzer játaði frammi fyrir dómaranum, Mar- yanne du Þlessis. Hún sýndi lítil svipbrigði í vitnastúkunni. Willie Theron virtist taugaóstyrkur þegar hann var færður inn í réttarsalinn í fylgd tveggja lögreglumanna." Lokið fast Fimm vikur eru frá því Gísli Þorkelsson hvarf. Morðið upp- götvaðist þegar lögreglan í Boks- burg fékk upplýsingar um það sem virtist líkami manns í steypu í ruslatunnu. Tilkynningin barst til lögreglunnar ldukkan sex sl’. sunnudag. Eigandi hússins, Henkie Breedt, sagði lögreglunni að hann hefði opnað ruslatunnuna eftir ár- angurslausar tilraunir til að færa hana. Lokið hafi verið fest niður með skrúfum. Þegar Henkie náði lokinu af sá hann fætur manns standa upp úr steypunni. Handtökur Lögreglan hóf strax rannsókn á málinu. Hún komst að því að Willie Theron, góðvinur Breedts, hafði komið ruslatunnunni fyrir við húsið fyrir fimm vikum. Henkie Breedt sagði lögreglunni að hann hefði spurt Willie hvað væri í tunnunni. Willie hafi svarað að hann hefði verið að gera til- raunir með steypu. Hann væri að bíða eftir bíl til að flytja tunnuna. Lögreglan handtók Willie Ther- on undir eins. Nánari rannsókn leiddi til handtöku Louise Ober- hozler, vinkonu Willies og Breedts. Hún var handtekin í stór- markaði í úthverfum Bryanston á mánudaginn. Skotinn í höfuðið Á meðan handtökurnar fóru fram hafði lögreglan samband við Kötlu Þorkelsdóttur og skýrði ý Louise Oberholzer játaði frammi fyrir dómaranum Maryanne du Plessis. Hún sýndi lítil svipbrigði í vitna- stúkunni. henni frá grunsemdum sínum. Á miðvikudaginn bar vinur Gísla kennsl á líkið í líkhúsinu í Germi- ston. Andy Pieke sagði í samtali við blaðakonuna Önnu Louw að erfitt hefði verið að bera kennsl á líkið vegna rotnunar en vinkona Gísla hefði engu að síður verið þess viss að líkið væri af Gísla. Krufning verður framkvæmd á líki Gísla í dag. Þá verður skorið úr um nákvæma dánarorsök. Bráða- birgðaniðurstöður gefa til kynna að Gísli hafi verið skotinn í höfuð- ið af stuttu færi. Mafíustíll Fjölmiðlar í Suður Afriku segja morðið í mafi'ustíl. Pen- ingar virðast ástæða þess að Gísli lét lífið. Eitt aðalvitnið, Henkie Breedt, segist hafa farið í tjaldferðalag með Gísla og hinum meintu morðingjum hans, Willie og Louise, um síðustu páska. Hann hafi tekið eftir því að Willie og Louise ættu í leynilegu ástarsambandi. Gísli mun þá hafa greint þeim itá þeim fyrirætlunum sínum að selja hús sitt og fara til Ameríku. Willie og Lou- ise hafi boðist til að sækja hann á flugvöll- inn og Gísli þegið boðið. Willie Theron og Louise Oberhozler eiga yfir höfði sér lífstíðar- dóm verði þau fundin sek um öll ákæruatriðin sex. simon@dv.is mm IWHffí 11 ilitlíi........ iaiu IPffllllíf _______ Louise Oberhozler, 43 ára I -m ■ ■ Hefur játað aöiidsína að morðinu á Gísla Þorkelssyni. ____________________________________________________I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.