Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 19
DV Helgarblað
LAUCARDAGUR 20. ÁGÚST2005 19
Ásta Ágústsdóttir er eiginkona Tryggva Jónssonar, semer fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs og hægri
hönd Jóns Ásgeirs. Vinir og kunningjar Ástu segja þau hjónin samstillt og samrýmd og að þau standi
saman í gegnum súrt og sætt. Ásta er mikil fj ölskyldumanneskj a og hún valdi að vera heima með
dæturnar á meðan Tryggvi vann fyrir fjölskyldunni.
Heilsteypt kona 09 stendur
sem klettur við hlið manns síns
Ásta Ágústsdóttir er eiginkona
Tryggva Jónssonar. Tryggvi er vitorðs-
maðurinn í ákærum ríkislögreglu-
stjóra. Hann var aðstoðarforstjóri
Baugs og hægri hönd Jóns Ásgeirs. í
dag er hann aðaleigandi og starfandi
stjómarformaður Heklu.
Ásta fæddist árið 1961 og ólst upp í
góðu atlæti á Kleppsholtinu og í Smá-
íbúðahverfinu. Foreldrar hennar em
Ágúst Geirsson, fyrrverandi umdæmi-
stjóri Pósts og síma og Kristín Zoega.
Kristíh var lengst af heimavinnandi en
fór síðar að vinna fyrir Samtök veit-
inga- og gistihúsa sem í dag heita
Samtök ferðaþjónustunnar. Þau em
bæði hætt að vinna úti. Ásta er elst af
þremur systkinum. Geir Valur bróðir
hennar er þremur árum yngri og
Kristján 11 árum yngri en hún.
Var heima með dætrunum
Ásta er stúdent fiá Menntaskólan-
um í Reykjavík. Hún og Tryggvi kynnt-
ust í gegnum skátahreyfinguna og
fóm að vera saman þegar Ásta var 17
ára. Eftir stúdentspróf vann hún hjá
Sláturfélagi Suðurlands þar sem hún
sá um tollpappíra í innflutningsdeild.
Þar vann hún þangað til elsta dóttir
þeirra Tryggva fæddist árið 1987. Ásta
og Tryggvi eiga þrjár dætur, sú elsta er
fædd 1987, næsta 1989 og sú yngsta
árið 1996. Ásta valdi að vera heima hjá
dætrunum en skellti sér síðar í guð-
fræðideildina í Háskóla íslands. Hún
stefnir að því að verða djákrú og mun
ljúka náminu fljótlega.
Mikil fjölskyldumanneskja
Geir Valur bróðir Ástu segir að
námsvalið hafi komið honum þægi-
lega á óvart. „Ef ég hefði átt að giska á
fyrir nokkrum árum hvað hún myndi
leggja fyrir sig þá hefði mér aldrei
dottið guðfræðin í hug,“ segir Geir
Valur. „En rnn leið og ég var farinn að
hugsa málið þá fannst mér þetta eðli-
leg leið fyrir hana. Ásta er trúuð og
einnig mikill pælari og ég veit að hún
hefur gaman af þessu fagi," segir
hann. Kristín Einarsdóttir er ein af
bestu vinkonum Ástu og ein af þeim
sem hefur þekkt hana lengst. Kristín
tekur undir orð Geirs Vals og segir að
guðfræðin henti Ástu afar vel. ,Að
mínu mati hefur námið gefið henni
ofsalega mikið. Fyrir utan trúna þá er
svo margt í þessu námi, eins og gildi
mannsins, að það sé ofar öllu,“ segir
Kristín og bætir við að betri vin sé
erfitt að finna. „Hún er mjög góður
vinur og í gegnum öll þessi ár höfum
við gengið saman í gegnum súrt og
sætt en Ásta er alltaf til staðar fyrir
mann. Hún er samt ekki þessi týpa
sem flíkar tilfinningum sínum, hún er
indæl og góð en safnar ekki fólki í
kringum sig því þótt hún sé aðlaðandi
í návist fólks þá velur hún vini sína af
kostgæfni." Kristfn segir Ásm ákaflega
skemmtilega konu, hressa og káta án
þess að láta mikið fyrir sér fara. „Fjöl-
skyldan skiptir Ástu miklu máli og
sambandið innan fjölskyldu hennar
er mjög gott. Hún passar vel upp á
sína og gefur stelpunum sfnum sinn
tfrna."
Heiðarleg, skynsöm og greind
„Hún hefur alltaf reynst mér mjög
vel sem stóra systir og sú manneskja
sem ég hef lagt mest traust á í lífinu,"
segir Geir Valur, en hann starfar sem
framkvæmdastjóri hjá Heklu. Geir
Vcdur segist alltaf hafa getað leitað til
Ástu og að þau hafi ávallt verið náin
systkini og einstaklega góðir vinir. „Að
mínu mati er Ásta einstaklega heil-
steypt, heiðarleg, skynsöm og greind
manneskja. í lífinu skiptast á skin og
skúrir og ef ég hef þurft á hjálp að
halda þá hef ég alltaf getað leitað til
hennar," segir Geir Valur og bætir við
að eftir því sem verkefnin sem þau
mæti séu erfiðari því sterkara verði
samband þeirra. „Við stöndum sam-
an, það er engin spurning," segir hann
og bætir við að mikill samgangur sé á
milli fjölskyldna þeirra. „Ásta er fyrir-
taksmamma og er einnig mjög vinsæl
hjá bömunum mínum, þau sækja
mikið í hana.“
Samrýmd hjón sem standa
saman
Þeir sem þekkja Ástu segja að hún
sé skemmtileg og að það sé létt að fá
hana til að hlæja. Vinir hennar em
einnig sammála um að staða og auður
eiginmanns hennar hafi aldrei haft
truflandi áhrif á líf Ásm og að hún sé
h'tið fyrir að flagga því sem hún eigi.
Hún og Tryggvi hafi byrjað ung saman
og því þekki hún ekkert annað. Hann
hafi alltaf verið vinnuþjarkur en á
meðan hafi hún séð um heimilið.
„Hún hefur náttúrulega engan sam-
anburð en samband þeirra hefur alla
tíð verið afar heilsteypt. Hún var rétt
orðin 17 ára þegar hún kynntist
Tryggva og fólk þroskast með sfnum
maka," segir Geir Valur og bætir við að
Ásta hafi staðið eins og klettur við hlið
Tryggva í gegnum þetta erfiða tímabil,
á því hafi aldrei neitt hik orðið. Kristln
tekur undir orð Geirs Vals og segir að
Ásta og Tryggvi hafi ávallt verið sterk
eining. Þau séu búin að vera lengi
Ásta Ágústsdóttir og
Tryggvi Jónsson Ásta
er í guðfræði íHáskóla Is
lands. Hún stefnir að því
að verða djálkni og mun
Ijúka náminu fljótlega.
saman og standi saman í gegnum súrt
og sætt. „Þau em einstaklega nánir
vinir, háð hvom öðm og tengd. Hún
hefur staðið eins og klettur við hlið
manns síns í gegnum þessa erfiðleika
og það góða er að hann myndi gera
það sama fyrir hana.“
indiana&dv.is
Ása Ásgeirsdóttir er fyrrverandi eiginkona Jóhannesar Jónssonar og móðir barna hans. Ása hefur
ekki látið auðævi fjölskyldunnar hafa áhrif á sitt líf. Hún hefur haldið sínu striki og er enn í sömu
vinnunni og í upphafi.
Jarðbundin og heldur sig til hlés
Mamman
Ása Asgeirsdóttir
ermóðirJónsAs-
geirs og Kristínar
og fyrrverandi
eiginkonaJó-
hannesar í Bónus.
Ása Ásgeirsdóttir fyrrverandi
eiginkona Jóhannesar og móðir
þeirra Jóns Ásgeirs og Kristínar er
Vesturbæingur. Foreldrar henn-
ar, þau Ásgeir Matthíasson og
Þorgerður Magnúsdóttir, áttu
íbúð í verkamannabústöðunum
við Hofsvallagötu. Ása er fædd
1942 og ólst upp í þessu barn-
marga hverfi, þar sem alltaf var
eitthvað um að vera, ásamt tví-
burasystur sinni önnu og tveim-
ur eldri systrum.
Ása var aðeins sautján ára
þegar hún kynntist Jóhannesi á
dansleik í Sigtúni við Austurvöll
en um svipað leyti kynntist Anna
fyrri manni sínum Ellerti Schram.
Þær systur voru afskaplega líkar
og erfitt var að þekkja þær í sund-
ur. Margir rugla þeim enn í dag
saman en þær eru vanar því og
kippa sér lítt upp við að á þeim sé
ruglast. Þær eru afskaplega sam-
rýmdar og samstiga, hugsa á
svipaðan hátt og finna ósjaldan á
sér hvenær önnur þarfnast hinn-
ar.
Eftir að þær giftu sig fylgdust
þær að í barneignum en Ása
hætti eftir að hafa eignast Jón Ás-
geir og Kristínu, en Anna hélt
áfram og eignaðist fimm börn
með sínum manni.
Tekur ásakanir á hendur
barna sinna nærri sér
Ása er afskaplega róleg og hæg
kona sem ekki má vamm sitt vita.
Heiðarleg fram í fingurgóma og á
ekki létt með að fylgjast með því
fári sem leikur um börn hennar
þessa dagana. Tvíburasystir
hennar, Anna, er hennar stoð og
stytta í þessu moldvirði í kringum
þau en það er ekki djúpt í árina
tekið að segja að Ása taki ásakan-
ir á hendur börnum sínum afar
nærri sér. „Þessi aðför er hræði-
leg og þeir sem þekkja þau Jón
Ásgeir og Kristínu skilja ekki
hvernig hægt er að ásaka þau
svona og draga fyrir dóm. Það er
algjörlega út í hött og ég veit að
Ása tekur þetta afskaplega nærri
sér," segir hún og bætir við að
svona ásakanir sem fram koma í
Baugsmálinu á hendur systra-
börnum hennar séu ofar hennar
skilningi.
Anna bendir á að systir hennar
sé einstök manneskja, hrein perla
sem innrætt hafi börnum sínum
allt það besta í uppeldinu. „Ása
hefur unnið úti frá því börnin
voru lítil og gerir enn. Rúm fjár-
ráð hafa ekki breytt henni á
nokkurn hátt. Hún hefur haldið
sínu striki og er enn í sömu vinn-
unni og í upphafi, fyrir Bónus. Ég
get bara lýst henni með þeim
orðum að hún sé yndislegasta
manneskja á jarðríki, hún Ása,“
segir Anna.
Nánar tvíburasystur
Öllum sem rætt var við ber
saman um kosti Ásu. Hún sé hæg
og róleg og henni sé afskaplega
illa við að láta bera á sér. Heldur
haldi hún sig til hlés. Það hafi þau
Jón Ásgeir og Kristín örugglega
frá henni. Ása er jarðbundin og
lætur ekkert hagga sér en vita-
skuld taki ásakanirnar í Baugs-
málinu á hana. Ekki sé auðvelt
fyrir hana að fylgjast með allri
fjölmiðlaumræðunni í kringum
börnin hennar og fyrrverandi
mann.
Eftir að þau Ása og Jóhannes
skildu keypti Ása sér íbúð í blokk
á Seltjarnanesinu. Hún hélt
áfram að vinna eins og áður fyrir
Bónus og lifir afskaplega rólegu
lífi. Þær Kristín dóttir hennar eru
nánar og gott samband er á milli
þeirra. Nú nýlega flutti Ása í nýja
íbúð í háhýsi við Vatnstíginn þar
sem hún hefur útsýni yfir flóann,
Esjuna og Snæfellsjökulinn rétt
eins hún naut svo lengi af Barða-
ströndinni Þar bjuggu þau Jó-
hannes lengi og hún saknaði þess
alltaf í litlu blokkinni á Nesinu.
Eins og fram hefur komið er
vinskap og sterkum tengslum
þeirra systra viðbrugðið. Ævin-
lega finni þær á sér ef eitthvað er
að hjá hinni og eru fljótar að
koma hvor annarri til aðstoðar.
Anna segir að oft hafi þær farið
hvor í sínu lagi í bæinn og komið
heim með sömu hlutina án þess
að vita af hvor annarri.
Ása er í góðu sambandi við
börn sín og barnabörn. Sam-
bandið við Jóhannes er eðli máls-
ins samkvæmt ekki mikið en þau
búa yfir þeirri skynsemi að geta
talað saman ef þau þarfnast þess
og virða hvort annað.
bergijot@dv.is
í Framhaldá
l næstusíðu