Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGADAGUR 20. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Díana Stephanie giftist sama dregillinn mannin- um aftur Stephanie prinsessa í Mónakó ætlar að giftast Daniel Ducruet í annað skiptið að því er kemur fram í þýska tímaritinu Die Aktuelle. Steph- anie og Daniel eiga saman tvö börn en skildu í október árið 1996 eftir aðeins 15 mánaða hjónaband þegar myndir af Daniel með belgískri fatafellu birtust í fjöl- miðlum.Mun giftingin fara fram á næsta ári þar sem þau vilja ekki skyggja á sorgar- tímabilið sem lagðist yfir fjölskylduna þegar Raini- er prins lést í apríl. Pierre eftirsóttur Yngri sonur Karólínu prinsessu í Mónakó er nú kominn á lista yfir eftirsóttustu piparsveina Evrópu. Pierre Casiraghi er ekki aðeins vell- auðugur yfirstéttardrengur af Monegasque-ættinni heldur einnig bráðmyndarlegur. Þessi mynd var tekin af prinsinum, sem er 18 ára, á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Helsinki. Prinsinn er greinilega með tískustraumana á hreinu og líkist frekar fyrirsætu en meðlimi evrópskrar konungsfjöl- skyldu en klæðnaður hans minn- ir oft á klæðnað Davids Beckham. Kærustunni boðið í höllina EKsabet Bretlandsdrottning hefur boðið kærustu Vilhjálms prins í matar- boð í Balmoral-kastalann. Boðið er talið gríðarlega mikilvægt fyrir Kate Middleton sem margirtelja tilvalda eiginkonu fyrir prinsinn.Ýmsar get- gátur hafa verið uppi um samband Kate og Vilhjálms og ýta þessar fregnir undir þann orðróm að parið gangi í það heilaga innan skamms. Þjónn í höllinni segir þó að ekki megi taka matarboðið of alvarlega því drottningin vilji einfald- lega fá að kynnast kærustu sonarsonar síns. Fína prinsessan í lífshættu Fína þrinsessan Michael of Kent og eiginmaður hennar komust I hann krappann þegar skúta sem þau voru farþegar á sigldi á kletta rétt hjá Sard- iniu.Hjónakornin sluppu ómeidd en aðrir gestir skútunnar voru ekki svo heppnir og þrír eru taldir alvarlega slasaðir. Skútan er í eigu milljarða- mæringsins Mouna Ayoub en Kent- hjónin voru um borð (boði (talska prinsins Carlo de Bour- bon og eiginkonu hansCamillu.Skútan jr- sigldi á klettana Jh stuttu eftir að hafa * jr lagtfrá bryggju en ekki er vitað hvers vegna það gerðist. Mary sannkölluð tískudrottning Mary prinsessa hefur heldur betur fest sig í sessi sem tískudrottning í Evrópu en tískuspekúlantar segja prinsessuna aldrei stlga feilspor í klæðaburði.Prinsessan á von á sínu fyrsta bami eftir þrjá mánuði en lætur meðgönguna ekki stöðva sig í að líta glæsilega út. Á tískusýningu í Kauþ- mannahöfn mætti Mary í fallegri blárri blússu og síðu pilsi.Augu allra voru á kúlunni enda ber Mary erfingja landsins undir belti. Vilhjálmur og Harry í Simpsons Vilhjálmur og Harry Bretaprinsar hafa verið beðnir um að mæta í heimsókn til Simpsons teiknimyndar- fjölskyldunnar í Springfield. Prinsarnir hafa ekki svarað beiðninni en ef þeir taka vel (hana feta þeir í fótsporTony Blair, Sir Paul McCartney og Michael Jacksons sem allir hafa lánað teikni- myndinni rödd s(na. „Annar þeirra yrði að vera kærasti L(su," sagði einn framleiðanda teiknimyndanna vin- sælu. „Enn betra væri að fá drottning- una, það væri frábært." Alexandra prinsessa er komin með nýjan mann upp á arminn. Sá heppni er 15 árum yngri en prinsessan og sonur frægs kvikmyndagerðarmanns. Margrét drottning vill ekkert tjá sig um ástarlíf fyrrverandi tengdadóttur sinnar en segir aðdáunarvert hvernig hún og Jóakim hafi tekið á skilnaðinum. Alexandra prinsessa er komin með nýjan karlmann upp á arminn. Eins og flestir vita, þá skildu prins- essan og Jóakim Danaprins fyrr á ár- inu en saman eiga þau tvo syni. Alexandra, sem er 41 árs, hefur nú nælt í 26 ára gamlan ljósmyndara Martin Jorgensen sem tekið hefur myndir af konungsfjölslcyldunni í gegnum árin. Parið sést reglulega saman og ferðaðist meðal annars til Asíu og til foreldra hans á Ítaiíu en faöir Martins er frægur kvikmynda- gerðarmaður. Blaðamenn sátu fyrir Margréti drottningu þar sem hún er í sumar- fríi í Frakklandi en drottningin viidi lítið tjá sig um ástarlíf fyrrverandi tengdadóttur sinnar. „Ég veit að það er ýmislegt í gangi hjá Alexöndru en ég ætía ekki að tjá mig um þau mál," sagði Margrét og bætti við að Alex- andra og Jóakim hefðu tekið á skiln- aðinum af stökustu prýði. Prinsinn og Alexandra hafa hald- ið góðu sambandi sín á milli. Þau sáust nýlega ásamt Nikolai syni sín- um á leið í skólann. Þar leiddust þau skælbrosandi þegar Nikolai fór aftur í skólann eftir sumarfríið. Hjónakornin fyrrverandi til- kynntu skilnaðinn í september á síð- asta ári en hann gekk í gegn í apríl. í kjölfarið fékk Alexandra titilinn her- togaynjan af Friðriksborg og þeim titli fær hún að halda þó að hún myndi giftast að nýju. Hún missir hins vegar prinsessutitilinn ef hún gengur í það heilaga á ný. Alexandra giftist inn í dönsku konungsfjölskylduna fyrir tíu árum og varð fljótt ákaflega vinsæl á meðal almenn- ings. Hún er talin hafa kynnst Martin hann vann að heim- ildarmyndaþáttaröð um fjölskylduna ásamt föður sínum en ein myndanna fjall- aði um fertugsafmæli prins- essunnar. Á meðan allt lék í lyndi Alexandra og Jóakim. Hjónin fyrrverandi hafa haldið sam- bandi sinu góðu sonanna vegna og sáust nýlega glöð I bragði á leið með Nikolai I skólann. Breska pressan telur að Sophie, eiginkona Edwards prins, sé ófrísk ; Sophie ófrísk og Fergie snýr aftur Því er haidið fram í bresku press- unni að Sophie, eiginkona Eðvarð s prins, eigi von á öðru barni. Sögu- sagnir þess efnis komust af stað eftir að talsmaður konungsfjölskyldunn- ar neitaði að tjá sig um málið. Þó að talsmaður hjónanna segi fullyrðing- ar um meinta óléttu prinsessunnar „hreinar getgátur", þá telja bresku slúðurblöðin að reynt sé að villa fyr- ir þeim vegna þess hve stutt með- gangan er á veg komin og vegna erfiöleika sem Sophie hefur lent í á fyrri meðgöngum. Sophie, sem er fertug, missti fóstur árið 2001. Tveimur árum síðar fæddist dóttirin Louise mánuði fyrir tímann en hún var tekin með keisaraskurði. Aðrar fréttir af bresku konungs- fjölskyldunni eru þær að hertoga- ynjunni af York Fergie var boðið með í frí með fjölskyldunni. Fergie hefur verið á bannlista drottningar- innar í 13 ár en Elísabet er greinilega að mýkjast með aldrin- um. Fergie eyddi því' þremur dögum með Andrési prins, dætr- um þeirra tveimur og drottningunni þar sem þau fögnuðu 17 ára afmæli Beatrice prinsessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.