Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Side 31
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2004 31
Kærustuparið í heimsókn á íslandi
James líkaði vel við landið þótt veðráttan
hefði verið önnur en hann átti að
venjast.
Kann ekki að vera stressuð
Ég hef verið mjög heppin því ég
hef fengið að takast á við ótrúlega
fjölbreytta hluti á þeim stutta tíma
sem ég hef verið héma úti," tekur
Halla fram. „Ég er ekki mjög vandlát
og ef mér býðst eitthvað verkefni
sem mér finnst spennandi, tek ég
því. Ef það er á einhvern hátt áskor-
un þá er ég til í leikinn. Ég elska að
leika íyrir sjónvarp en leiksviðið
heiilar alltaf." Það er ekki erfitt að
ímynda sér að það taki ögn á að
standa á sviði fyrir framan fjölda
fólks án þess að fá vott af sviðsskrekk
og mætti halda að það ætti við alla
leikara. En á hinn bóginn em alltaf
þeir sem lifa fyrir leikinn og njóta
þess til hins ýtrasta að vera mið-
punktur athyglinnar. „Uppáhalds
hlutinn af starfinu er að vera á svið-
inu. Þá er ég hamingjusöm, enda er
ég er svo hryllilega athyglissjúk. Ég
fæ aldrei sviðsskrekk því mér finnst
þetta svo ofboðslega gaman. Ætli ég
kunni nokkuð að vera stressuð. Ég
held ég geri mér ekki grein fyrir því
hvað það væri slæmt ef ég myndi
klikka. Flestir verða stressaðir að ég
held þvf þeir em hræddir um að gera
mistök. Það er eitt af því sem ég
lærði í leiklistarnáminu, að óttast
ekki mistök. Málið er að standa og
falla með þvf sem maður gerir og
fara alla leið. Annars er maður bara
að skemma fyrir sér.
Furðulega liðugur saxafón-
leikari
Það er mikilvægt að hafa sem
flesta hæfileika á ferilskránni því
samkeppnin er mikil. Leikstjórar
skoða oftar en ekki hundmðir um-
sókna fyrir hvert og eitt verk. Það er
því eins gott að standa upp úr á ein-
hvern máta og em allir hæfileikar vel
metnir. Sama þó þeir séu kannski
ögn skrýtnir. Halla er einmitt svo
heppin að búa yfir hæfileika sem
getur látið fólk gapa. „Ég kann að
sitja á hausnum á mér. Ég er það
sem kalla má ónáttúrulega liðug.
Get ég farið tvöfalt splitt og svo
framvegis. Þetta hefur oftar en ekki
komið sér vel en á sama tíma getur
þetta verið pirrandi. í hvert skipti
sem leikstjórar sjá á ferilskránni að
þetta er í boði, nota þeir það. Ég hef
því þurft að fetta mig og bretta á all-
mörgum sýningum. Það væri alveg
eins hægt að senda mig í Sirkus,"
segir Halla.
Það er einnig vert að geta þess að
Halla leikur listavel saxafón þótt hún
viðurkenni það ekki sjálf. „Eg keypti
saxafón fyrir fermingarpeningana
mína og hef verið að fitla við hann
síðan. Margir reka upp stór augu
þegar þeir heyra að ég valdi saxafón.
Af hverju ekki eitthvað týpískara,
spyr fólk. Hann pabbi spilar á gítar
og saxafón og ólst ég því upp við að
saxafónnin hljómaði um húsið dag-
inn inn og daginn út. Ætli ég hafi
ekki bara vilja feta í fótspor hans.
Svo er heldur ekki frá því að ég hafi
orðið fyrir einhverjum áhrifum eftir
að hafa horft of mikið á The Simp-
sons en eins og margir vita þá spilar
Lísa Simpson á saxafón," tekur Halla
fram og hlær.
Höfnun ekki slæmur hlutur
Það getur verið erfitt að koma sér
á framfæri í leiklistinni þegar hund-
ruð leikara berjast um að næla sér í
sama hlutverk. Það þarf því sterk
bein til að vera í þessum bransa
enda þurfa leikarar eins og Halla
sem eru nýskriðnir úr leiklistarskóla
að geta tekið höfnun. Þess má geta
að þó hún hafi útskrifast úr leiklist-
arskóla fyrir stuttu þá hefur hún tek-
ið virkan þátt í leiklistarlífinu á ís-
landi frá því að hún var smástelpa og
er því enginn grænjaxl í þessum
geira. „Ég lít ekki á höfnun sem
slæman hlut. Ef ég kemst í prufu hef
ég unnið sigur, hvort sem ég fæ hlut-
„Kærastinn minn heit-
irJames og er alveg
hryllilega stuðnings-
ríkur og yndislegur á
allan máta. Ég kynnt-
ist honum í gegnum
vini en hann spilar í
rokkgrúppu sem ber
nafnið Bohica. Ég
myndi ekki vilja vera
með leikara enda eru
þeir stöðugt í nafla-
skoðunsegir Halla.
og erum ekkert að taka þetta alvar-
lega. Að vísu erum við komin með
meira en nóg efni fyrir heila
breiðskífu en það er þó ekki á döf-
inni að gefa neitt út. Allavega ekki
eins og málin standa í dag," útskýrir
Halla en bætir við að tónlistin sé í
takt við rokktónlist níunda áratugar-
ins.
Ástin leikur á alls oddi
Þegar Halla er svona yfirdrifið
upptekin er ekki frá því að maður
spyrji sig hvernig ástarlífinu er hátt-
að eða hvort það sé eitthvað á ann-
að borð. Einhvern veginn tókst
henni þó að hafa tíma fyrir ástina.
Er ekki líka sagt að ástin sigri allt?
„Kærastinn minn heitir James og er
alveg hryllilega stuðningsríkur og
yndislegur á allan máta. Eg kynntist
honum í gegnum vini en hann spil-
ar í rokkgrúppu sem ber nafnið
Bohica. Ég myndi ekki vilja vera
með leikara því fyrir mér er svo
mikilvægt að kynnast fólki úr ólík-
um áttum. Ég passa alltaf að hafa
fólk í kringum mig sem er ekki eins
og ég. Svo eru leikarar líka svo upp-
teknir af sjálfum sér. Að vera tvö
saman í naflaskoðun er ekkert gam-
an," útskýrir Halla.
James er söngvari í rokkhljóm-
sveit og starfar í tölvugeiranum.
Meðlimir í rokkgrúppunni eru þrír
félagar hans og samantendur sveitin
því af tölvugúrú, arkitekt, ljósmynd-
ara og loks vísindamanni. Afar
óvenjuleg samsetning. Við fyrstu
sýn mætti halda að James væri al-
gjör rokkari en Halla segir hann vera
ljúfling inn við beinið. „Hann er ekki
þessi rokkaratýpa sem segir „sex,
drugs and rock and roll." Sem betur
fer segi ég bara. Maður verður að
geta talað við fólk á eðlilegan máta
án þess að það þurfi alltaf að vera
fast í einhverju hlutverki. Hann er
algjört yndi og er ég að springa úr ást
þessa dagana," segir Halla með bros
á vör.
Leiklistin er draumastarfið
„Ég er rosalega sátt við lífið og til-
veruna og vakna ég hamingjusöm á
hverjum morgni. Ég hef verið svo
heppin að ég hlýt að hafa verið al-
gjör ljúflingur í fýrra lífi," segir Halla
og hlær dátt. „Ég var heppin með
skóla, heppin með umboðsmann og
allan pakkann. Ég er mjög sátt hér í
London og er enginn Hollywood-
neisti í mér. Ég er ekki mikið fyrir þá
glansmynd. En maður á aldrei að
segja aldrei. Hver veit hvar ég verð
I Ástfangin upp
fyrir haus
I Halla og James
I bregða á leik.
verkið eða ekki. Því með að mæta
hef ég komið mér upp tengilið og
fólk veit hver ég er," segir Halla.
Lítið þarf að gerast til að
hlutirnir fari úrskeiðis
Prufur geta verið skondnar að
mörgu leyti og þegar tugir manns
mæta á svæðið getur ýmislegt gerst.
Sérstaklega þegar leikstjórarnir
gleyma að koma til skila hvers kyns
hlutverk er um að ræða. „Einu sinni
var umboðsmanni mínum sagt að
senda mig í prufu þar sem ég átti að
leika nemanda. Týpískan breskan
nemanda. Ég mætti því í hettupeys-
unni og strigaskónum með hárið
slegið eins og sannur nemandi. Mér
brá heldur í brún þegar ég mætti á
svæðið og salurinn var fullur af ung-
um skvísum í dragt og háum hælum.
Til að toppa það voru þær allar upp-
strflaðar með hárið í snúð og vits-
munaleg gleraugu á nefinu. Það gef-
ur því augaleið að ég fékk ekki hlut-
verkið enda er alltaf mikilvægt að
smellpassa í hlutverkið við fyrstu
sýn. Ef mér er sagt að fara í dömu-
bindaauglýsingu þá mæti ég eins og
dömubindi! Ég var eins og algjör vit-
leysingur," rifjar Halla upp og glott-
ir. „Eftir allt heila klabbið kom í ljós
að leikstjórinn hafði veitt umboðs-
manni mínum rangar upplýsingar.
Ég átti að vera nemandi en nýút-
skrifaður nemandi úr háskóla á leið í
fyrsta atvinnuviðtalið."
Skrifar barnabækur í frítím-
anum
Að vera leikari felur í sér óreglu-
lega vinnutíma og er því mismun-
andi hversu mikið er um að vera hjá
Höllu. Stundum er mikið að gera en
aðra daga eru rólegheitin yfirvof-
andi en það er eitthvað sem Halla
forðast eins og heitan eldinn. „Ég er
svo ofvirk að ég gæti ekki hugsað
mér að hanga heima í letikasti fyrst
að dagurinn býður upp á svo mörg
tækifæri. Undanfarið hef ég verið að
nota frítímann til að skrifa barna-
bók. Ég sá nefnilega fyrir slysni í
sjónvarpinu að það stóð yfir keppni
í bókaskrifum. Eg er búin að senda
bókina inn en ég veit samt ekkert
hvernig það fer. Eg viðurkenni samt
fúslega að ég á það til að taka of mik-
ið að mér. Eg er svo mikill vinnualki
að ef ég hef einhvern frítíma þá sest
ég niður og skrifa bók, bara svona til
að gera eitthvað. Það getur komið
sér illa upp á álagið að gera en ég er
að læra af reynslunni," tekur Halla
fram.
Tónlistarpía
Órtúlegt en satt hefur Halla enn
fleira fyrir stafni en kannski skiljan-
legt fyrst hún er sjálftitlaður vinnu-
alki. „Vinkona mín úr leiklistarskól-
anum kom til mín einn daginn og
sagði mér að hún vissi um tvo tón-
listarmenn sem væru að leita að
undarlegri manneskju og sagði hún
þeim því frá mér. Ekki spyrja mig
hvers vegna," segir Halla. „Mér
finnst ég ekkert undarleg. Kannski er
maður strax orðinn undarlegur þeg-
ar maður er íslendingur. Hver veit?
Þegar ég mætti á svæðið bentu tón-
listamennimir á mig á mig og sögðu
að ég hlyti að vera Halla. Það er þó
spurning hvort það sé gott eða
slæmt."
Síðastliðin þrjú ár hefur Halla
verið að dútla sér í hljóðveri ásamt
tónlistarmönnunum tveimur. „Við
erum í raun búin að vera að þróa
stflinn okkar á þessum tíma
eftir þrjú ár,“ segir Halla og er greini-
lega sátt við sitt. Er líka ekki draum-
ur hvers manns að fá borgað fyrir
það sem hann hefur yndi af að gera?
Myndi aldrei gefast upp
Að sögn Höllu hefur leUdistin
alltaf fylgt henni og kom aldrei neitt
annað til greina. „Ef ég væri ekki
leikkona væri ég örugglega lögfræð-
ingur. Þá væri ég aUavega að læra
handrit. En það er ekki þar með sagt
að ég hefði komist inn í lögfræðina,"
segir HaUa og skeUir upp úr. „Leik-
listin á hug minn og hjarta og er ég
mjög sátt við að hafa skeUt mér í
þetta nám enda hefði ég eflaust
aldrei verið sátt ef ég hefði ekki
reynt," segir HaUa. „Foreldrar mínir
eru mjög skynsamar týpur og er ég
eiginlega að brjóta fjölskylduhefðina
með því að fara í listgrein. Þau
benda mér stundum að ég gæti nú
gert þetta og hitt ef leiklistin gengur
ekki upp. Þau styðja mig samt í einu
og öllu og eru ánægð með að ég skuli
vera að gera það sem ég hef mesta
ánægju af. Enda hefði ég eflaust
aldrei verið sátt ef ég hefði ekki
reynt. Maður verður einhvern tíma
að fylgja draumnum."
iris@dv.is
Wí&:m§,
.
Fjamam
með áherslu á starfstengt nám
HSHHHMBNBHS
Innritun stendur
yfír á vef skólans
www.ir.is
(sjá fjarnám)
Kennsla hefst fímmtu-
daginn 7. sept.
Nánari upplýsingar
á www.ir.is
og ísíma 522 6500.
Byggingagreinar
Efnisfræði, grunnteikning,
framkvæmdir og vinnuvernd.
Crunnnám rafiðna
Rafmagnsfræði, efnisfræði og rafeindatækni.
Rafvirkjabraut
Lýsingatækni, rafmagnsfræði, reglugerðir,
raflagnateikning, stýringar.
Rafeindavirkjun
Allar greinar á 3. og 4. önn.
Tækniteiknun
Grunnteikning, húsateikning, innréttinga-
teikning, raflagnateikning, vélateikning
og AutoCad.
Töivubraut
Forritun, gagnasafnsfræði, vefsíðugerð,
netstýrikerfi.
Uppiýsinga- og fjölmiðlabraut
Allar greinar í grunnnámi
upplýsinga- og fjölmiðlabrautar.
Meistaraskóli
Allar stjórnunar- og rekstrargreinar.
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Traust menntun í framsœknum skóla