Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 27
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 27
Afi snýr aftur
„Aíi er að flytja og mun hreiðra um sig á nýjum stað," segir Örn
Árnason, umsjónarmaður Bamatímans hans Afa á Stöð 2, en þáttur-
inn vinsæli mun snúa aftui um miðjan september eftir langt sumar-
frí. „Það er ekki nóg með að afi sé að flytja heldur mun dagskrár-
gérðin einnig breytast. í þáttinn mun bætast sagnaskápurinn þar
sem þjóðsögur verða sagðar auk þess sem litlar mýs, sem flutt hafa
upp á háaloftið hjá afa, verða reglulegir gestir í þættinum." Örn
verður í samstarfi við Sorpu en í ruslutunninni hans afa býr karakt-
erinn Hreinn. „Afi og Hreinn spjalla um landsins gagn og nauðsynj-
ar og fara út í umhverfismál á léttu nótunum. Barnatíminn hans afa
hefur alltaf verið uppbyggjandi og á glaðlegum og fræðandi nótum
og þar verður engin breyting á,“ segir örn og bætir við að málverk
uppi á vegg heima hjá afa muni einnig lifna reglulega við. „Við erum
með íslenska dagskrá fýrir íslensk börn og aii er alltaf að verða
meira innlendur þótt hann sýni líka teiknimyndir."
Bamatíminn hans afa er að hefja sitt 19. starfsár og það er
skemmtilegt frá því að segja að örn hefur slegið íslandsmet í þáttar-
stjóm. „Enginn annar umsjónarmaður hefúr verið svona lengi. Ýmsir
þættir hafa lifað lengur en ekki með sama umsjónarmann frá byrjun."
Kímið hversdagsdrama
\
Nýtt fólk og nýir dómarar
„Þetta er alltaf jafn skemmtilegt enda nýtt fólk
á hveiju ári," segir Sigmar Vilhjálmsson, annar
kynnanna í Idol Stjömuleit, en ný þáttaröð hefst í
lok september. Þór Freysson, framleiðandi þátt-
anna, tekur undir orð Simma og bætir við að þátt-
urinn verði áfram með svipuðu sniði. „Við mun-
um samt fjölga þáttum auk þess sem við emm
búin að fá nýja dómara inn. Þorvaldur Bjami sá
sér ekki fært að vera með okkur en Páll Óskar og
Einar Bárðar munu taka við af honum. Þeir hafa
báðir verið gestadómarar hjá okkur svo þeir hafa
þegar farið í pmfu sem er mjög gott," segir Þór.
Áheymarprufur hefjast í Reykjavík en svo
verður farið til Egilsstaða og á Ákureyri. „Við
munum sjá fleiri þætti frá Reykjavík og verðum
með fleiri þætti þar sem áhorfendur heima kjósa.
Að lokum munum við svo enda með tólf manns í
Smáralindinni í staðinn fyrir tíu svo úrslitaþætt-
irnir verða einum fleiri en hingað til."
Þór segir 1400 manns hafa skráð sig sem er
svipaður fjöldi og í fyrra. „Þetta h'tur allt mjög vel
út og við hlökkum mikið til að byrja." Idol
Stjömuleit verður á dagskrá á föstudagskvöldum
á Stöð 2. Fyrsti þátmr verður 30. september.
Allt annað en fótbolti og handbolti
„Við ætlum að sinna öllu því sem er ekki fótbolti eða
handbolti," segir Bjarni Bærings, umsjónarmaður Super-
sports. í þættinum er ijallað um allskyns jaðarsport, svo
sem mótorkross, þolakstur, vatnasport, áhættuatriði,
sportbílaakstur, fallhlífarstökk, ísklifur, klettaklifur, flt-
ness og drekasiglingar. „Við tökum á öllu sem er bæði
spennandi og hættulegt," segir Bjarni sem er sjálfur
adrenalínfíkill. „Áhorfendur eiga eftir að sjá mig í fallhlíf-
arstökki og í ísklifri en það svakalegasta verður fram-
kvæmt af áhættuleikurum. Annars höfum við fullt af töff-
umm og gellum með okkur í liði sem gera hluti sem fáir
aðrir þora." Bjami segir áhugasama geta sent hugmyndir
á supersport@supersport.is. Þátturinn er á dagskrá
Sirkuss á fimmtudögum klukkan 19.50.
„Sagan fjallar um Kalla og Margréti sem em að skilja en hafa
ákveðið að reka saman fyrirtækið sitt, Kallakaffi," segir Maríanna
Friðjónsdóttir hjá Sagafilm en Ríkissjónvarpið mun hefja sýning-
ar á þáttunum í haust. Um tólf þátta röð er að ræða en Maríanna
lýsir syrpunni sem kímnu hversdagsdrama. „Hjónin eiga tvítuga
dóttur og svo tengjast sögunni tveir vonbiðlar hennar auk hálf-
bróður Margrétar, sem leikinn er af Ladda, sem er fastagestur á
veitingahúsinu. Hann er strætóbílstjóri með ákveðnar skoðanir á
lífinu og tilverunni," segir Maríanna og bætir við að hver þáttur
hafi sína sérstöku sögu og að í hvern þátt muni frægir gestaleik-
arar koma í heimsókn. „Svona efni hefur ekki sést á íslandi í
langan tíma," segir Maríanna. „Við vorum ekkert að fitla við
þetta vikum saman heldur gerðum þetta eins og í útlöndum og
tókum upp einn þátt á dag. Útkoman sýndi okkur að við getum
þetta alveg og því höfum við góð fyrirheit um hvernig hægt er að
framleiða leikið íslenskt sjónvarpsefni."
Aðalleikarar eru Valdimar örn Flygering, Rósa Guðný Þórs-
dóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Laddi, Davíð Guðbrandsson og
ívar Öm Sverrisson.
Piparsveinninn slær í gegn
„Markmið þáttarins er að sýna fram á að það er alveg hægt að
deita á íslandi," segir Jón Ingi Hákonarson, þáttarstjórnandi ís-
lenska Bachelorsins, sem hefur göngu sína á Skjá einum með
haustinu. Jón Ingi fýlgist sjálfur með ameríska þættinum og segir
að íslenska útgáfan verði svipuð. „Aðsókn í þáttinn hefur verið
mjög góð," segir Jón Ingi og bætir við að í fyrstu ijómm þáttunum
muni áhorfendur fá að kynnast þátttakendum, sem koma úr
öllum áttum. Fjórir piparsveinar sem standi upp úr muni keppast
um að verða hinn eini sanni piparsveinn. „í þessum fjórum þátt-
um munum við fá að kynnast piparsveinunum og stúlkunum sem
keppa um þann heppna auk þess sem við ætlum að fjalla um
stefnumót og vera með viðtöl við fullt af fólki."
Jón Ingi bíður spenntur eftir fyrsta þættinum. „Ég hef fundið
fýrir mikilli eftirvæntingu og miðað við það sem maður heyrir og
sér, þá held ég að þessi þáttur eigi eftir að slá rækilega í gegn."
Flest pörin í Bachelor hafa hætt saman en Jón Ingi hefur trú á
aðferðinni. „Ég held ekki að þetta sé vonlaus aðferð til að finna ást-
ina. En annars fylgist ég ekki mikið með fólkinu eftir að þáttunum
lýkur." Jón Ingi segist ekki vita hvort næsta þáttarröð muni snúast
um dömu og þá karlmenn sem beijast um hennar hylli. „Af hverju
ekki? En við höfum lítið spáð í þetta. Við skulum byrja á þessum og
gera hann vel áður en við förum að hugsa um næstu seríu."
Reykvískur
samtímakrimmi
„Þetta er reykvísk samtíma-sakamálasaga," segir
Anna Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður en
þáttaröðin Allir litir hafsins eru kaldir verður sýnd á
RÚV í vetur en um þriggja þátta seríu er að ræða. „Sag-
an gerist í Reykjavík þegar aldraður maður verður fyrir
fólskulegri árás á heimili sínu. Hann fellur í dá vegna
höfuðáverka og í kjölfarið fer rannsókn málsins af
stað," segir Anna og bætir við að aðalpersóna þáttanna
sé ungur lögfræðingur sem skipaður er sem veijandi
hins grunaða. „Böndin berast fljótt að síbrotamanni
einum sem er handtekinn og settur í gæsluvarðhald en
auk hans kemur fjöldi annarra persóna við sögu."
Tökum er þegar lokið og Anna segir að um stórt
verkefni sé um að ræða. „Um 15 fastar persónur koma
fram í öllum þremur þáttunum sem eru 50 mínútur
hver svo þetta er þokkalega stórt verkefríi á íslenskan
mælikvarða." Aðalleikarar eru Hilmir Snær Guðnason,
Þórunn Lárusdóttir, Jón Sæmundur Auðarson, Björn
Floberg og fleiri. Hægt er að skoða „trailer" úr þáttun-
um á netinu á slóðinni axfilms.com.