Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Annað hvort ertu dýramanneskja eða ekki. Margir geta ekki hugsað sér lífið án þessara loðnu vina sinna sem þeir líta á sem hluta af fjölskyldunni. DV heyrði í nokkrum fjölskyldum þar sem börn alast upp með dýrunum. Mæðurnar eru allar sammála um að umgengni við dýrin geri börnunum gott, þau fái síður ofnæmi auk þess sem dýrin veiti börnunum félagsskap og hlýju. „Ef hann sefur í rúminu sínu þá situr hún oft á hjónarúminu og fylgist með honum," segir Oddný Jóhanna Zophomasdóttir sem, ásamt kærastanum sínum Baldri Hólm, á litla soninn Breka Hólm og kisuna Mirru. Breki Hólm er aðeins þriggja vikna og veit því lítið af Mirru sem er tveggja og hálfs árs blandaður persneskur köttur. Oddný segist ekki hafa misst áhugann á kisunni þegar Útli sonurinn fæddist. „Mér þykir alveg jafn vænt um hana,“ seg- ir hún en bætir við að þau hafi orðið vör við smá af- brýðisemi þegar Breki Hólm kom í heiminn. „Ég er ekki frá því að ég sjái á feldinum hennar að hún er vansæl. Hann er meira hnökraður en áður. Hún lætur dótið hans og rúmið samt alveg vera en finn- ur greinilega fýrir að athyglin hefur minnkað." Oddný segir að Mirra láti Breka alveg vera, hún þefi kannski af honum en ekkert meira. „Hann á samt örugglega eftir að rífa í hana þegar hann stækkar en vonandi venst hann að hafa hana í kringum sig." Oddný segir að það hafi aldrei komið til greina að losa sig við kisuna þó ungabarn væri komið á heimilið. „Ég passaði mig bara að koma ekki ná- lægt kattasandinum á meðan ég var ófrísk en ég hef fulla trú á að Breki verði bara hraustari fyrir vik- ið og fái síður ofnæmi með Mirru í kringum sig." Orlítil afbrýði- semi í gangi nayii Gun „Hann var ekkert ailt of hrifinn fyrst en nú eru þau hin- ir mestu mátar," segir fris Ragnarsdóttir sem á soninn Ragnar Gunnar, þriggja ára, og labrador-tíkina Birtu sem er fjögurra mánaða. íris segir að Ragnar Gunnar hafi ekki verið hrifinn af hundum en nú sé það gjörbreytt. „Fyrst mátti hún ekki koma of nálægt hon- um en í dag leika þau sér sam- an allan daginn. Þau em bara eins og systkini og Birta er heil- mikill félagsskapur fyrir hann auk þess sem núna hefur hann fengið áhuga á fleiri dýrum og kann nú að umgangast þau." íris var ekki alin upp með dýrum en fór reglulega í sveit þar sem hún kynntist þeim og var fljót að fá sér gæludýr þeg- ar hún flutti að heiman. „Eg er algjör dýrakerling og hef átt marga hunda, einn kött og kanínu. Ég held samt að ég láti Birtu duga mér í einhvem tíma en við eigum örugglega eftir að fá okkur annan hund síðar meir." Birta á að vera veiðihundur og þarf því strangt uppeldi. „Hún fær ekki að fara inn í herbergin eða upp í sófa og sefur alltaf í búrinu sínu. Ef hún er ein heima er hún líka í bælinu sínu enda væri hún lík- lega annars búin að rústa heimilinu." Esja Mörk er hluti áffjölskyJduflfli „Við fengum þessa áður en gamla tíkin okkar lést úr elli," segir Björk Jakobsdóttir leikkona. Björk, Gunnar Helgason og synir þeirra, Ásgrímur og Óli Gunnar, eiga tíkina Esju Mörk sem verður eins árs í október. Björk segir að fráfall gamla hundsins hafi reynt mikið á fjöl- skylduna enda um fjölskyldumeðlim að ræða. „Við feng- um Esju áður en gamla dó til að dreifa sorginni. Strák- arnir hafa aldrei þekkt annað en að hafa hund á heimil- inu og ég held að það yrði skrítið að vera allt í einu hund- laus." Björk er þess fullviss að börn hafi gott af því að alast upp með dýmm. „Það er margsannað og ég held að dýr séu besta forvörnin gegn ofnæmi. Hundarnir hafa líka haft góð áhrif á strákana varðandi umgengni við dýr, þeir er hvorki hræddir né of ákafir auk þess sem það er hollt fyrir þá að umgangast eitthvað annað en mannkyn- ið." Björk segir að hundurinn gefi drengjunum ákveðna hlýju. Ef hún sé upptekin þegar þeir komi úr skólanum leggist þeir oft niður með hundinum. „Þeir eru tengdir hundinum og upplifa einhvers konar nánd með hon- um." Björk og fjölskylda búa í Hafnarfirði og eru dugleg að fara út í göngutúra með Esju Mörk sem Björk segir þó verða sífellt erfiðara. „Hér er verið að herða öll boð og bönn varðandi hundahald. Við hundaeigendur erum mikið útvistarfólk og það segir sig sjálft að maður fer eldd út að ganga án þess að hafa hundinn með. Við verðum að eiga rétt á fallegum svæðum þar sem hægt er að ganga en eldd vera kastað á einhvem bala þar sem eng- inn vill vera." „Hún fór bara að hlæja þegar hún sá hann fyrst," segir Sunna Hlín Jóhannes- dóttir sem á litlu dótturina Jakobínu og border collie-hundinn Dolla. Hundurinn er nýkominn í fjölskylduna sem flutti ný- lega frá Akureyri i sveitina. „Dolli er aðeins átta vikna hvolpur og það er því mikill leikur í honum," segir Sunna og bætir við að Jakobína hafi gam- an af því að leika við hann. „Hann er alveg brjálaður í dótið hennar og þau fara oft í eltingarleik sem getur þó farið úr böndun- um," segir hún og bætir við að leikurinn endi oft á því að Dolli fari að narta í fætur hennar. „í eitt skiptið endaði það með því að hann reif hana úr sokkabuxunum. Hún hefur samt bara gaman af þessu þangað til hann er farinn að narta í tásurnar." Sunna og kærastinn hennar, Hjörvar, vom bæði alin upp með dýmm en hvort á sinn mátann. „Hjörvar er með allt aðrar hugmyndir um þetta og vill leyfa hundin- um að vaða um allt húsið og upp í rúm á meðan ég vil hafa hann sem sveitahund. Á meðan hann er svona lítili má hann vera hér inni hjá okkur en um leið og hann er farinn að eyða öllum deginum úti við verður hann settur fram." Hún segist hafa haft áhyggjur af þvi til að byrja með að Dolli myndi bíta Jakobínu en að þær áhyggjur hafi verið ástæðulaus- ar. „Ég hélt að ég yrði að hafa þau meira aðskilin en hann er voðalega góður við hana. Hún á engin systkini en þau leika sér mikið saman og nú þarf ég ekki að hafa hana eins mikið á handleggnum og áður en hundurinn kom á heimilið. Við eigum örugglega eftir að fá okkur kisu líka en ekki alveg strax. Það er nóg að vera með tvö lít- il kríli á heimilinu." saman eins og systkini DV Helgarblað LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 33 „Við vorum búin að velta þessu lengi fyrir okkur," segir Dóra Sif Sigtryggsdóttir um þá ákvörðun fjölskyldunnai' að fá sér hund. Labrador-hvolpurinn Tryggur varð fyrir valinu en fjölskyldan sótti hann upp í sveit. Hulda Björg, dóttir Dóru, sem verður fimm ára í september var yfir sig ánægð með Trygg en hún valdi nafnið. „Hulda hafði mikinn áhuga á hundum þannig að þetta var mjög spennandi," segir Dóra en bætir við að Tryggur eigi einnig eftir að hjálpa húsbóndanum í veiðinni. Hún segir að það gangi vel að siða hann til og að Tryggur sé orðinn hlýðinn og góður. „Þau Hulda eru mjög góðir vinir. Hann var svo h'till þegar hann kom til okkar fyrst og var þá með hvolpalæti en í dag kúldrast þau allan dagirrn saman í eltingar- leikjum og öðrum leikjum." Dóra Sif segir að Hulda Björg hafi aldrei verið hrædd við hann og að þau hafi ekki þurft að hræðast að hann myndi bfta hana. „Hann var bara sjö vikna þegar við fengum hann og hann var voðalega hrifinn af henni strax. Hann beit hana þó einu sinni í eyrað en það gerðist ekki aft- ur. Þetta var náttúrulega óvart og gerðist í hita leiksins og hann skammaðist sín mikið á eftir.“ Dóra segir það mikla vinnu að vera með hund á heimilinu en að það sé vel þess virði. „Mig langaði alltaf í hund þegar ég var h'til og lét því drauminn rætast núna. Þetta er samt mikil vinna því þeir þurfa mikla hreyfingu. Maðurinn minn er sjómaður og við Hulda erum mikið einar heima og Tryggur veitir okkur mikið öryggi. Það er ofsalega notalegt að hafa hann til að knúsa á kvöldin við sjónvarpið." „Þær eru ekkert að fikta í honum en bera hins vegar mikla virðingu fyrir honum," seg- ir Kristín Bjarnadóttir um kisurnar sínar tvær, Safír og Ottó, og litla soninn Jón Skorra. Jón Skorri er þriggja og hálfs mánaðar en Kristín og eiginmaður hennar, Símon, hafa átt kisurnar í um eitt ár. Kristín hefur alltaf verið mflcil kisumanneskja og segir það ekkert hafa breyst síðan litli sonurinn kom í heiminn. „Ég sé ennþá ekki sólina fyrir þeim," seg- ir hún brosandi og bætir við að þær láti vöggu Jóns Skorra og dótið alveg vera. „Þær eru farnar að venjast honum núna og koma til mín þegar ég er að gefa honum sem mér finnst bara notalegt. Þeim hefur aldrei verið haldið frá honum og því eru þær ekkert afbrýði- samar. Við höfúm passa okkur á því að leyfa þeim að skoða hann enda þarf að sinna þeim eins og öðrum eldri systkinum," segir Kristín brosandi. „Ég hef fulla trú á að það sé hollt fyrir börn að alast upp með dýrum og að þau börn verði hraustari fyrir vikið og fái síður ofnæmi," segir hún og bætir þó við að hún ætli að láta kisurnar tvær duga. „Ég fæ mér líklega ekki fleiri dýr en krakkarnir mínir eiga líklega eftir að fá öll þau dýr sem þau vilja. Jón Skorri er náttúrulega svo lítill en hann er rétt far- inn að sýna þeim áhuga. Hann er farinn að taka eftir hreyfingunnni og heldur ábyggilega að þær séu tveir stórir bangsar." „Þeim líst vel á hana núna en þetta var aðlögun fyrir alla fjölskylduna til að byrja með,“ segir Sandra Hauksdóttir sem á litlu dótturina Sögu sem er sjö vikna og hundana Sunnu Sól og Mána. Sandra segir að hundarnir hafi ekki áttað sig strax á að barnið væri ekki gestur heldur komið til að vera en fjölskyldan fékk góðar ráðleggingar, frá bæði dýralækni og ljósmóður. „Okkur var ráðlagt að koma fram við hundana eins og þeir væru eldri systkini enda geta þeir tekið afbrýðisköst eins og aðrir. Þetta gengur samt voðalega vel hjá okkur," segir Sandra og bætir við að Sunna Sól og Máni passi vel upp á Sögu litlu. „Þeir eru alveg búnir á því á kvöldin. Sunna Sól vælir alltaf þegar heyrist í henni og fylg- ir okkur hvert fótmál á meðan Máni er meira í vcuðhlutverkinu. Fólk verður að fá leyfi hjá hontnn til að fá að halda á henni." Sandra segir að hún og Magnús kærastinn hennar hafi haft áhyggjur af samkomulag- inu á heimilinu þegar barnið var komið í heiminn en að þær áhyggjur hafi reynst óþarf- ar. „Við vildum búa þau sem best undir breytingamar og vorum dugleg við að leyfa þeim að sjá hana og lykta af henni án þess að hleypa þeim of nálægt. Ég er líka dugleg að segja þeim að njóta þessa tíma því það líður ekki að löngu áður en Saga verður farin að nota Mána sem hest og Sunnu til að greiða og klæða upp." Hundarnir passa upp á li
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.