Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Halla Vilhjálmsdóttir hefur verið að gera það gott sem ung og upprennandi leikkona í London. Hún sótti um að komast í leiklistamám hér heima en langaði alltaf að fara út fyrir landsteinana þar sem tækifærin eru óendanleg. Ákvað hún því að eltast við drauminn og komst inn í Guildford sem er einn af þekktustu leiklist- arskólum Englands. Eftir að hún lauk námi í fyrra hefur hún klifið ótrauð upp metorðastigann í heimi leik- listarinnar og hefur meðal annars leikið í Qölmörgum leiksýningum og sjónvarpsþáttum. Hér á íslandi þekkja margir hana sem Sprite-stelpuna enda var hún svo eftirminnileg í hlutverki harðkjamarokkara sem þyrsti í svaladrykk. Þótt svo að leiklistin eigi hug hennar og hjarta hefur hún einnig reynt fyrir sér í ritsmíðum og í tónlistarbransanum enda er hún sjálftitlaður vinnualki. Eg kláraði leiklistarnámið í fyrra eftir þriggja ára nám við Guild- ford leiklistarskólann í London. Það var alveg frábær tími og frábært nám. Ég var alveg til í að halda áfram en ég mátti bara ekki vera lengur í skólanum," segir Halla Vilhjálmsdóttir, leikkona í London. „Ég fór í prufu hérna heima en komst ekki inn. Ég var líka búin að ákveða að fara til London að læra. Mig langaði að læra og starfa á heimavelli leiklistarinnar enda eru mörg góð tækifæri sem hér leynast" Frá harðkjarnarokkara til dömubindadömu Halla hefur ekki setið auðum höndum eftir útskriftina og hefur tekist á við ólíka hluti. „Ég byrjaði á að vera í leiksýningum. Svo lá leiðin í auglýsingar og loks í sjónvarpið. Núna hræri ég þessu öllu saman," segir Halla. Lék hún meðal annars fyrir fullum sal í söngleiknum Grease, harðkjarnarokkara í auglýs- ingu fyrir Sprite og er þekkt sem Always-dömubindadaman um gjör- valla Evrópu. „Ég lék líka í breskum gamanþáttum á tímabili. Það var al- veg magnað. Þetta voru þættir með stuttum og rugluðum grínatriðum. Ég var eins og fáviti í marga daga og elskaði það í ræmur. Það var gaman að vera aldrei í sama hlutverkinu," segir Halla og glottir út í annað. London heillar Halla ber enn sterkar taugar til ís- lands en er ekki tilbúin að sleppa því sem hún er búin að byggja upp í London. Það skiptir svo miklu máli að hafa réttu tengiliðina í þessum bransa til þess að næla sér í góð verkefni. „Það er allt í lagi að fara heim að vinna í nokkra mánuði en ekki of lengi. Þá þarf maður af byrja upp á nýtt hér úti. Mig hefur líka aíltaf langað að reyna fyrir mér í London því mörg af heimsins bestu leikhúsum má finna hér. Það er samt alveg frábært hvað það er mik- il flóra í íslensku leiklistarlífi og er aldrei að vita nema ég reyni fyrir mér heima seinna. í dag vil ég samt vera í London," segir Halla djúpt hugsi. íslendingar eru engir fylliraftar „Það er mjög fyndið hvað hlut- imir em oft óskipulagðir á íslandi. Það er eins og þetta sé einhver sér- stakur hæfileiki sem við höfum, að bíða með allt fram á síðustu stundu. Það em allir svo rólegir og yfirvegað- ir að maður getur aldrei skipulagt veturinn fyrr en hann er byrjaður," segir Halla og bætir við að á Eng- landi megi auðveldlega skipuleggja sig heilt ár fram í tímann. Halla er að sjálfsögðu vön þessu einstaka ró- lyndisskapi enda íslendingur í húð og hár. Það er hins vegar annað mál þeg- ar um er að ræða umboðsmann hennar en hann kvartar reglulega yflr samskiptum sínum við landa hennar. „Umboðsmaðurinn minn hringir stundum í mig alveg sjokker- aður og skilur ekki hvernig íslend- ingum tekst að vera svona rólegir," segir Halla og hlær. „Hann skilur þetta ekki því hass er ekki nærri eins vinsælt á Islandi og það er á Eng- landi. Ef það er ekki hass þá hlýtur það að vera vodka sagði hann einu sinni. Ég reyni þá að bjarga málun- um og benti honum kurteisislega á að þetta sé dagsbirtunni að kenna. Þessi stuttu sumur og löngu vetur mgla fólk í rýminu og tímaskynið verður brenglað. Við íslendingar erum sko engir fylliraftar," segir Halla með áherslu. I Halla Vilhjálmsdóttir er efnileg leik- kona Islendingar þekkja hana margir sem Sprite-stelpuna eftirað hún lékíeft- irminnilegri auglýsingu fyrir gosdrykkinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.