Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 17
DV Helgarblað
LAUGARDACUR 20. ÁGÚST2005 17
Kristín Jóhannesdóttir Krist-
!n er stúdent frá Verzlunarskól-
anum og útskrifaðist sem lög-
fræðingur úr lagadeild Háskóla
Islands. Hún fórí framhaldsnám
I lögfræði i Árósum.
Kristín Jóhannesdóttir er syst-
ir Jóns Ásgeirs. Kristín er
framkvæmdastjóri Gaums
og á 10% hlut í fyrirtækinu
Vinir Kristínar segja hana
nákvæma, heiðarlega og að
hún kjósi heldur að um-
gangast Qölskyldu sína og
vini frá fyrri árum en baða
sig í ljósi athyglinnar á
skemmtistöðum og síðum
dagblaða.
Falleg, glæsileg kona á lausu
Tryggvi Agnarsson lögmaður
tekur í sama streng. „Mér er ljúft og
skylt að tala fallega um hana Krist-
ínu. Annað er ekki hægt. Hún er
samviskusamasta, duglegasta og
heiðarlegasta manneskja sem ég
hef kynnst. Hún var á stofunni hjá
mér í níu ár, frá því áður en hún
lauk námi og allt þar til hún hélt í
framhaldsnám til Danmerkur. Það
var gott að vinna með henni, hún
var þægileg og yndisleg í aiia staði.
Það er sannarlega erfitt að horfa
upp á Kristínu, þessa eðaimann-
eskju á sakamarmabekk," segir
Tryggvi.
Þeir sem DV ræddu við er flestir
sammála um heiðarleika og vand-
virkni Kristínar. Ekki komi til
greina að ásakanir séu sannar, það
liggi eitthvað annað þama að baki.
Menn benda á að Kristín gæti hæg-
lega verið í glamúmum, falleg og
glæsileg kona á lausu. Það sé hins
vegar fjarri hennar eðli að láta mik-
ið á sér bera. Frekar kjósi hún að
umgangast fjölskyldu sína og nána
vini ffá fyrri árum en baða sig í ljósi
athyglinnar á skemmtistöðum og
síðum dagblaða.
bergljot@dv.is
hefur sannarlega vaxið ásmegin
síðustu ár,“ bendir hann á og bætir
við að Kristín sé traust, ábyggileg
og vandvirk manneskja. Það sýni
sig best í því að hún umgangist
mest vini frá fyrri tíð og fjölskyldu
sína, forðist að láta mikið á sér bera
og vemdi einkalíf sitt." Helgi segist
vita til að hún sé í nánu og góðu
sambandi við foreldra sína sem séu
jafnframt meðal hennar bestu
vina.
Foreldrar hennar, Ása og Jó-
hannes em um margt sammála.
Aldrei hafi verið vandi í kringum
Kristínu og þau taka undir orð
Helga um samviskusemi hennar og
áreiðanleika. Ása segir að Kristín
taki ásakanir sem á hana og aðra í
fjölskyldunni séu bomar afar nærri
sér. Fáar manneskjur séu vandvirk-
ari og ábyggilegri en hún og það sé
svo fjarri lagi að hún hafi staðið að
einhverju vafasömu. Kristín reyni
af fr emsta megni að vemda bömin
sín fyrir þessari umræðu en það
takist ekki alltaf. Bömin h'ði og sárt
sé að vita til þess. „Það kemur bara
ekki til greina Kristín sé sek um
eitthvað ólögleglegt og ég er ekki í
minnsta vafa um að fólkið mitt
verður hreinsað af þessum ásökun-
um og sýknað," segir Ása.
Kristín nennti ekki alltaf að hafa
bróður sinn í eftirdragi. Þegar dró
saman með þeim breyttist það
hins vegar eins og títt er með
systkini.
Kristín er eins og bróðir hennar,
hiédræg og forðast sviðsljósið. Hún
var gift Jóni Garðari Ögmundssyni
sem nú er meðal annars fram-
kvæmdastjóri McDonalds en þau
skildu fýrir nokkrum árum. Saman
eiga þau tvö böm, tólf og sjö ára
sem fylgdu Kristfnu, en hún keypti
hús foreldra sinna á Barðaströnd-
inni og býr þar nú með bömum
sínum.
vinkonur okkar margar hverjar
sameiginlegar og það var oftast
gaman hjá oklcur. Við fórum síðan
hvor í sinn menntaskólann og þá
komu nýir vinir og áhugamál. Það
er samt alltaf jafn gaman að hitta
hana en það gerist nokkrum sinn-
um á ári í fjölskylduboðum," segir
Ásdís.
í lagadeildinni sátu þau saman,
Helgi Jóhannesson lögmaður og
Kristín. „Við þekktumst úr Verzló
en í lagadeildinni urðum við góðir
vinir," segir hann og bætir við að
Kristín sé yndisleg stúlka, heil-
steypt og heiðarleg. „Hún má ekki
vamm sitt vita og ég veit að þessi
darraðardans og fjölmiðlafár sem
staðið hefur undanfama daga á
afar illa við hana," segir hann.
Umgengst vini frá fyrri tíð
Helgi segir að Kristín beri það
með sér að vera bæði jarðbundin
og samviskusöm. „Þannig hef ég
alltaf séð hana. Fyrstu árin í lög-
mennskunni skorti hana kannski
sjálfstraust, rétt eins og marga aðra
í byrjun. Það er þvf ánægjulegt að
sjá hvað hún hefur eflst og vaxið
mikið í starfi og öðlast þá trú á
sjálfa sig sem menn þarfnast í
þeirri stöðu sem hún gegnir. Henni
Kristín Jóhannesdóttir, systir
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er
fimm árum eldri en hann. Hún ólst
upp á Nesinu við gott atlæti og ör-
yggi í heimahúsum. Kristín kaus að
ganga ekki í Mýrarhúsaskóla, held-
ur í Melaskóla og Hagaskóla. Bæði
fóm þau systkini í Verzlunarskól-
ann en Kristín hélt áfram námi og
útskrifaðist sem lögfræðingur lir
lagadeild Háskóla fslands. Jón Ás-
geir mátti hins vegar ekki vera að
því að halda áfrarn námi en stofn-
aði þess í stað Bónus með föður
sínum. Mönnum er síðan kunnugt
um þá sögu alla, fram á þennan
dag.
Hlédræg og forðast sviðs-
Ijósið
Eftir útskrift úr lagadeild réði
Kristín sig á lögfræðistofu Tryggva
Agnarssonar. Þar starfaði hún í m'u
ár en hélt þá til Árósa í framhalds-
nám í lögfræðinni. Að námi loknu
sneri hún heim og hóf þá störf við
fjölskyldufyrirtækið enda höfðu
umsvif þess aukist.
Kristín og Jón Ásgeir em góðir
vinir, tala reglulega saman og leita
ráða hvort hjá öðm. Það var ekki
alltaf svo en aldursmunur þeirra
þegar þau vom yngri olli því að
Fjölmiðlafárið fer illa í hana
Ásdís Schram flugfreyja og
ICristín em systradætur og vom
mikið saman þegar þær vom böm
og unglingar. Hún talar fallega um
frænku sína og segir að upp úr
standi hve ábyggileg og áreiðanleg
Kristín hafi verið sem bam. „Ég veit
að þannig er hún enn, það hefur
ekld breyst. Henni er alltaf hægt að
treysta og hún gerir allt vel sem
hún tekur sér fyrir hendur. Hún er
alveg gegnumheil og ábyggileg. Við
brölluðum ýmislegt en Kristín var
hæg og róleg en alls ekki feimin.
Alls ekld. Hún var líka skemmtileg,
Framhald á
næstuopnu