Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Síða 39
3DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 39
Dreymir þig liti?
Gylitur (gull)
Enginn vafi leikur á að gyllti liturinn segir til um gott
andlegt ástand dreymandans (almenn vellíðan og
gottjafnvægi). Frjósemi, kraftur og auðlegð á vel við.
Einhvers konar hreinsun, betrumbót eða lagfæring
virðist eiga sér stað. Gylltur er litur kærleikans sem
dreymandinn kýs að gefa öðrum og fylgir hjartanu til
góðverka. Þó táknar gull einnig einhverskonar viðvör-
un, efdreymandi
stendur frammi fyrir
ákvörðun (viðskipti),
um að taka ekki
ákvarðanir sem gætu
talisthættulegará
einhvern máta.
Grænn
Grænn er litur heilunar og
gott er að dreyma grænan
lit svo sannarlega. Dreym-
andinn býryfír löngun til
að heila aðra (jákvætt) og
friðsæld ríkir innra með
honum. Græni liturinn
táknar mannlegan kær-
leika.jákvæðar betrum-
bætur, hreysti, vöxt, frið,
þrek og þrótt. Viðurkenn-
ing er væntanleg og fjár-
streymið eykst. Reyndar er
einnig komið inn á að
reiði, öfund eða afbrýði-
semi gæti átt við (sem er
ótti dreymandans eða
fólksins I hans nánasta
umhverfí).
Silfur
Silfraöur litur I draumi táknar réttvísi. Silfur segir til um rétt-
læti og styrk dreymandans. Hann er litur tjáskipta og tungu
og þegar sannleikurinn er talaður I draumi (og lifanda llfí)
glitrar hann svo fallega og Ijómar. Sannleikurinn er styrkur
dreymandans án efa og þegar hann áttar sig á þeirri stað-
reynd verður lifhans sælureitur eins og þvi erætlað að vera
(ábending til dreymandans). Hann táknar frelsi og mikla
orka og efum missætti er aö ræða I llfí dreymandans mun
það leysast og tlminn vinnur vissulega með dreymanda.
Fegurðardrottningin og einkaþjálfarinn Kolbrún Pálína Helgadóttir sinnir móður-
hlutverkinu þessa dagana. Hún fræðir hér lesendur Helgarblaðs DV um mikilvægi
góðrar heilsu og spáir í framtíðina með opnum huga.
„Ég er að ljúka yndislegum tíma
heima með syni mínum þessa dag-
ana," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir
fegurðardrottning og einkaþjálfari um
haustkomuna og verkefhin sem bíða
hennar. „Ég er að undirbúa haustið en
ég er að fara að þjálfa aftur af krafti í
Sporthúsinu eftir fæðingarorlof."
Fegurðin kemur innan frá
„Það er auðvitað engin ein upp-
skrift af því að verða fegurðardrottn-
ing," segir Kolbrún þegar talið berst að
drottningarhlutverkinu. „Vertu þín
eigin drotting alla daga. Hugsaðu vel
um þig, vertu heilbrigð, vertu meðvit-
uð um mataræðið og lrfsstílinn," segir
hún og brosir fallega.
„Þeir sem em meðvitaðir um sína
andlega heilsu og sinn eigin líkama
finna mikil tengsl þama á millii," segir
Kolbrún. ,Að vera heilbrigður og í
góðu formi gefur manni sjálfstraust og
velh'ðan og fyrir þær sem hafa virki-
TAROTLESNIN G
legan áhuga á því að verða fegurðar-
drottningar, þá er mitt ráð einfalt:
Ekki fara í fegurðarsamkeppni fyrr
en þið hafið náð ákveðnum þroska og
hugsið málið til enda. Ef þið farið í
þetta með réttu hugarfari, þá getur
þetta verið frábær reynsla."
Þjálfar nýbakaðar mæður
„Ég hlakka mikið til að fara að
vinna aftur enda er þetta mjög lifandi
og gefandi starf. Ég var reyndar aðeins
að þjálfa samhliða því að vera heima
með prinsinn minn, “ en Kolbrún eign-
aðist Sigurð Viðar Þrastarson 27. ágúst
á síðasta ári.
Kolbrún hefur þjálfað konur sem
em nýbúnar að eiga eins og hún sjálf.
„Mér fannst það mjög spennandi og
áhugavert. Við höfðum vissulega um
margt að ræða og gátum borið saman
bækur okkar," útskýrir Kolbrún ein-
læg.
„Ótrúlega margar nýbakaðar mæð-
um langar til að koma sér í form en
vita ekki hvemig þær eiga að byrja og
hvað þeim er óhætt að gera eftir fæð-
inguna," segir Kolbrún.
„Oft viija verðandi mæður gera allt
sem þær geta til að skapa bami sínu
sem best og heilbrigðast umhverfi, þar
með talið að heUa sér út í líkamsrækt á
meðgöngunni. Það er ekki gott fyrir
verðandi mæður að fara offari í
ræktinni á meðgöngunni, heldur fara
rólega af stað og stunda réttar æfingar,
sérstaklega ef þær em ekki vanar,"
segir Kolbrún um hvemig best sé að
haga æfingunum.
Hvetur unglingsstúlkur
„Það stendur líka til að halda áfram
með námskeiðin mín fyrir ung-
Ungstúlkur," segir Kolbrún sem hefur
haldið ófá námskeiðin fyrir unglinga í
samvinnu við Eskimó meðal annars.
„Þá koma stelpur sem hafa einfaidlega
áhuga á að vera heUbrigðar og kynnast
Ukamsrækt," segir hún og geislar við
frásögnina. „Það hefur verið mjög
gaman hjá okkur á þessum námskeið-
um og stelpumar hafa verið ótrúlega
metnaðarfuUar.
Númer eitt, tvö og þijú ráðlegg ég
unga fóUdna að vera það sjálft," segir
Kolbrún þegar tafið berst að ráðum
hennar til unglingsstúlkna sem sækja
námskeiðin. „Standa á sínu og setja
sér skýr markmið í lífinu. Finna sér
áhugamái og fylgja draumum sínum
eftir," segir þessi faUega móðir.
Vill vera góð fyrirmynd
„Það er mikUvægt að nýta hvem
dag til fullnustu því lrfið hefur uþp á
svo margt að bjóða," segir Kolbrún og
brosir. „Mér finnst sjálfri mjög mikU-
vægt að vera góð fyrirmynd og sem
betur fer eigum við orðið mjög mikið
af góðum fyrirmyndum í þjóðfélaginu.
Auðvitað er aUtaf eitthvað slæmt í
gangi og of gróft sjónvarpsefni og ann-
að slíkt sem getur haft áhrif á unga
fóUdð," segir hún og bætir við: „Sem
foreldri tel ég að við þurfum að vera
meðvituð um að vera góðar fyrir-
myndir bamanna okkar alveg frá byij-
un.
Við höfum áhrif, það er okkar að
beina þeim á réttar brautir í Ufinu. Það
er okkar að kenna þeim rétt og rangt.
Við þurfum líka að vera dugleg við að
hvetja. Það er okkar að hvetja þau og
styðja við bakið á þeim. Við eigum öU
að vera góðar fyrirmyndir."
Kraftaverk og góðar tilfinning-
ar
„Það er ekkert sem getur undirbúið
mann undir þær tiffinningar sem
fylgja því að eignast bam. AUt sem
maður hefur heyrt í öU þessi ár er þá
virkUega satt," segir Kolbrún.
„Þetta er engin kUsja. Þetta er
auðvitað bara kraftaverk," segir hún
merkUegur. Það er stórkostlegt að
fylgjast með Sigurði uppgötva heim-
inn, læra að sýna væntumþykju, segja
fyrstu orðin sín og þessa dagana er
verið að beijast við fyrstu skrefin,"
segir hún og geislar við frásögnina.
„Þetta er stærsta hlutverk sem ég
hef nokkum tímann verið i. Það æðis-
legasta," segir hún og bætir við eftir
smá umhugsun, „en á sama tíma það
erfiðasta".
Mikilvægt að rækta fjölskyld-
una
í tarot-lesningu Kolbrúnar kemur
skýrt fram að sá sem deilir með henni
Ufinu fær að njóta samvista við
manneskju sem gefur og þiggur af
öUu hjarta.
„Það er mikið fyrirtæki að vera
kominn með fjölskyldu og það má
aldrei gleyma sér. Ég legg mUdð upp
úr því að vera gott foreldi en á sama
tíma á ég yndislegan mann. Við þurf-
um að halda áfram að styrkja okkur
sem par svo að við getum verið góðir
foreldrar saman. Þetta er vinna og
aftur vinna og ég held að ef við vinn-
um vel, þá uppskerum við eftir því,"
segir Kolbrún og það fer ekki á miUi
mála að henni h'ður vel því augun
hennar segja það aUt.
spamadur@dv.is
0cuH>tle&nífuy ffio/ó/H/siiff*
8 mynt XVII stjarnan 4 mynt
Sjónum er beint
að Kolbrúnu
Pálínu
Helaadóttur
einkaþjálfara
og fegurðar-
drottningu.
Bunkinn er fyrst
stokkaður vel
og síðan eru
dregin þrjú
tarotspil og þau
lögð í réttri röð.
Kolbrún er sjálfsörugg
ogyndisleg. Hún gýs
jafnvel upp líktog
eldfjall þegar átta
myntir birtast i
tarotlesningunni og
það táknaraðhún
hefurmikinn
viljastyrk, festu og
næga greindtilað
takast á viö starfíð
samhliða
fjölskyldunni. Hún
er einfaldlega fær
um að upplifa
sinar innstu þrár. Átta
myntir sýna að hún veit innra með
sér að peningar og völd fullnægja aldrei
sönnum ástrlðum heldurþað að fá að
njóta návistar ástvina og fjölskyldu
Kolbrún skynjar lifsþægindi samhliða
hamingjutilfinningu. Tilhugalíf hennar er
jafnvel spillt með gjöfum og
elskhugi hennar dekrar við
hana (og hún sömuleiðis við
hann-gott jafnvægi).
Velliöan einkennir Kolbrúnu
á sama tíma og hún er fær I
þeirri list að elska óhikað.
Hún hefur náð valdi áþvl
að deila með öðrum þar
sem lífhennar snýst um
eitt aðalsamband og hún
einbeitir sérað þeim
manneskjum sem hún
elskar sannarlega. Sá sem
deilir með henni lifinu við
þessar aðstæður fær að njóta samvista
viö manneskju sem gefur og þiggur aföllu
hjarta.
Draumar Kolbrúnar veröa að veruleika þvi
hún leyfir sér að horfa fram á
við með jákvæðum huga og
gleymir aldrei að hlúa að þvi
sem skiptir hana
sannarlega máli. Hún er
hlédræg isamskiptum við
náungann og beitir
skynsemi og hittirþvi
ávallt í mark. Hún hefur
stigið fyrsta skrefíð iáttað
velliðan og einmitt þess
vegna hlýturþessi fallega
móöir eðlislæga hlýju sem
umlykur orkustöðvar
hennar og þeirra sem
hún elskar til frambúðar. Hún er fær
um að hjálpa öðrum að komast afog
einmitt þess vegna leggur fjöldi fólks henni
lið svo draumar hennar rætist.
ívar Ingimarsson knattspyrnumaður er
28 ára í dag. Maðurinn er einn af þeim
sem lætur eðlislægt umburðarlyndi
sitt ráða för en ekki óttann.
Hann leitar nánast uppi æv-
intýri hvar sem hann stígur
niður fæti og tekst sífellt á
við nýja reynslu en er oft á
tíðum villtur og óábyrgur
— það eldist af hon-
um.
Þér er ráðlagt að nota frltíma þinn til að
gera það sem þig langartil yfir helgina.
Reyndu að stilla gagnrýni á eigin getu I
hóf. Hegöaðu þér samkvæmt skapferli
þlnu og reyndu að sama skapi að fýlgjast
með þvl og hvernig það breytist við
mismunandi aðstæður. Breyttu neikvæð-
umtilfinningum samstundis yfir I jákvæðar.
fískmn Q9.febr.-20.mars)
Settu llkamlega velferð þína
fremst I forgangsröðina. Láttu eins og óskir
þlnar lifni við I huganum og hleyptu já-
kvæðum atburðum inn I llf þitt I
hvaða myndum sem þeir kunna að birtast.
Notaðu eingöngu uppörvandi orð og
sjá, allt fer á mun betri veg en þú áætlaðir.
Hrúturinn (21.mars-19.apm)
.......................... ■ ■"
Ljómi þinn kemur innan frá en
þú mátt ekki gleyma umbúðunum og
hugsa vel um llkama þinn.
Nautið (20.apm-20.rnai)
Dragöu lærdóm af því sem þú
upplifir og fýrir alla muni hafðu augun
opin fyrir umhverfi þlnu hvort sem um ást-
vini, sjálfið eða félaga að ræða helgina
framundan, kæra naut.
Tvíburarnirp;. mai-21.júm)
Ef þú ætlar þér að ná árangri hiö
fýrsta er þér ráðlagt að gefa þér tíma
með aðila sem tengist þér faglega frekar
en persónulega. Þegar kemur að þroska
þínum og framförum I starfi er leiðin greið
og þú örugg/ur með þig sem er góður
kostur ef vel skal ganga.
Krabbinn (22.júm-22.júií)
Reyndu eftir fremsta megni að
hafa það sem almenna reglu að vera hlut-
laus I garð þeirra sem þú starfar með eða
fýrír. Hafnaðu öllu óviðkomandi án þess
að láta það ræna þig svo mikið sem mln-
útu.Tími þinn er verðmætur og tengsl þln
við tímann eru huglæg.
l)Ón\<!) (23. júli-22.ágún)
Hlustaðu á sjálfa/n þig og
treystu því sem þú heyrir innra með þér
um þessar mundir (ágústlok). Sálarró er
einkunnarorð Ijónsins yfir helgina.
ýí rf;, Meyjanpj. ágúst-22. sept.)
Drifkraftur þinn birtist hér en þú
ættir að horfa betur inn á við þessa dag-
ana og gefa þér tlma I að leggja rækt við
sálarllf þitt mun betur en þú hefur tileink-
að þér, kæra meyja.
Vogin (23.sept.-23.okt.)
Ekki leyfa þér að vanmeta eigin-
leika þlna. Ekki leyfa llft þlnu að stjórnast af
peningum þvl þá stlflar þú framgang mála
til betrumbóta hjá sjálftnu.
Sporðdrekinn (n.okt-2i.ná»j
Flutningar, breytingar eða dvöl
erlendis gætu verið framundan. Þú sýnir
breytingunum mikinn áhuga en ættir að
spyrja hjarta þitt hvað það er sem þú sann-
arlega leitar. Þú ert einnig minnt(ur) á að
hafa hugfast að hver manneskja er hér I
þeim tilgangi að uppgötva sjáífið.
íoqmM\m(22.nóv.-2i.des)
Róttækar skoðanir þínar eru af
hinu góða þvl þú ert oft á tlðum á undan
þinni samtið. Lærðu að elska gagnrýnis-
laust og temdu þér að tjá ást þína óhikað.
Steingeitirua fe-;9.janj
Þú birtist hér móttækileg/ur og
því upplifir þú eins mikið og þú getur og
geymir I minni þínu það sem þú sérð, finn-
ur, bragðar, snertir og heyrir en láttu ör-
yggi þitt aldrei vera háð aðstæðum, áætl-
un, hlut eða persónu; því það sem þú átt I
dag gæti verið farið á morgun.