Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Page 20
20 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 Helgarblaö JJV IJóhannesJónsson Guðrún og Jóhannes kynntust hjá Slátur- félaginu en fóru ekki laðvera saman fyrr en mörgum árum siðar. Guðrún Þórsdóttir er sam- býliskona Jóhannesar Jóns- sonar. Guðrún kynntist Jó- hannesi er hún vann sem ung stúlka hjá Sláturfélag- inu en þau rugluðu ekki saman reytum fyrr en fyrir fimm árum. Jóhannes segir Guðrúnu búa yfir öllum þeim kostum sem góða konu prýðir. Guðrún Þórsdóttir, sambýl- iskona Jóhannesar Jónssonar er alin upp í Sæviðarsundinu, dóttir þeirra Ernu Arnórsdóttur og Þórs Jóhannessonar húsa- smiðs. Hún tók stúdentspróf frá Verslunarskóla íslands, reyndi lögfræðina í Háskólanum í einn vetur en sneri sér síðan að íslensku en hefur ekki lokið BA prófi. Þau Jóhannes þekktust frá því að þau unnu saman hjá Slát- urfélagi Suðurlands en þar var Jóhannes verslunarstjóri í ijölda ára. Guðrún vann þar á síman- um, ung stúlka og ógift en Jó- hannes kvæntur tveggja barna faðir. Fyrir fimm árum, um það leyti sem þau skildu við maka sína, tóku þau upp samband og nokkru síðar hófti þau Jóhannes að búa saman. Guðrún var með tvö böm úr hjónabandi með fyrrverandi manni sínum sem þá vom tveggja og átta ára. Falleg og glæsileg kona Allir sem DV ræddi við em sammála um að Guðrún sé falleg og afar glæsileg kona. Hún ber sig vel, ævinlega smekkleg til fara enda eftir henni tekið hvar sem hún fer. Hún er sögð bæði dugleg og kraftmikil, reglusöm og heilbrigð í lifnaðar- háttum. Jóhannes, sjálfur getur skrif- að undir flest þetta og fer ekki leynt með hve mikils hann met- ur Guðrúnu. Ekki í vafa um að hún hafi allt tii að bera sem eina konu geti prýtt. „Guðrún er frá- bær húsmóðir, mikil móðir og afskaplega góður kokkur. Svo góður kokkur er hún að henni hefur meira að segja tekist að fá mig til að borða gras sem aldrei fór inn fyrir mínar varir áður. Ég skelli því reyndar í mig fyrir matinn svo það skemmi ekki góða máltíð, en samt; ég borða það með bestu lyst," segir hann kíminn og útskýrir að Guðrún hafi gaman af að elda og það skili sér í matnum. Samrýmt par Jóhannes segir að í raun sé fátt neikvætt hægt að segja um Guðrúnu, og efast um að þeir sem þekki hana geti tæpast annað en hlaðið hana lofi. Raunar geti fokið í hana en það teljist ekki til ókosta. Allar al- mennilegar konur hafi skap. Guðrún vinnur ekki utan heimilis og getur einbeitt sér að manni, börnum og búi. Reyndar hefur hún ekki unnið úti síðan börnin fæddust en hún tekur uppeldishlutverk sitt mjög al- varlega. Jóhannes segist kunna því vel að hafa hana heimavinn- andi enda sé það fuil vinna. „Mér, eins og flestum karl- mönnum, finnst mjög gott að geta gengið að öllu vísu. Allt á hreinu og notalegt að koma heim," segir hann og bendir á að Guðrún ætti ekki hægt með að festa sig í vinnu þar sem þau eigi heimili bæði á Akureyri og á Seltjarnarnesi. „Svo er hún falleg, elskuleg og skemmtileg. Við erum góðir vinir og gerum og þau hafa alla tíð verið í for- gangi hjá henni. Hún myndi aldrei láta bömin gjalda fyrir eigin langanir eða þarfir. Hún leggur mikla áherslu á að ala þau sem best upp og gefa þeim það veganesti út í lífið að ekki séu allir hlutir sjálfsagðir. Þau eiga að vinna fyrir sínu," segir Margrét og bætir við að það sýni sig best í því að sambúðin við Jóhannes, sem megi teljast gott betur en vel stæður, breyti engu þar um. Margrét segir Guðrúnu held- ur ekki hafa breyst eftir að þau Jóhannes kynntust. Þvert á móti. „Henni er það eðlislægt að fara vel með og hún gerir það þó ætla megi að auraráðin séu meiri. Hún er heldur ekki mikið fyrir að láta bera á sér og kann best við sig heima eða í róleg- heitum með vinum og kunn- ingjum. Það á ekki við Guðrúnu að vera í einhverri fjölmiðlaum- ræðu," segir Margrét. Viðmælendur blaðsins em sammála um að Guðrún búi yfir mikilli reisn, sé hnarreist, dálítið fött í baki og horfi hátt. Á henni er drottningabragur og hún er sögð bera sig vel. Hún passi vel við hlið Jóhannesar og það fari ekki fram hjá þeim sem mæta þeim að hún er sama sinnis enda geisli frá þeim saman. Það er skemmtileg tilviljun að Guðrún og Jóhannes eiga sama afmælisdag, 31. ágúst en Jóhannes verður 65 ára eftir fá- eina daga en Guðrún 44 ára. bergijot@dv.is ■'V>; Guðrún Þórsdóttir „Svo er hún falleg, elskuleg og skemmtileg. Við erum góðir vinir og gerum heilmikið saman. Höfum verið að fikra okkur áfram ígolfi og svo ferðumst við saman, “hefur Jóhannes um Guðrúnu að segja. heilmikið saman. Höfum verið að fikra okkur áfram í golfi og svo ferðumst við saman," bend- ir hann á. Getur gert grín að sjálfri sér Guðrún fylgir börnum sínum vel eftir og fýlgist náið með tóm- stundastarfi þeirra. Hún hefur einnig verið virk í foreldra- starfi í Mýrarhúsaskóla og sækir alla viðburði þar sem börn hennar koma við sögu. Áður en Jóhannes kom inn í líf hennar bjó Guð- rún á Eiðis- torginu. Þar kynntust þær Mar- grét Gísla- dóttir, eig- inkona Jón- mundar bæjar- stjóra sem einnig bjó þar með manni sínum. Margrét er ekki í vanda að tala um vin- konu sína sem hún segir vera einstaka manneskju sem eigi fáa sína líka. „Guð- rún er gegnum heil; heiðarleg fram í fingurgóma og trú vinum sínum", segir hún og bendir á að erfitt sé að finna réttu orðin sem lýsi best vin- konu hennar. „Hún er eðalmanneskja sem gerir alla hluti vel. Nákvæm en lætur þó ekki smáatriðin þvælast fyrir sér", segir hún. „Svo er hún líka skemmtileg með mikinn og góðan húmor. Sér alltaf spaugilegu hliðarnar á \ hlutunum og hefur „ | þann sjaldgæfa kost geta gert grín að sjálfri sér." Hnarreist og horfir hátt Margrét tekur undir með Jó- hannesi og segir Guðrúnu frá- bæra húsmóður sem hafi allt á hreinu á heimil- inu. Aðdáunar- vert sé hve vel hún hugsi um heimilið. Ekki skipti máli hvenær sé komið. Röð og regla á öllum hlutum. „Já, Guðrún er ofsalega góð húsmóðir og hugmynda- ríkur kokkur sem alltaf er til í að reyna eitthvað nýtt. Börnin eru henni afar mikilvæg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.