Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Side 34
34 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Hypnose- maskari frá Lancöme „Ég er mjög hrifin af þess- um maskara því burstinn er svo góður. Ég hef prófað marga og þessi er sá besti sem ég hef fundið." Meik frá Kanebo „Þetta er alveg rétti ht- urinn fyrir mig. Kemur mjög epla- lega út. Þegar meikið hætti að vera til í snyrtivöruverslunum landsins hafði ég samband við unmboðs- aðila og sníkti nokkrar dollur af þeim. Eg var nefnilega búin að reyna og reyna að finna meik sem jafngilti þessu en ekkert gekk.“ Augn- blýantur frá Lancöme „Ég á þennan í grábláum lit. Hann er einstaklega góður því hann dregur fram augun. Svo finnst mér líka miklu betra að nota blýant í stað augnpensils því með penslunum þarf maður að vera svo nákvæmur. Ég er svo léleg að nota penslana. En ætli æfingin skapi ekki meistar-í ann.“ Kinnalitur frá Chanel „Liturinn er brún-bleikur og ég nota hann á hverjum degi. Alveg magn- aður litur sem frískar upp á andlit- ið á svipstundu." „Þessa dagana er ég að æfa á fullu með hljómsveitlnni minni," segir Margrét Kristfn Sigurðardóttir söngkona, eða Fabúla eins og hún er gjarnan kölluð. „Við erum að undirbúa efni fyrir nýja plötu sem mun koma út I vetur." Það þarf þó ekki að bíða fram á vetur eftir að heyra í Fabúlu því hún mun spila fyrir land og þjóð á menningarnótt. „Ég hef alltaf gaman af þvi að koma fram. Enginn sviðsskrekkur hér á bæ," tekur Fabúla fram. Erla Þórarinsdóttir er annar eigandi tísku- verslunarinnar Sævars Karls Hún segirþað mikla uppiifun að eiga viðskipti viö tiskurisana. Athafnakonan Erla Þórarinsdóttir rekur tískuverslunina Sævar Karl ásamt Sævari eiginmanni sinum. Héldu þau hjón- in upp á þrjátíu ára rekstrarafmæli verslunarinnar í sumar og geta verið stolt af árangri siðustu ára. Enda er Sævar Karl sannarlega tískuverslun á heimsmælikvarða. C ^ I „ Verslunin var upphaflega klæð- skeraverkstæði og hefur því mikið breyst síðan ég og maðurinn minn, hann Sævar Karl, hófum reksturinn. Verkstæðið keyptum við árið 1974,“ segir Erla Þórarinsdóttir, annar eig- andi tískuverslunarinnar Sævars Karls. „Reksturinn hefur gengið framar öllum vonum og í sumar héldum við upp á 30 ára affnæli verslunarinnar. I dag sérhæfum við okkur í að selja þekkt vörumerki, s.s. Armani, Prada, Dolce & Gabbana og fleiri," segir Erla. Alltaf verið bjartsýn „Reksturinn var auðvitað enginn dans á rósum frá fyrsta degi en hlut- irnir gerðust samt sem áður hratt. Ég hef líka alltaf verið bjartsýn og fund- ist sjálfsagt að leggja hart að mér. Velgengnin byggist að mestu á við- skiptahugmyndinni og að sjálfsögðu viðskiptavinunum en þeir halda öllu gangandi. Við töldum að það væri markaður fyrir fatnað í þessum gæðaflokki hér á landi og dembdum okkur því í djúpu laugina og byrjuð- um að panta inn. Það hefur borgað sig,“ segir Erla. Draumaverslun Erla segir að verslunin hafi í raun ekki átt neina eina fyrirmynd. „Við ferðumst víða um heim tÚ þess að finna réttu vörumar. í þeim ferðum fáum við margar af okkar bestu hug- myndum auk þess sem við reynum að vera frjó og hugmyndarík til að bjóða viðskiptavininum upp á það allra ferskasta í heimi tískunnar. Markmiðið er nefnilega að það sé upplifun að koma til okkar," tekur Erla frarn og bætir við að þau hjónin hafi lagt mikla vinnu í að eignast draumaverslunina og leggja þau áherslu á góðar vörur, fallegt um- hverfi og fyrsta flokks þjónustu. Tískurisarnir heilla „Þegar Sævar og ég fömm utan til að leita að vömm er ferðinni oftar en ekki heitið til höfustöðva tískuris- anna. Við vomm til dæmis að koma „Það er nauðsynlegt að hafa brennandi áhuga á tísku efmað- ur ætlar sér að lifa og hrærastí þessum heimi. Fyrir mér er þetta draumastarfið," segir Erla. frá Ítalíu um daginn vegna viðskipta við Armani-fyrirtækið. Það er mikil upplifun að komast inn í kjama tískuheimsins og sjá hvemig þessi fyrirtæki starfa. Það er líka heilmikil upplifun að fara á tískusýningar er- lendis enda er mikið í þær lagt til að heilla kúnnann. Það er þó nauðsyn- legt að hafa brennandi áhuga á tísku ef maður ætlar sér að lifa og hrærast í þessum heimi. Fyrir mér er þetta draumastarfið," segir Erla. iris@dv.is Ert þú kynlífsfíkill? Flest pör verða leið á kynlífi á einlivetjum tímapunkti í sambandi sínu. Yfirleitt fyrr en seinna. Þá er um að gera að bretta upp ermar og krydda kyniífið. Þó svo að þú öfund- ir hjónin í næsta húsi sem geta ekki slitið sig frá hvort öðm, þá er gott að muna að of mikið kynlíf hefur einnig sína galla. Þegar um er að ræða kynlíf virð- ist sem hægt sé að skipta fólki í tvo hópa. Annar hópuriim heldur því fram að því meira kynlíf sé stundað, því betra, og er alltaf til í smá sprett. Hinn hópurinn samanstendur af fólki sem kýs gæði fram yfir magn. Þeir sem tilheyra seinni hópnum em sáttir við að stunda ekki kynlíf mörgum sinnum í viku, svo lengi sem það er þess virði að bíða eftir næsta skipti. Fólk sem tilheyrir Því meira, því betra-hópnum er teygjustökkvarar kynlífsins. Þeir sem í þeim hópi em þurfa þó að vara sig á ýmsu. Þetta fólk þráir mikla örvun og endalausar nýjungar í kynlífinu. Þetta gerir það að verkum að það fær auðveldlega leið á kynmökum ef þau em of reglubundin og einföld. Það er því hægt að ímynda sér að ffamhjáhald sé oft freistandi vaimöguleiíd hjá þessum hópi, ef makinn er ekki jafn- ingi í kynlífinu. Teygjustökkvaramir komast einnig í vímu við það að stunda kynlíf því þeir em að upp- lifa eitthvað nýtt og spennandi. Víman er af- leiðing af því að heilinn framleiðir dópamín við kynmök en það er ná- skylt adrenaííni. Málið er bara að dópamín er ávana- bindandi. Það má nú samt deila um hvort það er góður eða slæmur ávani. iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.